Ísland samþykkti með þátttökunni Sigurjón M. Egilsson skrifar 27. janúar 2015 07:00 Ísland er úr leik í heimsmeistaramótinu í Katar. Frammistaða Íslands var óvenju slök að þessu sinni. Liðið var nokkuð langt frá því sem við eigum að venjast. Í áratugaraðir hefur landsliðið heillað okkur með framgöngu sinni. Svo var ekki nú. Þeir sem léku fyrir okkar hönd gerðu eflaust sitt besta nú, sem fyrr. Það var bara ekki nóg. Það er eitt. Annað er umgjörð mótsins og hvar það var haldið. Smáríkið Katar er ríkt land. Auðæfunum er hins vegar einstaklega illa skipt milli þegna landsins. Þar er að finna ömurlega fátækt og fádæma ríkidæmi, bruðl og óhóf. Mannréttindi eru ekki virt sem sést best á stöðu kvenna og fátækra. Ríku mennirnir í Katar eru gripnir einhvers konar dellu. Þeir keppast við að halda hvert stórmótið á eftir öðru. Þeir hafa næga peninga. Þeir hafa marga fátæka verkamenn, kannski á að segja þræla, til að vinna að byggingu íþróttamannvirkja. Þar sem vinnuaðstæður eru bágbornar og banaslys eru ekki fátíð. Undir þessum kringumstæðum þiggja tuttugu og þrjár þjóðir að koma, taka þátt í sýningunni og samþykkja þá um leið það fyrirkomulag sem ríkir í Katar. Misskiptinguna, mannréttindabrotin og stöðu kvenna. Ísland var meðal þessara þjóða. Rök mæla með að ekki sé gott að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Ef aðeins er horft til íþrótta og hefðar er margt sem þarf að skoða betur. Landslið Katar er skipað úrvalsleikmönnum héðan og þaðan úr heiminum. Fæstir hafa nokkur tengsl við sitt nýja föðurland, Katar. Þá helst til að leika einn og einn landsleik fyrir Katar og þiggja áður óþekkt laun fyrir. Þessi framganga er eðlilega einstök og vonandi fáum til eftirbreytni. Með þátttöku sinni hafa þjóðirnar tuttugu og þrjár lýst stuðningi sínum við þessar aðfarir. Segja má að Alþjóðahandknattleikssambandið og þátttökuþjóðirnar hafi sleppt fádæma góðu tækifæri til að láta til sín taka, beina athyglinni að því sem var og er að gerast í Katar. Sýna í verki að ekki sé unnt að gera hvað sem er ef aðeins nægir peningar eru til staðar. Ekki má vera hægt að kaupa hvað sem er. Heimsmeistaramót í handbolta er smátt í sniðum í samanburði við heimsmeistaramót í fótbolta. Nú er unnið að einu slíku í Katar. Spilling vellur um allt. Fáir en ofurríkir karlar í Katar hafa náð sínu fram. Keypt til sín stærstu íþróttamótin. Enn er fátækum verkamönnum fórnað. Þeir deyja við byggingu íþróttamannvirkja sem fulltrúar okkar heimshluta munu síðan spranga um á. Við munum samþykkja áframhald vitleysunnar. Ísland og hinar þjóðirnar tuttugu og tvær, sem mættu til Katar, voru hluti leiktjalda sem hafa enga þýðingu því allt hugsandi fólk hefur skömm á því sem gert var og gert er í Katar og íþróttamótin eru ríku mönnunum í Katar ekki til framdráttar. Alls ekki. Eftir stendur að vel upplýstar þjóðir samþykkja að vera leikföng spillta aðalsins í Katar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland er úr leik í heimsmeistaramótinu í Katar. Frammistaða Íslands var óvenju slök að þessu sinni. Liðið var nokkuð langt frá því sem við eigum að venjast. Í áratugaraðir hefur landsliðið heillað okkur með framgöngu sinni. Svo var ekki nú. Þeir sem léku fyrir okkar hönd gerðu eflaust sitt besta nú, sem fyrr. Það var bara ekki nóg. Það er eitt. Annað er umgjörð mótsins og hvar það var haldið. Smáríkið Katar er ríkt land. Auðæfunum er hins vegar einstaklega illa skipt milli þegna landsins. Þar er að finna ömurlega fátækt og fádæma ríkidæmi, bruðl og óhóf. Mannréttindi eru ekki virt sem sést best á stöðu kvenna og fátækra. Ríku mennirnir í Katar eru gripnir einhvers konar dellu. Þeir keppast við að halda hvert stórmótið á eftir öðru. Þeir hafa næga peninga. Þeir hafa marga fátæka verkamenn, kannski á að segja þræla, til að vinna að byggingu íþróttamannvirkja. Þar sem vinnuaðstæður eru bágbornar og banaslys eru ekki fátíð. Undir þessum kringumstæðum þiggja tuttugu og þrjár þjóðir að koma, taka þátt í sýningunni og samþykkja þá um leið það fyrirkomulag sem ríkir í Katar. Misskiptinguna, mannréttindabrotin og stöðu kvenna. Ísland var meðal þessara þjóða. Rök mæla með að ekki sé gott að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Ef aðeins er horft til íþrótta og hefðar er margt sem þarf að skoða betur. Landslið Katar er skipað úrvalsleikmönnum héðan og þaðan úr heiminum. Fæstir hafa nokkur tengsl við sitt nýja föðurland, Katar. Þá helst til að leika einn og einn landsleik fyrir Katar og þiggja áður óþekkt laun fyrir. Þessi framganga er eðlilega einstök og vonandi fáum til eftirbreytni. Með þátttöku sinni hafa þjóðirnar tuttugu og þrjár lýst stuðningi sínum við þessar aðfarir. Segja má að Alþjóðahandknattleikssambandið og þátttökuþjóðirnar hafi sleppt fádæma góðu tækifæri til að láta til sín taka, beina athyglinni að því sem var og er að gerast í Katar. Sýna í verki að ekki sé unnt að gera hvað sem er ef aðeins nægir peningar eru til staðar. Ekki má vera hægt að kaupa hvað sem er. Heimsmeistaramót í handbolta er smátt í sniðum í samanburði við heimsmeistaramót í fótbolta. Nú er unnið að einu slíku í Katar. Spilling vellur um allt. Fáir en ofurríkir karlar í Katar hafa náð sínu fram. Keypt til sín stærstu íþróttamótin. Enn er fátækum verkamönnum fórnað. Þeir deyja við byggingu íþróttamannvirkja sem fulltrúar okkar heimshluta munu síðan spranga um á. Við munum samþykkja áframhald vitleysunnar. Ísland og hinar þjóðirnar tuttugu og tvær, sem mættu til Katar, voru hluti leiktjalda sem hafa enga þýðingu því allt hugsandi fólk hefur skömm á því sem gert var og gert er í Katar og íþróttamótin eru ríku mönnunum í Katar ekki til framdráttar. Alls ekki. Eftir stendur að vel upplýstar þjóðir samþykkja að vera leikföng spillta aðalsins í Katar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun