Lægstbjóðandi mannúðar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 9. febrúar 2015 07:00 Ekki er heppilegt fyrirkomulag við flutninga á fötluðu fólki að skipta oft um bílstjóra þannig að þeir þekki ekki þarfir og venjur þeirra sem þjónustunnar njóta. Það er ekki gáfulegt gagnvart fólki sem á mjög mikið undir vanafestu og á erfiðara með að takast á við breytingar en aðrir, að mikið og óskiljanlegt rask sé á daglegum flutningum þess, eða óvissa um það sem morgundagurinn ber í skauti sér. Þegar um er að ræða lifandi manneskjur af holdi og blóði – viðkvæmar, öðrum háðar, jafnvel varnarlausar – er ekki mannúðlegt að taka að sér verk sem þær varðar án þess að meta áður umfang þess og eigin getu til að takast það á hendur en hefjast handa í þeirri von og vissu að maður hljóti að finna bara út úr þessu. Það þarf ekki MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta allt saman. En þarf kannski MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta ekki?Þau hlustuðu ekki Það var augljóslega misráðið að fela Strætó að annast ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Fólkið sem fyrir þessu stóð hafði að engu varnaðarorð fatlaðra og annarra sem þjónustunni tengdust. Þegar maður hlustar ekki á einhvern er það vegna þess að maður telur að viðkomandi hafi ekkert að segja manni. Maður virðir ekki viðkomandi; maður telur sig vita betur. Fólkið sem stýrir Strætó virðist hafa talið það létt verk og löðurmannlegt að bæta á sig þessum flutningum; það vanmat hrapallega umfang verksins, virðist hreinlega ekki hafa haft fyrir því að setja sig inn í það áður en hafist var handa. Virðist ekki einu sinni hafa ómakað sig við að lesa skýrslur þar sem varað var við því sem seinna kom á daginn. Þetta sýnir ákveðið viðhorf til þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta – og þess úrlausnarefnis sem fyrir liggur. Engu er líkara en að forsvarsmenn Strætó hafi litið á þetta eingöngu sem tæknilegt úrlausnarefni fremur en þátt í umönnunarstörfum þar sem reynir á hæfni í mannlegum samskiptum við ólíkt fólk með ólíkar þarfir; fólk sem á það sameiginlegt að eiga vegna fötlunar erfitt með að fara ferða sinna en er að öðru leyti ýmislegt og alls konar. Þegar kvartanir tóku að berast frá notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra fötluðu einstaklinga sem ekki gátu tjáð sig sjálfir var eins og forsvarsmenn Strætó tækju þetta ekki fyllilega alvarlega, litu ekki á notendur þjónustunnar sem fullgilda borgara samfélagsins; það var eins og þeir ypptu öxlum og segðu með ögn pirruðu brosi: Við erum að ná tökum á þessu, þetta er allt að koma. Svona-svona. Kvartanirnar snerust um óstundvísi, viðmót, klunnaskap og kunnáttuleysi; farið var með fólk á ranga staði og það skilið eftir; fólk var ekki sótt; fólk var látið bíða; allir sem tjá sig virðast sammála um rándýrt og óskilvirkt tölvukerfi sem leysti af skilvirkt tölvukerfi; að sögn sérhannað til pakkaflutninga.Arfurinn Ráðdeildin var hins vegar öllu meiri þegar kom að sjálfum flutningunum: þá var verkið boðið út og svo fengið lægstbjóðanda. Undirverktakar undirverktaka. Slíkt kann að eiga við stundum, til dæmis þegar kemur að því að flytja pakka eða standa í einföldum verklegum framkvæmdum þar sem ekki reynir endilega á vandvirkni – en ekki í umönnunarstörfum þar sem jafnvel reynir á vissa sérhæfni. Lægstbjóðendur eiga aldrei að koma nærri þjónustu við lifandi manneskjur. Sé eitthvað sem við Íslendingar eigum að geta lært af sögunni er það þetta. Og það gildir um heilbrigðismál, menntamál, umönnunarstörf – og þrif á spítölum. Um aldir viðgekkst hér það fyrirkomulag að framfærsla á eignalausu og umkomulausu fólki – hreppsómögunum svonefndu – var boðin upp innan sveitarinnar og fengin þeim sem bauðst til að sjá fyrir viðkomandi fyrir lægstu upphæðina, sem svo var reidd fram úr sameiginlegum sjóðum. Ýmsar átakanlegar frásagnir eigum við af hlutskipti þeirra sem í þessu lentu og fengu fært í orð, þó að auðvitað séu líka til undantekningar í þessu eins og öðru, og gott fólk til á öllum tímum. En þetta var lægstbjóðandakerfi og ýtti undir vanrækslu og nísku. Því fylgdi viss sýn á það fólk sem stóð höllum fæti, var ekki „sjálfs sín“; og í íslensku bændasamfélagi voru þau reyndar æði mörg sem ekki fengu að njóta sín og gáfna sinna út af vistarbandi og öðrum aðferðum til að hamla því að hægt væri að flytja í þéttbýli og hefja þar nýtt líf. Þetta er líka arfur okkar Íslendinga; ekki bara víkingar sem stóðu í stafni og valkyrjur sem flugu um nætur í svanalíki að kjósa mönnum örlög. Ekki bara duglegir sjósóknarar sem höfðu ráð undir rifi hverju og sjálfstæðar og sterkar konur sem öllu stjórnuðu heima. Líka þetta. Og stundum er eins og eimi eftir af einhverjum hugsunarhætti þegar kemur að umönnun við aldna og sjúka. Við höfum fyrst og fremst falið einkaaðilum, sjálfseignarstofnunum, að annast um aldrað fólk og nú er Fréttablaðið farið að segja okkur sögur af því hvernig til tekst sums staðar í þeim efnum, og eru skelfilegar margar. Þær vitna um afleiðingar lægstbjóðandastefnunnar í mannúðarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ekki er heppilegt fyrirkomulag við flutninga á fötluðu fólki að skipta oft um bílstjóra þannig að þeir þekki ekki þarfir og venjur þeirra sem þjónustunnar njóta. Það er ekki gáfulegt gagnvart fólki sem á mjög mikið undir vanafestu og á erfiðara með að takast á við breytingar en aðrir, að mikið og óskiljanlegt rask sé á daglegum flutningum þess, eða óvissa um það sem morgundagurinn ber í skauti sér. Þegar um er að ræða lifandi manneskjur af holdi og blóði – viðkvæmar, öðrum háðar, jafnvel varnarlausar – er ekki mannúðlegt að taka að sér verk sem þær varðar án þess að meta áður umfang þess og eigin getu til að takast það á hendur en hefjast handa í þeirri von og vissu að maður hljóti að finna bara út úr þessu. Það þarf ekki MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta allt saman. En þarf kannski MBA-gráðu í stjórnunarfræðum til að sjá þetta ekki?Þau hlustuðu ekki Það var augljóslega misráðið að fela Strætó að annast ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Fólkið sem fyrir þessu stóð hafði að engu varnaðarorð fatlaðra og annarra sem þjónustunni tengdust. Þegar maður hlustar ekki á einhvern er það vegna þess að maður telur að viðkomandi hafi ekkert að segja manni. Maður virðir ekki viðkomandi; maður telur sig vita betur. Fólkið sem stýrir Strætó virðist hafa talið það létt verk og löðurmannlegt að bæta á sig þessum flutningum; það vanmat hrapallega umfang verksins, virðist hreinlega ekki hafa haft fyrir því að setja sig inn í það áður en hafist var handa. Virðist ekki einu sinni hafa ómakað sig við að lesa skýrslur þar sem varað var við því sem seinna kom á daginn. Þetta sýnir ákveðið viðhorf til þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta – og þess úrlausnarefnis sem fyrir liggur. Engu er líkara en að forsvarsmenn Strætó hafi litið á þetta eingöngu sem tæknilegt úrlausnarefni fremur en þátt í umönnunarstörfum þar sem reynir á hæfni í mannlegum samskiptum við ólíkt fólk með ólíkar þarfir; fólk sem á það sameiginlegt að eiga vegna fötlunar erfitt með að fara ferða sinna en er að öðru leyti ýmislegt og alls konar. Þegar kvartanir tóku að berast frá notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra fötluðu einstaklinga sem ekki gátu tjáð sig sjálfir var eins og forsvarsmenn Strætó tækju þetta ekki fyllilega alvarlega, litu ekki á notendur þjónustunnar sem fullgilda borgara samfélagsins; það var eins og þeir ypptu öxlum og segðu með ögn pirruðu brosi: Við erum að ná tökum á þessu, þetta er allt að koma. Svona-svona. Kvartanirnar snerust um óstundvísi, viðmót, klunnaskap og kunnáttuleysi; farið var með fólk á ranga staði og það skilið eftir; fólk var ekki sótt; fólk var látið bíða; allir sem tjá sig virðast sammála um rándýrt og óskilvirkt tölvukerfi sem leysti af skilvirkt tölvukerfi; að sögn sérhannað til pakkaflutninga.Arfurinn Ráðdeildin var hins vegar öllu meiri þegar kom að sjálfum flutningunum: þá var verkið boðið út og svo fengið lægstbjóðanda. Undirverktakar undirverktaka. Slíkt kann að eiga við stundum, til dæmis þegar kemur að því að flytja pakka eða standa í einföldum verklegum framkvæmdum þar sem ekki reynir endilega á vandvirkni – en ekki í umönnunarstörfum þar sem jafnvel reynir á vissa sérhæfni. Lægstbjóðendur eiga aldrei að koma nærri þjónustu við lifandi manneskjur. Sé eitthvað sem við Íslendingar eigum að geta lært af sögunni er það þetta. Og það gildir um heilbrigðismál, menntamál, umönnunarstörf – og þrif á spítölum. Um aldir viðgekkst hér það fyrirkomulag að framfærsla á eignalausu og umkomulausu fólki – hreppsómögunum svonefndu – var boðin upp innan sveitarinnar og fengin þeim sem bauðst til að sjá fyrir viðkomandi fyrir lægstu upphæðina, sem svo var reidd fram úr sameiginlegum sjóðum. Ýmsar átakanlegar frásagnir eigum við af hlutskipti þeirra sem í þessu lentu og fengu fært í orð, þó að auðvitað séu líka til undantekningar í þessu eins og öðru, og gott fólk til á öllum tímum. En þetta var lægstbjóðandakerfi og ýtti undir vanrækslu og nísku. Því fylgdi viss sýn á það fólk sem stóð höllum fæti, var ekki „sjálfs sín“; og í íslensku bændasamfélagi voru þau reyndar æði mörg sem ekki fengu að njóta sín og gáfna sinna út af vistarbandi og öðrum aðferðum til að hamla því að hægt væri að flytja í þéttbýli og hefja þar nýtt líf. Þetta er líka arfur okkar Íslendinga; ekki bara víkingar sem stóðu í stafni og valkyrjur sem flugu um nætur í svanalíki að kjósa mönnum örlög. Ekki bara duglegir sjósóknarar sem höfðu ráð undir rifi hverju og sjálfstæðar og sterkar konur sem öllu stjórnuðu heima. Líka þetta. Og stundum er eins og eimi eftir af einhverjum hugsunarhætti þegar kemur að umönnun við aldna og sjúka. Við höfum fyrst og fremst falið einkaaðilum, sjálfseignarstofnunum, að annast um aldrað fólk og nú er Fréttablaðið farið að segja okkur sögur af því hvernig til tekst sums staðar í þeim efnum, og eru skelfilegar margar. Þær vitna um afleiðingar lægstbjóðandastefnunnar í mannúðarmálum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun