Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu II: Hver er reynslan? Svandís Svavarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 12:00 Nýlega skrifaði ég grein um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem ég rakti hinar ýmsu afleiðingar einkavæðingar fyrir skattgreiðendur, sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Í stuttu máli má segja að einkavætt heilbrigðiskerfi sé dýrara, verra og ójafnara en opinbert heilbrigðiskerfi - og að einkavætt heilbrigðiskerfi hafi þann eina „kost“ að skapa gróða fyrir eigendur hina einkavæddu stofnana. Í ljósi þess að enn þráast sumir heitir hægrimenn við að reyna að réttlæta einkavæðingu heilbrigðisstofnana er ekki úr vegi að skoða aðeins betur eitt tiltekið dæmi um einkavæðingu á undanförnum árum - einkavæðinguna í Svíþjóð á undanförnum áratug eða svo, undir forystu sænska hægriflokksins sem þar var við völd þar til nýlega.Starfsfólki sagt upp Eitt af því fyrsta sem gerðist í Svíþjóð eftir að einkavæðingin fór á fullt var að einkareknar stofnanir ákváðu að „hagræða“ (les: skera niður) til að ná fram hámarks gróða fyrir eigendur sína, sem fólst fyrst og fremst í því að segja upp almennu starfsfólki í stórum stíl. Hluti af þessu starfsfólki var svo leigt aftur inn í einkavæddu heilbrigðisstofnanirnar í gegnum sérstök fyrirtæki sem sérhæfa sig í að leigja út starfsfólk til ýmissa verkefna. Þannig losnuðu einkavæddu stofnanirnar við að bera ábyrgð á starfsfólki sínu, sem missti mörg af þeim réttindum sem opinberir starfsmenn njóta. Nú var hægt að reka starfsfólk alveg eins og eigendum einkavæddu stofnananna hentaði án þess að verkalýðsfélögin fengju rönd við reist. Þessi þróun náði að vísu ekki til yfirmanna hinna einkavæddu stofnana, sem fjölgaði ört og hækkuðu um leið myndarlega í launum.Gróðinn sendur úr landi Einkavæddu stofnanirnar náðu vissulega umtalsverðum árangri í niðurskurði sínum, þótt hann hafi að vísu bitnað allverulega á þjónustunni sem veitt var. En hvert fór þá gróðinn af niðurskurðinum? Hvert fór mismunurinn á því að sem skattgreiðendur greiddu áður til heilbrigðisþjónustunnar og því sem þeir greiddu eftir einkavæðinguna? Hann fór að sjálfsögðu þráðbeint til eigenda þessara stofnana, sem fjárfest höfðu í einkavæddum heilbrigðisstofnunum í þeirri von að taka út úr rekstrinum myndarlegan arð. Allt var þetta í fyrirséð því það er auðvitað tilgangur og yfirlýst markmið einkafyrirtækja að skila hagnaði til eigenda sinna. Fljótlega kom þó í ljós dálítið sem ekki var jafn fyrirséð: Eigendur hinna nýju einkavæddu heilbrigðisstofnana létu sér ekki nægja að taka gróðann út úr rekstrinum, heldur komu þeir sér undan því að greiða skatta með því að senda hagnaðinn beint í skattaskjól. Til þessa voru notaðar aðferðir á borð við að láta fjárfestingafyrirtæki í skattaskjólum „lána“ dótturfyrirtækjum sínum í Svíþjóð á háum vöxtum til að hagnaðurinn yrði ekki skattskyldur í Svíþjóð. Með þessu móti tókst fimm stærstu einkavæddu velferðarfyrirtækjum Svíþjóðar að greiða aðeins rétt rúmlega 2% skatt af hagnaði sínum, eins og afhjúpað var í dagblaðinu Dagens Nyheter.Sænska einkavæðingin er víti til varnaðar Hægrimenn hafa gjarnan tekið Svíþjóð sem dæmi um sérlega vel heppnaða einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þeir vilja jafnvel að við tökum okkur sænsku einkavæðinguna til fyrirmyndar. Þetta er undarlegt í ljósi þess hve misheppnuð sænska einkavæðingin var og er í raun og veru, en líka hjákátlegt í ljósi þess að sænska þjóðin kaus þessa stefnu burt með afgerandi hætti síðastliðið haust. Segja má að ekkert mál hafi skipað jafn stóran sess í sænsku kosningabaráttunni og einmitt gróðavæðing heilbrigðiskerfisins, og að það hafi í raun orðið sænsku hægristjórninni að falli. Nú bendir margt til þess að íslenska hægristjórnin ætli sér að lauma inn aukinni einkavæðingu án þess að fram fari opin og hreinskiptin umræða í samfélaginu.Það má ekki gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði ég grein um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem ég rakti hinar ýmsu afleiðingar einkavæðingar fyrir skattgreiðendur, sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Í stuttu máli má segja að einkavætt heilbrigðiskerfi sé dýrara, verra og ójafnara en opinbert heilbrigðiskerfi - og að einkavætt heilbrigðiskerfi hafi þann eina „kost“ að skapa gróða fyrir eigendur hina einkavæddu stofnana. Í ljósi þess að enn þráast sumir heitir hægrimenn við að reyna að réttlæta einkavæðingu heilbrigðisstofnana er ekki úr vegi að skoða aðeins betur eitt tiltekið dæmi um einkavæðingu á undanförnum árum - einkavæðinguna í Svíþjóð á undanförnum áratug eða svo, undir forystu sænska hægriflokksins sem þar var við völd þar til nýlega.Starfsfólki sagt upp Eitt af því fyrsta sem gerðist í Svíþjóð eftir að einkavæðingin fór á fullt var að einkareknar stofnanir ákváðu að „hagræða“ (les: skera niður) til að ná fram hámarks gróða fyrir eigendur sína, sem fólst fyrst og fremst í því að segja upp almennu starfsfólki í stórum stíl. Hluti af þessu starfsfólki var svo leigt aftur inn í einkavæddu heilbrigðisstofnanirnar í gegnum sérstök fyrirtæki sem sérhæfa sig í að leigja út starfsfólk til ýmissa verkefna. Þannig losnuðu einkavæddu stofnanirnar við að bera ábyrgð á starfsfólki sínu, sem missti mörg af þeim réttindum sem opinberir starfsmenn njóta. Nú var hægt að reka starfsfólk alveg eins og eigendum einkavæddu stofnananna hentaði án þess að verkalýðsfélögin fengju rönd við reist. Þessi þróun náði að vísu ekki til yfirmanna hinna einkavæddu stofnana, sem fjölgaði ört og hækkuðu um leið myndarlega í launum.Gróðinn sendur úr landi Einkavæddu stofnanirnar náðu vissulega umtalsverðum árangri í niðurskurði sínum, þótt hann hafi að vísu bitnað allverulega á þjónustunni sem veitt var. En hvert fór þá gróðinn af niðurskurðinum? Hvert fór mismunurinn á því að sem skattgreiðendur greiddu áður til heilbrigðisþjónustunnar og því sem þeir greiddu eftir einkavæðinguna? Hann fór að sjálfsögðu þráðbeint til eigenda þessara stofnana, sem fjárfest höfðu í einkavæddum heilbrigðisstofnunum í þeirri von að taka út úr rekstrinum myndarlegan arð. Allt var þetta í fyrirséð því það er auðvitað tilgangur og yfirlýst markmið einkafyrirtækja að skila hagnaði til eigenda sinna. Fljótlega kom þó í ljós dálítið sem ekki var jafn fyrirséð: Eigendur hinna nýju einkavæddu heilbrigðisstofnana létu sér ekki nægja að taka gróðann út úr rekstrinum, heldur komu þeir sér undan því að greiða skatta með því að senda hagnaðinn beint í skattaskjól. Til þessa voru notaðar aðferðir á borð við að láta fjárfestingafyrirtæki í skattaskjólum „lána“ dótturfyrirtækjum sínum í Svíþjóð á háum vöxtum til að hagnaðurinn yrði ekki skattskyldur í Svíþjóð. Með þessu móti tókst fimm stærstu einkavæddu velferðarfyrirtækjum Svíþjóðar að greiða aðeins rétt rúmlega 2% skatt af hagnaði sínum, eins og afhjúpað var í dagblaðinu Dagens Nyheter.Sænska einkavæðingin er víti til varnaðar Hægrimenn hafa gjarnan tekið Svíþjóð sem dæmi um sérlega vel heppnaða einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þeir vilja jafnvel að við tökum okkur sænsku einkavæðinguna til fyrirmyndar. Þetta er undarlegt í ljósi þess hve misheppnuð sænska einkavæðingin var og er í raun og veru, en líka hjákátlegt í ljósi þess að sænska þjóðin kaus þessa stefnu burt með afgerandi hætti síðastliðið haust. Segja má að ekkert mál hafi skipað jafn stóran sess í sænsku kosningabaráttunni og einmitt gróðavæðing heilbrigðiskerfisins, og að það hafi í raun orðið sænsku hægristjórninni að falli. Nú bendir margt til þess að íslenska hægristjórnin ætli sér að lauma inn aukinni einkavæðingu án þess að fram fari opin og hreinskiptin umræða í samfélaginu.Það má ekki gerast.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun