Trufflurnar gulls ígildi Rikka skrifar 15. febrúar 2015 10:00 Trufflur Vísir/Getty Trufflusveppir hafa ekki verið mikið í boði hérna á Íslandi undanfarin ár þrátt fyrir það að margir Íslendingar séu hreinlega sjúkir í þá. Þessir sveppir, sem eru gulls ígildi, eru ein dýrasta matvara heims enda ekki furða. Það er bæði erfitt að finna þá og oftar en ekki eru notaðir lyktnæmir hundar eða svín til þess að finna þá. Núna í febrúar er á leiðinni hingað til lands ítalskur trufflusérfræðingur, Danilo Catena, og kemur hann til með að koma með fulla vasa af sveppum sem hann ætlar að kynna fyrir Íslendingum. Það er kokkaskólinn Salt eldhús sem heldur utan um þetta fræðandi námskeið og er mikill spenningur í herbúðum skólans. „Ég er að vonum spennt fyrir komu Danilos og trufflunum sem hann mun hafa meðferðis, enda ekki á hverjum degi sem okkur Íslendingum býðst að smakka alvöru trufflur. Það er hægt að segja sem svo að fæðukeðjan verði varla styttri þar sem hann fær trufflurnar beint frá föður sínum. Við getum því verið viss um upprunann og gæðin,“ segir Auður Ögn, eigandi Salts eldhúss. Það má búast við að námskeiðin sem í boði eru fyllist fljótt enda forvitnilegt að fræðast frekar um þennan demant sælkeraheimsins. Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Trufflusveppir hafa ekki verið mikið í boði hérna á Íslandi undanfarin ár þrátt fyrir það að margir Íslendingar séu hreinlega sjúkir í þá. Þessir sveppir, sem eru gulls ígildi, eru ein dýrasta matvara heims enda ekki furða. Það er bæði erfitt að finna þá og oftar en ekki eru notaðir lyktnæmir hundar eða svín til þess að finna þá. Núna í febrúar er á leiðinni hingað til lands ítalskur trufflusérfræðingur, Danilo Catena, og kemur hann til með að koma með fulla vasa af sveppum sem hann ætlar að kynna fyrir Íslendingum. Það er kokkaskólinn Salt eldhús sem heldur utan um þetta fræðandi námskeið og er mikill spenningur í herbúðum skólans. „Ég er að vonum spennt fyrir komu Danilos og trufflunum sem hann mun hafa meðferðis, enda ekki á hverjum degi sem okkur Íslendingum býðst að smakka alvöru trufflur. Það er hægt að segja sem svo að fæðukeðjan verði varla styttri þar sem hann fær trufflurnar beint frá föður sínum. Við getum því verið viss um upprunann og gæðin,“ segir Auður Ögn, eigandi Salts eldhúss. Það má búast við að námskeiðin sem í boði eru fyllist fljótt enda forvitnilegt að fræðast frekar um þennan demant sælkeraheimsins.
Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið