Ég er ekki til Bjarni Karlsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Ég er einn fjölmargra Íslendinga sem er Jóni Gnarr þakklátur. Þakklátur honum fyrir að hafa ruggað þjóðfélaginu, hrist upp í steinrunnu embættiskerfi, gantast með valdhrokann og sýnt og sannað með framgöngu sinni að sjálfur er hann ekki að tryggja eigin hag. Jón Gnarr er í mínum huga hellings mikill frelsari sem í argasta gríni og fúlustu alvöru hefur opnað augu margra fyrir því að það er í lagi að vera alls konar og að við græðum öll á fjölbreytileikanum. Þess vegna langar mig að mótmæla aðalatriðinu í grein hans „Guð er ekki til“ sem birtist hér á þessum vettvangi sl. laugardag. Það er sjaldgæft að fólk fjalli af einlægni um trúarbaráttu sína eins og Jón Gnarr gerir í greininni. Hann segir frá uppalendum sínum, persónulegum átökum, árangri og vonbrigðum og því fylgir viss heiðríkja. Það að bráðum fimmtugur maður greini frá því að hafa haft löngun til að geta trúað en orðið fyrir vonbrigðum í árangurslausri leit er virðingarvert og mikilsvert í mínum huga. Og mér finnst líka áhugavert þegar bornar eru fram alhæfingar sem eru sannanlega rangar eins og þegar Jón fullyrðir að vísindin hafi útskýrt alheiminn sem þau hafa auðvitað ekki gert, eða að ein helsta fyrirstaða læknavísindanna til að bæta heilsu og bjarga mannslífum sé og hafi verið trúarkreddur ýmiss konar og að það sama eigi því miður líka við um mannréttindi. Þetta eru fullyrðingar sem gott er að rökræða. Tuttugasta öldin var mesta framfaraöld í lækningum og lífslíkum almennings sem runnið hefur upp í veröldinni og ég efast um að margir sagnfræðingar myndu telja að trúarkreddur hafi þvælst þar mikið fyrir, öllu heldur myndu margir benda á hina gríðarlegu misskiptingu sem orðið hefur og ögrar lýðheilsu veraldar umfram flest annað. Tuttugasta öldin var líka blóðugasta öld mannkynssögunnar þar sem mannréttindi voru fótumtroðin með skipulagðari hætti en nokkru sinni fyrr. Ber þar hæst byltinguna í Rússlandi og Kína, framgöngu Rauðu khmeranna í Kambódíu og heimsstyrjaldirnar tvær ásamt sívaxandi misskiptingu á heimsvísu sem jaðarsetur einstaklinga, samfélög og þjóðir. Og skammt er að minnast árásarinnar inn í Írak sem gerð var á lognum forsendum eins og allir vita. Í þessu öllu var að verki alræðishyggja studd veraldlegum hugmyndakerfum svo sem sósíalisma, kommúnisma, nasisma og kapítalisma sem klárlega byggja ekki á trúarlegri heimsmynd. Því tel ég fullyrðingar Jóns um trúarbrögð byggðar á heldur þröngu heimildavali sem gagnlegt væri að ræða.Mér er brugðið Það sem mér þykir hins vegar vont í grein hans er krafan sem hann gerir til allra trúaðra um að þegja: „Ég virði rétt fólks til að hafa hverjar þær skoðanir sem því sýnist í trúmálum. […] Svo framarlega sem það heldur því fyrir sig.“ Þetta er ekki það sem Jón Gnarr hefur staðið fyrir fram að þessu. Hann hefur hingað til einmitt talað fyrir fjölbreytni og frelsi. Því skil ég ekki þessa breytingu og verð að viðurkenna að mér er brugðið. Ef drifkraftur gjörða minna og heimsmynd eru gerð að einkamáli sem mér er ætlað að fela, er ég þá til í fullri merkingu þeirra orða? Ef ég má ekki lifa út lífsskoðun mína, tjá hana og leitast við að sannfæra aðra af því að hún fellur ekki að ríkjandi hugmyndafræði – hvað heita slíkar aðstæður? Hverju vill Jón Gnarr ná fram þegar hann líkir trúarlegri hugsun við það að hugsa með typpinu? Hver verður staða mín sem trúaðs manns í samfélagi ef ríkjandi öfl setja mig þannig út á jaðarinn með háði? Er ég þá til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég er einn fjölmargra Íslendinga sem er Jóni Gnarr þakklátur. Þakklátur honum fyrir að hafa ruggað þjóðfélaginu, hrist upp í steinrunnu embættiskerfi, gantast með valdhrokann og sýnt og sannað með framgöngu sinni að sjálfur er hann ekki að tryggja eigin hag. Jón Gnarr er í mínum huga hellings mikill frelsari sem í argasta gríni og fúlustu alvöru hefur opnað augu margra fyrir því að það er í lagi að vera alls konar og að við græðum öll á fjölbreytileikanum. Þess vegna langar mig að mótmæla aðalatriðinu í grein hans „Guð er ekki til“ sem birtist hér á þessum vettvangi sl. laugardag. Það er sjaldgæft að fólk fjalli af einlægni um trúarbaráttu sína eins og Jón Gnarr gerir í greininni. Hann segir frá uppalendum sínum, persónulegum átökum, árangri og vonbrigðum og því fylgir viss heiðríkja. Það að bráðum fimmtugur maður greini frá því að hafa haft löngun til að geta trúað en orðið fyrir vonbrigðum í árangurslausri leit er virðingarvert og mikilsvert í mínum huga. Og mér finnst líka áhugavert þegar bornar eru fram alhæfingar sem eru sannanlega rangar eins og þegar Jón fullyrðir að vísindin hafi útskýrt alheiminn sem þau hafa auðvitað ekki gert, eða að ein helsta fyrirstaða læknavísindanna til að bæta heilsu og bjarga mannslífum sé og hafi verið trúarkreddur ýmiss konar og að það sama eigi því miður líka við um mannréttindi. Þetta eru fullyrðingar sem gott er að rökræða. Tuttugasta öldin var mesta framfaraöld í lækningum og lífslíkum almennings sem runnið hefur upp í veröldinni og ég efast um að margir sagnfræðingar myndu telja að trúarkreddur hafi þvælst þar mikið fyrir, öllu heldur myndu margir benda á hina gríðarlegu misskiptingu sem orðið hefur og ögrar lýðheilsu veraldar umfram flest annað. Tuttugasta öldin var líka blóðugasta öld mannkynssögunnar þar sem mannréttindi voru fótumtroðin með skipulagðari hætti en nokkru sinni fyrr. Ber þar hæst byltinguna í Rússlandi og Kína, framgöngu Rauðu khmeranna í Kambódíu og heimsstyrjaldirnar tvær ásamt sívaxandi misskiptingu á heimsvísu sem jaðarsetur einstaklinga, samfélög og þjóðir. Og skammt er að minnast árásarinnar inn í Írak sem gerð var á lognum forsendum eins og allir vita. Í þessu öllu var að verki alræðishyggja studd veraldlegum hugmyndakerfum svo sem sósíalisma, kommúnisma, nasisma og kapítalisma sem klárlega byggja ekki á trúarlegri heimsmynd. Því tel ég fullyrðingar Jóns um trúarbrögð byggðar á heldur þröngu heimildavali sem gagnlegt væri að ræða.Mér er brugðið Það sem mér þykir hins vegar vont í grein hans er krafan sem hann gerir til allra trúaðra um að þegja: „Ég virði rétt fólks til að hafa hverjar þær skoðanir sem því sýnist í trúmálum. […] Svo framarlega sem það heldur því fyrir sig.“ Þetta er ekki það sem Jón Gnarr hefur staðið fyrir fram að þessu. Hann hefur hingað til einmitt talað fyrir fjölbreytni og frelsi. Því skil ég ekki þessa breytingu og verð að viðurkenna að mér er brugðið. Ef drifkraftur gjörða minna og heimsmynd eru gerð að einkamáli sem mér er ætlað að fela, er ég þá til í fullri merkingu þeirra orða? Ef ég má ekki lifa út lífsskoðun mína, tjá hana og leitast við að sannfæra aðra af því að hún fellur ekki að ríkjandi hugmyndafræði – hvað heita slíkar aðstæður? Hverju vill Jón Gnarr ná fram þegar hann líkir trúarlegri hugsun við það að hugsa með typpinu? Hver verður staða mín sem trúaðs manns í samfélagi ef ríkjandi öfl setja mig þannig út á jaðarinn með háði? Er ég þá til?
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun