Þjóðarskömm Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 11:00 Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að leigusamningi Náttúrminjasafns Íslands í Loftskeytastöðinni hafi verið sagt upp. Safnið hefur haft skrifstofuaðstöðu þar, en það er eina starfsemi safnsins eftir að það missti sýningarhúsnæði sitt að Hverfisgötu. Eftir sjö ár á vergangi hillti undir að rættist úr húsnæðisvandanum þegar skrifað var undir samning þess efnis að safnið færi í Perluna í Öskjuhlíð. Úr því hefur ekki enn orðið. Eitt þriggja höfuðsafna Íslands sem sagt sýnir ekki safngripi sína heldur eru þeir fastir ofan í kassa í geymslu. Náttúruminjasafnið er samkvæmt lögum höfuðsafn á sviði náttúrufræða. Hlutverk þess er að varpa ljósi á náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd. Þá á safnið að uppfylla ákveðið fræðslu-, rannsóknar- og kynningarhlutverk með því að veita sem víðtækasta sýn á íslenska náttúru, meðal annars til skóla, fjölmiðla og almennings. Það liggur í hlutarins eðli að safnið getur ekki uppfyllt neina af þessum lögbundnu skyldum sínum meðan það rykfellur ofan í kassa. Borgarstjórinn í Reykjavík segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þessi aðbúnaður safnsins sé þjóðarskömm og svo hafi verið um árabil. Dagur B. Eggertsson lýsir málinu með þeim hætti að það sé á samræðustigi, milli ríkis, borgar, fjárfesta og safnsins. Allir séu jákvæðir þrátt fyrir að sem stendur ríki algjör óvissa um hvernig þetta fari á endanum. Hvar strandar þá málið? Gera má ráð fyrir, eða að minnsta kosti vona, að enginn sem ábyrgð ber á því telji safninu best fyrir komið eins og það er. Líklegast veldur einhver blanda af trassaskap og peningaáhyggjum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.“ Á grundvelli þessa hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar styrkt hin ýmsu mál, oftar en ekki í þeirra eigin kjördæmi. Á meðan er merkt safn heimilislaust og rykfellur ofan í kössum. Það ber ekki vott um mikla virðingu fyrir þeim þjóðararfi sem íslensk náttúra vissulega er – svo ekki sé talað um rannsóknir og fræðslu – að klára ekki þetta mál. Með aukinni ásókn ferðamanna til landsins er einnig skammarlegt að hvergi sé hægt að nálgast heildarsýningu á stórbrotnum náttúruminjum þessa lands. Fyrir þjóð sem er eins rík af einstæðri og fagurri náttúru og einkennir landið okkar er það með ólíkindum að ekki sé hægt að finna stað undir náttúruminjasafn. Í gegnum aldirnar höfum við lifað í sátt og samlyndi við náttúruna og við byggjum nánast alla afkomu okkar á náttúruauðlindum landsins. Þær eru undirstaða landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Það er löngu orðið tímabært að finna Náttúruminjasafni Íslands heimili. Þrátt fyrir að „samræðustig“ milli helstu hagsmunaaðila sé vissulega skref í rétta átt þá þarf miklu meira til. Ríkið verður að styðja Náttúruminjasafn Íslands, ryðja hindrunum úr braut og tryggja fjárveitingar sem nauðsynlegar eru til að það geti starfað með sómasamlegum hætti. Vegna þess að það er í alvörunni mikilvægt að vernda sögulegar minjar og auka virðingu fyrir merkri sögu landsins. Eins og ríkisstjórnin lofaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Á forsíðu Fréttablaðsins í gær var greint frá því að leigusamningi Náttúrminjasafns Íslands í Loftskeytastöðinni hafi verið sagt upp. Safnið hefur haft skrifstofuaðstöðu þar, en það er eina starfsemi safnsins eftir að það missti sýningarhúsnæði sitt að Hverfisgötu. Eftir sjö ár á vergangi hillti undir að rættist úr húsnæðisvandanum þegar skrifað var undir samning þess efnis að safnið færi í Perluna í Öskjuhlíð. Úr því hefur ekki enn orðið. Eitt þriggja höfuðsafna Íslands sem sagt sýnir ekki safngripi sína heldur eru þeir fastir ofan í kassa í geymslu. Náttúruminjasafnið er samkvæmt lögum höfuðsafn á sviði náttúrufræða. Hlutverk þess er að varpa ljósi á náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd. Þá á safnið að uppfylla ákveðið fræðslu-, rannsóknar- og kynningarhlutverk með því að veita sem víðtækasta sýn á íslenska náttúru, meðal annars til skóla, fjölmiðla og almennings. Það liggur í hlutarins eðli að safnið getur ekki uppfyllt neina af þessum lögbundnu skyldum sínum meðan það rykfellur ofan í kassa. Borgarstjórinn í Reykjavík segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þessi aðbúnaður safnsins sé þjóðarskömm og svo hafi verið um árabil. Dagur B. Eggertsson lýsir málinu með þeim hætti að það sé á samræðustigi, milli ríkis, borgar, fjárfesta og safnsins. Allir séu jákvæðir þrátt fyrir að sem stendur ríki algjör óvissa um hvernig þetta fari á endanum. Hvar strandar þá málið? Gera má ráð fyrir, eða að minnsta kosti vona, að enginn sem ábyrgð ber á því telji safninu best fyrir komið eins og það er. Líklegast veldur einhver blanda af trassaskap og peningaáhyggjum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.“ Á grundvelli þessa hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar styrkt hin ýmsu mál, oftar en ekki í þeirra eigin kjördæmi. Á meðan er merkt safn heimilislaust og rykfellur ofan í kössum. Það ber ekki vott um mikla virðingu fyrir þeim þjóðararfi sem íslensk náttúra vissulega er – svo ekki sé talað um rannsóknir og fræðslu – að klára ekki þetta mál. Með aukinni ásókn ferðamanna til landsins er einnig skammarlegt að hvergi sé hægt að nálgast heildarsýningu á stórbrotnum náttúruminjum þessa lands. Fyrir þjóð sem er eins rík af einstæðri og fagurri náttúru og einkennir landið okkar er það með ólíkindum að ekki sé hægt að finna stað undir náttúruminjasafn. Í gegnum aldirnar höfum við lifað í sátt og samlyndi við náttúruna og við byggjum nánast alla afkomu okkar á náttúruauðlindum landsins. Þær eru undirstaða landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Það er löngu orðið tímabært að finna Náttúruminjasafni Íslands heimili. Þrátt fyrir að „samræðustig“ milli helstu hagsmunaaðila sé vissulega skref í rétta átt þá þarf miklu meira til. Ríkið verður að styðja Náttúruminjasafn Íslands, ryðja hindrunum úr braut og tryggja fjárveitingar sem nauðsynlegar eru til að það geti starfað með sómasamlegum hætti. Vegna þess að það er í alvörunni mikilvægt að vernda sögulegar minjar og auka virðingu fyrir merkri sögu landsins. Eins og ríkisstjórnin lofaði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun