Hver væri versta mögulega útkoman? Rikka skrifar 22. febrúar 2015 12:00 Vísir/Getty Öll höfum við áhyggjur og okkar skammt af neikvæðum hugsunum. Þessar hugsanir eru manninum ekki til gagns heldur ein af hindrununum til betra lífs. Góð vísa er sjaldan of oft kveðin og sama gildir um góðar áminningar í dagsins önn. Þrátt fyrir góðan vilja, staðfestu sem og vitund þá eigum við það til að gleyma því að vera meðvituð um eigin hugsunarhátt. Þegar eitthvað bjátar á eða kemur óvænt upp á eru neikvæðar hugsanir oft það fyrsta sem við grípum í. Kenna öðrum um eigin ófarir eða valkosti. Neikvæðar hugsanir halda okkur föngnum, þær hafa engan áhuga á framförum eða uppbyggingu og við höfum lítil sem engin not fyrir þær. Þess má þó geta að neikvæðar hugsanir eiga ekkert skylt við gagnrýna hugsun sem er hverjum viti bornum manni nauðsynleg til þess hreinlega að lifa af. Við skulum samt sem áður aðeins kafa dýpra í neikvæðar hugsanir. Rannsóknir sýna að 85% af þeim áhyggjum sem við höfum af einhverju í framtíðinni endar í rauninni á því að verða jákvæð eða hlutlaus útkoma. Í þeim tilfellum sem þær áhyggjur, sem við höfðum, eiga við rök að styðjast og aðstæður eru á versta veginn þá er manneskjan þannig gerð að í flestum tilfellum ráðum við betur við þær en við héldum í fyrstu. Gárungar segja að það taki þrjár vikur að venja sig á góða siði eða venja sig af þeim vondu. Prófið að vera meðvituð um eigin hugsanir frá og með deginum í dag og notið eftirfarandi ráð til aðstoðar við að venja ykkur af óþarfa og neikvæðum hugsunum: - Ekki taka öllu persónulega, við lendum öll í óheppilegum aðstæðum en heimurinn er ekki að refsa þér. Stundum erum við bara óheppin. - Ímyndaðu þér hver væri versta mögulega útkoman og veltu því fyrir þér hvað þú myndir gera þá, hvaða tæki þarftu til þess að leysa vandamálið og hvernig myndirðu gera það? Hugsaðu rökrétt, neikvæðar hugsanir eru oft og tíðum afrakstur af frjóu ímyndunarafli. - Settu þér jákvæð og uppbyggileg markmið og stefndu í þá átt. Það munu alltaf vera hindranir, ákveddu að leysa vandamálin með jákvæðu hugarfari. - Hjálpaðu öðrum og hrósaðu af einlægni, það er svo gott fyrir hjartað. - Skrifaðu niður þær áhyggjur sem þú hefur, rífðu blaðið og hentu því í ruslið. Það er ótrúlegt hvað þessi aðferð hefur mikil áhrif. Heilsa Tengdar fréttir Hugurinn ber þig alla leið Heilinn er nokkuð merkilegt fyrirbæri og er fær um að gera miklu meira en virðist í fyrstu. 26. janúar 2015 09:00 Ertu fórnalamb eða sigurvegari? Það er hreint ótrúlegt hvers megnug manneskja getur orðið þegar hún er með rétt hugarfar gagnvart lífinu og tilverunni. Hér eru nokkur ráð sem þú getur notað til sjálfsstyrkingar. 1. febrúar 2015 14:00 Leynist ærsladraugur líka heima hjá þér? Heimilið er athvarf í augum flestra fjölskyldna og er það dagleg barátta okkar flestra að halda því réttum megin við ruslahaugana. En hver er besta leiðin til þess að fá heimilisfólkið í lið með sér? 7. febrúar 2015 14:00 Megrunin sem mótaði mig Vísindin á bak við megrunarkúra hafa verið mér hugleikin frá því að ég fór á minn allra fyrsta megrunarkúr. Hver er rétta leiðin að mjórra mitti, er hana að finna í hugarfarinu eða magamálinu? 16. janúar 2015 09:00 Má bjóða þér súkkulaðimola úr tómum konfektkassa? Á morgun er komið að degi ástarinnar, Valentínusardeginum. Sumir halda hann hátíðlegan en aðrir fussa og sveia. Hvernig væri að bæta einum sjálfshátíðardegi við almanakið? 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Öll höfum við áhyggjur og okkar skammt af neikvæðum hugsunum. Þessar hugsanir eru manninum ekki til gagns heldur ein af hindrununum til betra lífs. Góð vísa er sjaldan of oft kveðin og sama gildir um góðar áminningar í dagsins önn. Þrátt fyrir góðan vilja, staðfestu sem og vitund þá eigum við það til að gleyma því að vera meðvituð um eigin hugsunarhátt. Þegar eitthvað bjátar á eða kemur óvænt upp á eru neikvæðar hugsanir oft það fyrsta sem við grípum í. Kenna öðrum um eigin ófarir eða valkosti. Neikvæðar hugsanir halda okkur föngnum, þær hafa engan áhuga á framförum eða uppbyggingu og við höfum lítil sem engin not fyrir þær. Þess má þó geta að neikvæðar hugsanir eiga ekkert skylt við gagnrýna hugsun sem er hverjum viti bornum manni nauðsynleg til þess hreinlega að lifa af. Við skulum samt sem áður aðeins kafa dýpra í neikvæðar hugsanir. Rannsóknir sýna að 85% af þeim áhyggjum sem við höfum af einhverju í framtíðinni endar í rauninni á því að verða jákvæð eða hlutlaus útkoma. Í þeim tilfellum sem þær áhyggjur, sem við höfðum, eiga við rök að styðjast og aðstæður eru á versta veginn þá er manneskjan þannig gerð að í flestum tilfellum ráðum við betur við þær en við héldum í fyrstu. Gárungar segja að það taki þrjár vikur að venja sig á góða siði eða venja sig af þeim vondu. Prófið að vera meðvituð um eigin hugsanir frá og með deginum í dag og notið eftirfarandi ráð til aðstoðar við að venja ykkur af óþarfa og neikvæðum hugsunum: - Ekki taka öllu persónulega, við lendum öll í óheppilegum aðstæðum en heimurinn er ekki að refsa þér. Stundum erum við bara óheppin. - Ímyndaðu þér hver væri versta mögulega útkoman og veltu því fyrir þér hvað þú myndir gera þá, hvaða tæki þarftu til þess að leysa vandamálið og hvernig myndirðu gera það? Hugsaðu rökrétt, neikvæðar hugsanir eru oft og tíðum afrakstur af frjóu ímyndunarafli. - Settu þér jákvæð og uppbyggileg markmið og stefndu í þá átt. Það munu alltaf vera hindranir, ákveddu að leysa vandamálin með jákvæðu hugarfari. - Hjálpaðu öðrum og hrósaðu af einlægni, það er svo gott fyrir hjartað. - Skrifaðu niður þær áhyggjur sem þú hefur, rífðu blaðið og hentu því í ruslið. Það er ótrúlegt hvað þessi aðferð hefur mikil áhrif.
Heilsa Tengdar fréttir Hugurinn ber þig alla leið Heilinn er nokkuð merkilegt fyrirbæri og er fær um að gera miklu meira en virðist í fyrstu. 26. janúar 2015 09:00 Ertu fórnalamb eða sigurvegari? Það er hreint ótrúlegt hvers megnug manneskja getur orðið þegar hún er með rétt hugarfar gagnvart lífinu og tilverunni. Hér eru nokkur ráð sem þú getur notað til sjálfsstyrkingar. 1. febrúar 2015 14:00 Leynist ærsladraugur líka heima hjá þér? Heimilið er athvarf í augum flestra fjölskyldna og er það dagleg barátta okkar flestra að halda því réttum megin við ruslahaugana. En hver er besta leiðin til þess að fá heimilisfólkið í lið með sér? 7. febrúar 2015 14:00 Megrunin sem mótaði mig Vísindin á bak við megrunarkúra hafa verið mér hugleikin frá því að ég fór á minn allra fyrsta megrunarkúr. Hver er rétta leiðin að mjórra mitti, er hana að finna í hugarfarinu eða magamálinu? 16. janúar 2015 09:00 Má bjóða þér súkkulaðimola úr tómum konfektkassa? Á morgun er komið að degi ástarinnar, Valentínusardeginum. Sumir halda hann hátíðlegan en aðrir fussa og sveia. Hvernig væri að bæta einum sjálfshátíðardegi við almanakið? 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hugurinn ber þig alla leið Heilinn er nokkuð merkilegt fyrirbæri og er fær um að gera miklu meira en virðist í fyrstu. 26. janúar 2015 09:00
Ertu fórnalamb eða sigurvegari? Það er hreint ótrúlegt hvers megnug manneskja getur orðið þegar hún er með rétt hugarfar gagnvart lífinu og tilverunni. Hér eru nokkur ráð sem þú getur notað til sjálfsstyrkingar. 1. febrúar 2015 14:00
Leynist ærsladraugur líka heima hjá þér? Heimilið er athvarf í augum flestra fjölskyldna og er það dagleg barátta okkar flestra að halda því réttum megin við ruslahaugana. En hver er besta leiðin til þess að fá heimilisfólkið í lið með sér? 7. febrúar 2015 14:00
Megrunin sem mótaði mig Vísindin á bak við megrunarkúra hafa verið mér hugleikin frá því að ég fór á minn allra fyrsta megrunarkúr. Hver er rétta leiðin að mjórra mitti, er hana að finna í hugarfarinu eða magamálinu? 16. janúar 2015 09:00
Má bjóða þér súkkulaðimola úr tómum konfektkassa? Á morgun er komið að degi ástarinnar, Valentínusardeginum. Sumir halda hann hátíðlegan en aðrir fussa og sveia. Hvernig væri að bæta einum sjálfshátíðardegi við almanakið? 14. febrúar 2015 12:00