Finnur fegurðina í ljótleikanum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 11:30 Tanja Huld hefur unnið að línunni síðan síðastliðið vor. Vísir/Valli Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður, sýnir sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni á HönnunarMars. Línan ber heitið Eitur í flösku og sótti Tanja meðal annars innblástur frá olíubrákum og flatfiskum. „Nafnið á línunni kemur frá innblæstrinum, þetta byrjaði þannig að ég sótti innblástur í að kanna eigin fagurfræði,“ segir Tanja og bætir við: „Ég sækist voða mikið í einhverja tilfinningu, af hverju mér finnst eitthvað fallega ljótt. Ég fór að rifja upp svona þegar ég fann þessa tilfinningu fyrst, að finna fegurð í ljótleikanum,“ segir Tanja. Innblásturinn fékk hún úr náttúrunni og sótti sér meðal annars efnivið í fjöruna. „Ég tók aðferðir Ernsts Haeckel, míns uppáhaldslistamanns, til fyrirmyndar, en hann er líka náttúrufræðingur,“ segir hún og bætir við: „Ég ákvað að vera vísindamaður í mínu verki. Fór niður í fjöru, tók sýni og skoðaði þau í víðsjá.“ Í fjörunni rakst Tanja á hvít skelbrot sem hún skoðaði nánar í víðsjá þar sem við henni blöstu allir regnbogans litir. „Þau minntu mig á olíubrák, eitthvað sem ég hef alltaf verið heilluð af. Ég skoðaði myndir af olíubrák í hafi, myndefni sem mér finnst ótrúlega fallegt en afleiðingarnar eru ógeðslegar.“ Innblástur úr ólíklegri átt barst henni úr heimildarmynd um neðansjávarlífverur. „Þar uppgötaði ég flatfiskinn, sem er eiginlega svona söguhetjan fyrir þessa línu. Hann er svolítið ógeðslegur en eiginleikar hans eru áhugaverðir, hann getur farið í dulargervi og varið sig fyrir hættum hafsins,“ segir Tanja en línan segir söguna af flatfiski sem lendir í olíubrák í hafinu og bregður sér í dulargervi. Tanja leggur mikla áherslu á mynsturgerð og munu áhrif flatfisksins og olíubrákarinnar aðallega sjást í mynstrum og formum línunnar, en að henni hefur hún unnið síðan síðasta vor. „Þegar ég frétti af þemanu fyrir HönnunarMars, leikur, það er eitthvað sem heillar mig ótrúlega mikið og eitthvað sem ég tileinka mér þá fannst mér ég bara verða að taka þátt.“ Línan verður sýnd í gallerí Ekkisens klukkan sex þann 11. mars. Kári Einarsson semur hljóðverk fyrir sýninguna og Dj flugvél og geimskip spilar á opnuninni. HönnunarMars Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður, sýnir sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni á HönnunarMars. Línan ber heitið Eitur í flösku og sótti Tanja meðal annars innblástur frá olíubrákum og flatfiskum. „Nafnið á línunni kemur frá innblæstrinum, þetta byrjaði þannig að ég sótti innblástur í að kanna eigin fagurfræði,“ segir Tanja og bætir við: „Ég sækist voða mikið í einhverja tilfinningu, af hverju mér finnst eitthvað fallega ljótt. Ég fór að rifja upp svona þegar ég fann þessa tilfinningu fyrst, að finna fegurð í ljótleikanum,“ segir Tanja. Innblásturinn fékk hún úr náttúrunni og sótti sér meðal annars efnivið í fjöruna. „Ég tók aðferðir Ernsts Haeckel, míns uppáhaldslistamanns, til fyrirmyndar, en hann er líka náttúrufræðingur,“ segir hún og bætir við: „Ég ákvað að vera vísindamaður í mínu verki. Fór niður í fjöru, tók sýni og skoðaði þau í víðsjá.“ Í fjörunni rakst Tanja á hvít skelbrot sem hún skoðaði nánar í víðsjá þar sem við henni blöstu allir regnbogans litir. „Þau minntu mig á olíubrák, eitthvað sem ég hef alltaf verið heilluð af. Ég skoðaði myndir af olíubrák í hafi, myndefni sem mér finnst ótrúlega fallegt en afleiðingarnar eru ógeðslegar.“ Innblástur úr ólíklegri átt barst henni úr heimildarmynd um neðansjávarlífverur. „Þar uppgötaði ég flatfiskinn, sem er eiginlega svona söguhetjan fyrir þessa línu. Hann er svolítið ógeðslegur en eiginleikar hans eru áhugaverðir, hann getur farið í dulargervi og varið sig fyrir hættum hafsins,“ segir Tanja en línan segir söguna af flatfiski sem lendir í olíubrák í hafinu og bregður sér í dulargervi. Tanja leggur mikla áherslu á mynsturgerð og munu áhrif flatfisksins og olíubrákarinnar aðallega sjást í mynstrum og formum línunnar, en að henni hefur hún unnið síðan síðasta vor. „Þegar ég frétti af þemanu fyrir HönnunarMars, leikur, það er eitthvað sem heillar mig ótrúlega mikið og eitthvað sem ég tileinka mér þá fannst mér ég bara verða að taka þátt.“ Línan verður sýnd í gallerí Ekkisens klukkan sex þann 11. mars. Kári Einarsson semur hljóðverk fyrir sýninguna og Dj flugvél og geimskip spilar á opnuninni.
HönnunarMars Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið