Snjóbrettasnáði semur við alþjóðlegt fyrirtæki Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 08:30 Benni hefur verið á bretti frá því hann var fimm ára gamall. Mynd/ViktorHelgi Hinn tíu ára gamli Benedikt Friðbjörnsson, alltaf kallaður Benni skrifaði nýverið undir tveggja og hálfs árs „semi-pro“-samning við íþróttavöruframleiðandann DC Shoes. „Með þessum samningi er hann einn sá yngsti í heiminum sem hefur slíkan samning við íþróttavöruframleiðanda,“ segir faðir hans, Friðbjörn Benediktsson, stoltur. En meðal þeirra sem eru á samningi hjá DC Shoes eru bandaríski snjóbrettakappinn Tavis Rice og Norðmaðurinn Torstein Horgmo, uppáhaldssnjóbrettakappi Benna. „Hann gerði tveggja ára samning sem er „semi-pro“, hálfatvinnumannssamningur. Þá er hann launaður, þó það sé ekki mikið og fær ferðapening, vörur og svona.“ Benni byrjaði á snjóbretti þegar hann var um fimm ára gamall en áhugann fékk hann frá eldri bróður sínum. Faðir hans segist halda sig á skíðunum, á þeim byrjaði Benni en skipti fljótlega yfir á snjóbretti. „Mér finnst maður bara miklu frjálsari, maður getur gert miklu meira,“ segir Benni.Benni er tíu ára gamall en hefur ná gríðarlega góðum árangri á snjóbrettinu.Mynd/ViktorHelgiÁ netinu má sjá myndbönd af Benna þar sem hann framkvæmir svakaleg stökk á brettinu en hinn ungi íþróttamaður kveðst þó hvergi banginn. „Ég er bara ekkert að pæla í því,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvort hann verði ekki lofthræddur. „Á síðustu tveimur árum er hann búinn að vera nefndur sem einn af sex bestu í sínum aldursflokki á snjóbretti hjá þessum tímaritum sem eru að telja upp hverjir eru framtíðarstjörnur á snjóbretti,“ segir pabbinn sem er að vonum stoltur af stráknum. Hann segir soninn ekki kippa sér mikið upp við athyglina. „Ég held að það megi alveg segja að hann sé á meðal þeirra bestu í heiminum í dag í sínum aldursflokki. Til staðfestingar á því þá setti Redbull hann á heimasíðunna sína tiltölulega nýlega og nefndi hann fyrstan af þremur sem væru að koma á eftir þessum sem eru bestir í dag.“ Benni hefur verið talsvert á faraldsfæti og hefur meðal annars ferðast til Austurríkis, Ítalíu, Frakklands og Kanada. „Við erum búin að vera síðustu þrjá vetur með hann á ferðinni, frá því hann var sjö ára,“ segir Friðbjörn, en Benni hefur keppt á fjölda móta hér og erlendis og þann tólfta til fjórtánda mars tekur hann þátt í Icelandic Winter Games á Akureyri í annað sinn. Í fyrra lenti hann í öðru sæti í flokki fimmtán ára og yngri, þá níu ára gamall. „Maður stefnir náttúrulega alltaf að því,“ segir Benni sjálfur, pollrólegur þegar hann er spurður að því hvort hann stefni á fyrsta sætið í ár. Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC "Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. 7. apríl 2012 12:45 Akureyri breytist í skíða- og brettaþorp Nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heims eru væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games-vetraraleikanna sem fram fara á Akureyri í mars. 6. febrúar 2014 10:30 Mikill áhugi erlendra keppenda Iceland Winter Games og Éljagangur hafa sameinast. Hátíðin fer fram 6.-14. mars á Akureyri. 24. janúar 2015 09:15 Sjö ára í heljarstökki Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára gamall drengur á Akureyri, hefur náð alveg hreint ótrúlegri færni á snjóbretti þau tvö ár sem hann hefur æft. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hann fara í afturábak heljarstökk og gerir það leikandi létt. 27. desember 2011 14:17 Íslenska snjóbrettaundrabarnið með ótrúleg tilþrif | Myndband Hinn átta ára gamli Benedikt Friðbjörnsson er að slá í gegn í snjóbrettaheiminum og hefur nú þegar gert styrktarsamning við DC Shoes en þessi drengur frá Akureyri er ótrúlegur á brettinu. 4. október 2013 14:15 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Hinn tíu ára gamli Benedikt Friðbjörnsson, alltaf kallaður Benni skrifaði nýverið undir tveggja og hálfs árs „semi-pro“-samning við íþróttavöruframleiðandann DC Shoes. „Með þessum samningi er hann einn sá yngsti í heiminum sem hefur slíkan samning við íþróttavöruframleiðanda,“ segir faðir hans, Friðbjörn Benediktsson, stoltur. En meðal þeirra sem eru á samningi hjá DC Shoes eru bandaríski snjóbrettakappinn Tavis Rice og Norðmaðurinn Torstein Horgmo, uppáhaldssnjóbrettakappi Benna. „Hann gerði tveggja ára samning sem er „semi-pro“, hálfatvinnumannssamningur. Þá er hann launaður, þó það sé ekki mikið og fær ferðapening, vörur og svona.“ Benni byrjaði á snjóbretti þegar hann var um fimm ára gamall en áhugann fékk hann frá eldri bróður sínum. Faðir hans segist halda sig á skíðunum, á þeim byrjaði Benni en skipti fljótlega yfir á snjóbretti. „Mér finnst maður bara miklu frjálsari, maður getur gert miklu meira,“ segir Benni.Benni er tíu ára gamall en hefur ná gríðarlega góðum árangri á snjóbrettinu.Mynd/ViktorHelgiÁ netinu má sjá myndbönd af Benna þar sem hann framkvæmir svakaleg stökk á brettinu en hinn ungi íþróttamaður kveðst þó hvergi banginn. „Ég er bara ekkert að pæla í því,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvort hann verði ekki lofthræddur. „Á síðustu tveimur árum er hann búinn að vera nefndur sem einn af sex bestu í sínum aldursflokki á snjóbretti hjá þessum tímaritum sem eru að telja upp hverjir eru framtíðarstjörnur á snjóbretti,“ segir pabbinn sem er að vonum stoltur af stráknum. Hann segir soninn ekki kippa sér mikið upp við athyglina. „Ég held að það megi alveg segja að hann sé á meðal þeirra bestu í heiminum í dag í sínum aldursflokki. Til staðfestingar á því þá setti Redbull hann á heimasíðunna sína tiltölulega nýlega og nefndi hann fyrstan af þremur sem væru að koma á eftir þessum sem eru bestir í dag.“ Benni hefur verið talsvert á faraldsfæti og hefur meðal annars ferðast til Austurríkis, Ítalíu, Frakklands og Kanada. „Við erum búin að vera síðustu þrjá vetur með hann á ferðinni, frá því hann var sjö ára,“ segir Friðbjörn, en Benni hefur keppt á fjölda móta hér og erlendis og þann tólfta til fjórtánda mars tekur hann þátt í Icelandic Winter Games á Akureyri í annað sinn. Í fyrra lenti hann í öðru sæti í flokki fimmtán ára og yngri, þá níu ára gamall. „Maður stefnir náttúrulega alltaf að því,“ segir Benni sjálfur, pollrólegur þegar hann er spurður að því hvort hann stefni á fyrsta sætið í ár.
Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC "Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. 7. apríl 2012 12:45 Akureyri breytist í skíða- og brettaþorp Nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heims eru væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games-vetraraleikanna sem fram fara á Akureyri í mars. 6. febrúar 2014 10:30 Mikill áhugi erlendra keppenda Iceland Winter Games og Éljagangur hafa sameinast. Hátíðin fer fram 6.-14. mars á Akureyri. 24. janúar 2015 09:15 Sjö ára í heljarstökki Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára gamall drengur á Akureyri, hefur náð alveg hreint ótrúlegri færni á snjóbretti þau tvö ár sem hann hefur æft. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hann fara í afturábak heljarstökk og gerir það leikandi létt. 27. desember 2011 14:17 Íslenska snjóbrettaundrabarnið með ótrúleg tilþrif | Myndband Hinn átta ára gamli Benedikt Friðbjörnsson er að slá í gegn í snjóbrettaheiminum og hefur nú þegar gert styrktarsamning við DC Shoes en þessi drengur frá Akureyri er ótrúlegur á brettinu. 4. október 2013 14:15 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC "Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. 7. apríl 2012 12:45
Akureyri breytist í skíða- og brettaþorp Nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heims eru væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games-vetraraleikanna sem fram fara á Akureyri í mars. 6. febrúar 2014 10:30
Mikill áhugi erlendra keppenda Iceland Winter Games og Éljagangur hafa sameinast. Hátíðin fer fram 6.-14. mars á Akureyri. 24. janúar 2015 09:15
Sjö ára í heljarstökki Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára gamall drengur á Akureyri, hefur náð alveg hreint ótrúlegri færni á snjóbretti þau tvö ár sem hann hefur æft. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hann fara í afturábak heljarstökk og gerir það leikandi létt. 27. desember 2011 14:17
Íslenska snjóbrettaundrabarnið með ótrúleg tilþrif | Myndband Hinn átta ára gamli Benedikt Friðbjörnsson er að slá í gegn í snjóbrettaheiminum og hefur nú þegar gert styrktarsamning við DC Shoes en þessi drengur frá Akureyri er ótrúlegur á brettinu. 4. október 2013 14:15
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið