Stíliseraði Taylor Swift Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 12. mars 2015 08:00 Taylor Swift Vísir/getty „Leikstjóri myndbandsins, Joseph Kahn, bað mig um að koma og stílisera með teyminu hennar,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti. Hún vann með poppstjörnunni Taylor Swift í myndbandi við lagið hennar Blank Space, af nýjustu plötunni hennar 1989. „Ég hef unnið töluvert mikið með Kahn, en hann hefur leikstýrt yfir fimm hundruð tónlistarmyndböndum erlendis. Hann meðal annars fékk MTV Europe Icon-verðlaunin fyrir vinnu sína í tónlistarbransanum.“ Hún segir það hafa verið mjög gaman að vinna með Swift og hún og allt hennar teymi hafi verið einstaklega faglegt. „Það er alltaf mikið af fólki með í ákvarðanatökum fyrir verkefni af svona stærðargráðu. Fyrir Taylor í þessu tilfelli snerist þetta líka mikið um að koma með nýja ímynd fyrir hana, án þess að það hefði áhrif á aðdáendahóp hennar,“ bætir hún við.Edda er búsett í New York og vinnur mestmegnis þar og í Los Angeles. Taylor Swift er ekki eina stóra nafnið sem hún hefur unnið með, heldur hefur hún einnig unnið með Alicia Keys og Barbra Streisand. Nýlega vann hún með fatahönnuðinum Bernhard Wilhelm fyrir stóra sýningu á MOCA-safninu í Los Angeles. „Núna fyrir stuttu vann ég með Kahn að Power Ranger-stuttmynd. Sú stuttmynd varð svo vinsæl að síðan hrundi,“ segir hún, en í myndinni léku þau Katee Sackhoff og James Van Der Beek, sem flestir þekkja sem Dawson úr Dawson‘s Creek. Hún hefur lítið unnið hér heima og segir það mjög ólíkt að vinna hér og úti. „Verkefnin úti eru stór og oft er mikið fjármagn að baki. En hér heima er svo mikið af spennandi hæfileikaríku fólki sem er svo opið og tilbúið að prófa allavega hluti.“ Hildur Yeoman.VísirEdda er komin hingað til lands til þess að stílisera nýjustu línu Hildar Yeoman, Flóra. „Hildur er með seiðkonuþema á sýningunni í ár. Grös, galdrar og sterkar kvenfyrirmyndir verða í aðalhlutverki. Þetta er ótrúlega spennandi uppsetning sem við erum að vinna að og mikið af hæfileikaríku fólki sem kemur að þessari sýningu,“ segir Edda. Sýningin verður haldin í Vörðuskóla á Skólavörðuholti í kvöld og er hluti af HönnunarMars. Húsið verður opnað klukkan 21 og sýning hefst klukkan 21.30. „Það verður eitthvað þarna fyrir alla, hvort sem þú hefur áhuga á tónlist, dansi, arkitektúr, tísku eða töfrum.“ HönnunarMars Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
„Leikstjóri myndbandsins, Joseph Kahn, bað mig um að koma og stílisera með teyminu hennar,“ segir Edda Guðmundsdóttir stílisti. Hún vann með poppstjörnunni Taylor Swift í myndbandi við lagið hennar Blank Space, af nýjustu plötunni hennar 1989. „Ég hef unnið töluvert mikið með Kahn, en hann hefur leikstýrt yfir fimm hundruð tónlistarmyndböndum erlendis. Hann meðal annars fékk MTV Europe Icon-verðlaunin fyrir vinnu sína í tónlistarbransanum.“ Hún segir það hafa verið mjög gaman að vinna með Swift og hún og allt hennar teymi hafi verið einstaklega faglegt. „Það er alltaf mikið af fólki með í ákvarðanatökum fyrir verkefni af svona stærðargráðu. Fyrir Taylor í þessu tilfelli snerist þetta líka mikið um að koma með nýja ímynd fyrir hana, án þess að það hefði áhrif á aðdáendahóp hennar,“ bætir hún við.Edda er búsett í New York og vinnur mestmegnis þar og í Los Angeles. Taylor Swift er ekki eina stóra nafnið sem hún hefur unnið með, heldur hefur hún einnig unnið með Alicia Keys og Barbra Streisand. Nýlega vann hún með fatahönnuðinum Bernhard Wilhelm fyrir stóra sýningu á MOCA-safninu í Los Angeles. „Núna fyrir stuttu vann ég með Kahn að Power Ranger-stuttmynd. Sú stuttmynd varð svo vinsæl að síðan hrundi,“ segir hún, en í myndinni léku þau Katee Sackhoff og James Van Der Beek, sem flestir þekkja sem Dawson úr Dawson‘s Creek. Hún hefur lítið unnið hér heima og segir það mjög ólíkt að vinna hér og úti. „Verkefnin úti eru stór og oft er mikið fjármagn að baki. En hér heima er svo mikið af spennandi hæfileikaríku fólki sem er svo opið og tilbúið að prófa allavega hluti.“ Hildur Yeoman.VísirEdda er komin hingað til lands til þess að stílisera nýjustu línu Hildar Yeoman, Flóra. „Hildur er með seiðkonuþema á sýningunni í ár. Grös, galdrar og sterkar kvenfyrirmyndir verða í aðalhlutverki. Þetta er ótrúlega spennandi uppsetning sem við erum að vinna að og mikið af hæfileikaríku fólki sem kemur að þessari sýningu,“ segir Edda. Sýningin verður haldin í Vörðuskóla á Skólavörðuholti í kvöld og er hluti af HönnunarMars. Húsið verður opnað klukkan 21 og sýning hefst klukkan 21.30. „Það verður eitthvað þarna fyrir alla, hvort sem þú hefur áhuga á tónlist, dansi, arkitektúr, tísku eða töfrum.“
HönnunarMars Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið