Jón forseti Jón Gnarr skrifar 14. mars 2015 07:00 Árið 1982 var ég á Núpi í Dýrafirði. Á neðstu hæðinni á Vistinni var herbergi sem var kallað Smókurinn þar sem við máttum reykja. Okkur var bannað að reykja inni á herbergjunum þannig að allir komu saman í Smóknum. Og þar sem flestir reyktu var hann helsti samkomustaðurinn og þar voru oft fjörugar umræður. Einu sinni vorum við að ræða um hvað við ætluðum að verða þegar við yrðum stór. Þegar kom að mér tilkynnti ég að ég ætlaði að verða borgarstjóri í Reykjavík. Þetta uppskar mikinn hlátur. Viku seinna barst þetta aftur í tal og einhver rifjaði upp að ég ætlaði að verða borgarstjóri í Reykjavík þegar ég yrði stór. „Æi, ég veit það ekki“ sagði ég. „Ég er búinn að vera að hugsa þetta og ég held að þetta sé ógeðslega leiðinlegt djobb. Ég held ég verði frekar forseti Íslands.“ Þetta vakti jafnvel enn þá meiri hlátur. Að Jónsi pönk yrði borgarstjóri eða hvað þá forseti var bara algjörlega fáránleg og hlægileg hugmynd. Ég gleymdi svo þessum umræðum. Það var ekki fyrr en ég var búinn að vera borgarstjóri og fólk var byrjað að nefna mig sem næsta hugsanlega forseta, sem gamlir Núpsfélagar mínir minntu mig á þetta. Ég hafði ekki velt þessu fyrir mér fyrr en Fréttablaðið birti niðurstöðu könnunar 1. nóvember í fyrra þar sem 47% aðspurðra vildu sjá mig í þessu. Það kom mér mikið á óvart en ég var mjög snortinn og upp með mér að fólk hefði svona mikla trú og álit á mér að það treysti mér til þessa. Ég fer ekki svo í viðtal að ég sé ekki spurður út í þetta. Á Facebook skora rúmlega 6.000 manns á mig að bjóða mig fram.Held ég yrði fínn forseti Ég er þakklátur fyrir þetta traust, þessa vináttu og stuðning og hef hugsað þetta mál alvarlega. Ég held að ég yrði fínn forseti. Ég elska Ísland og fólkið sem þar býr og vil ekkert frekar en að sjá það vaxa og dafna inn í framtíðina. Ég held ég yrði frekar alþýðlegur forseti. En ég mundi líka beita mér á alþjóðavettvangi. Ég mundi taka skýra afstöðu í jafnréttis- og mannréttindamálum, friðarmálum og loftslagsmálum. Ég mundi reyna að nota embættið og mig sjálfan til að auglýsa Ísland og draga til landsins leikstjóra, tónlistarmenn, rithöfunda, kvikmyndagerðarfólk og bara alla þá sem hafa spennandi og athyglisverðar hugmyndir fram að færa. En ég veit að ég mundi líka ögra mörgum. Ég mundi vilja breyta mörgu sem mér finnst staðnað og úrelt. Ég mundi reyna að komast hjá því sem mér finnst tilgerðarlegt eða snobbað. Og ég trúi ekki á guð. Það skiptir mig miklu máli og ég er ekki til í að leyna því eða horfa fram hjá því.Á ég? Ég hef hugsað mikið um þetta síðustu mánuði og farið vel yfir kosti og galla. Að vera forseti Íslands er frekar róleg innivinna. Þetta er ekkert á við það að vera borgarstjóri. Forseti hefur engin mannaforráð á meðan borgarstjóri er æðsti yfirmaður 8.000 manns. Starf borgarstjóra snýst að mestu um rekstur og fjármál. Forseti er laus við allt slíkt. Hann þarf fyrst og fremst að vera snyrtilegur og koma vel fyrir og helst á réttu stöðunum. Hlutverk forseta mótast mikið af þeirri manneskju sem gegnir því hverju sinni. Ef ég yrði forseti þá mundi ég halda flottasta halloween-partí sem nokkur hefur heyrt um og mundi vekja alþjóðlega athygli. Ég mundi nýta náttúru Bessastaða, húsakynnin og svo auðvitað kirkjuna og kirkjugarðinn til að skapa ógleymanlega stemningu. Ég mundi fá helstu brellumeistara landsins og leikara mér til aðstoðar og hafa opið hús fyrir börn þar sem draugasögur og ævintýri fléttuðust saman og djákninn á Myrká riði fram hjá á meðan álfadrottningin ávarpaði gesti. Þetta yrði ógleymanlegt öllum. En þetta mundi líka örugglega trufla marga, sérstaklega þá sem finnst virðing og upphefð mikilvægari en gleði og töfrar. Auðvitað fylgir starfinu mikil ábyrgð. Ég kann það. Ég mundi glaður mæta á frumsýningar, bjóða nýja sendiherra velkomna til landsins, horfa á óperur og setja Búnaðarþing, halda móttökur og borða andalæri með kóngafólki í Danmörku. Það sem ég kann ekki af þessu get ég lært. En það er annað sem ég get ekki sætt mig við. Mér leiðist tilætlunarsemi, frekja og dónaskapur. Ég reyni að forðast fólk sem finnst það eðlilegur hluti af daglegum samskiptum. Mér óar við þeirri tilhugsun að verða á þennan hátt hluti af þeim ömurlega og hallærislega kúltúr sem er íslensk stjórnmálamenning. Ég nenni ekki að standa aftur andspænis freka kallinum. Ég get bara ekki boðið sjálfum mér og konunni minni upp á þetta. Ég get ekki boðið stráknum mínum upp á þetta. Ég hef því tekið þá ákvörðun að ég mun ekki bjóða mig fram til forseta Íslands í þetta skiptið. Kannski einhvern tíma seinna. Ég þakka fyrir alla þá vinsemd og virðingu sem mér hefur verið sýnd. Með auðmýkt og hlýju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Árið 1982 var ég á Núpi í Dýrafirði. Á neðstu hæðinni á Vistinni var herbergi sem var kallað Smókurinn þar sem við máttum reykja. Okkur var bannað að reykja inni á herbergjunum þannig að allir komu saman í Smóknum. Og þar sem flestir reyktu var hann helsti samkomustaðurinn og þar voru oft fjörugar umræður. Einu sinni vorum við að ræða um hvað við ætluðum að verða þegar við yrðum stór. Þegar kom að mér tilkynnti ég að ég ætlaði að verða borgarstjóri í Reykjavík. Þetta uppskar mikinn hlátur. Viku seinna barst þetta aftur í tal og einhver rifjaði upp að ég ætlaði að verða borgarstjóri í Reykjavík þegar ég yrði stór. „Æi, ég veit það ekki“ sagði ég. „Ég er búinn að vera að hugsa þetta og ég held að þetta sé ógeðslega leiðinlegt djobb. Ég held ég verði frekar forseti Íslands.“ Þetta vakti jafnvel enn þá meiri hlátur. Að Jónsi pönk yrði borgarstjóri eða hvað þá forseti var bara algjörlega fáránleg og hlægileg hugmynd. Ég gleymdi svo þessum umræðum. Það var ekki fyrr en ég var búinn að vera borgarstjóri og fólk var byrjað að nefna mig sem næsta hugsanlega forseta, sem gamlir Núpsfélagar mínir minntu mig á þetta. Ég hafði ekki velt þessu fyrir mér fyrr en Fréttablaðið birti niðurstöðu könnunar 1. nóvember í fyrra þar sem 47% aðspurðra vildu sjá mig í þessu. Það kom mér mikið á óvart en ég var mjög snortinn og upp með mér að fólk hefði svona mikla trú og álit á mér að það treysti mér til þessa. Ég fer ekki svo í viðtal að ég sé ekki spurður út í þetta. Á Facebook skora rúmlega 6.000 manns á mig að bjóða mig fram.Held ég yrði fínn forseti Ég er þakklátur fyrir þetta traust, þessa vináttu og stuðning og hef hugsað þetta mál alvarlega. Ég held að ég yrði fínn forseti. Ég elska Ísland og fólkið sem þar býr og vil ekkert frekar en að sjá það vaxa og dafna inn í framtíðina. Ég held ég yrði frekar alþýðlegur forseti. En ég mundi líka beita mér á alþjóðavettvangi. Ég mundi taka skýra afstöðu í jafnréttis- og mannréttindamálum, friðarmálum og loftslagsmálum. Ég mundi reyna að nota embættið og mig sjálfan til að auglýsa Ísland og draga til landsins leikstjóra, tónlistarmenn, rithöfunda, kvikmyndagerðarfólk og bara alla þá sem hafa spennandi og athyglisverðar hugmyndir fram að færa. En ég veit að ég mundi líka ögra mörgum. Ég mundi vilja breyta mörgu sem mér finnst staðnað og úrelt. Ég mundi reyna að komast hjá því sem mér finnst tilgerðarlegt eða snobbað. Og ég trúi ekki á guð. Það skiptir mig miklu máli og ég er ekki til í að leyna því eða horfa fram hjá því.Á ég? Ég hef hugsað mikið um þetta síðustu mánuði og farið vel yfir kosti og galla. Að vera forseti Íslands er frekar róleg innivinna. Þetta er ekkert á við það að vera borgarstjóri. Forseti hefur engin mannaforráð á meðan borgarstjóri er æðsti yfirmaður 8.000 manns. Starf borgarstjóra snýst að mestu um rekstur og fjármál. Forseti er laus við allt slíkt. Hann þarf fyrst og fremst að vera snyrtilegur og koma vel fyrir og helst á réttu stöðunum. Hlutverk forseta mótast mikið af þeirri manneskju sem gegnir því hverju sinni. Ef ég yrði forseti þá mundi ég halda flottasta halloween-partí sem nokkur hefur heyrt um og mundi vekja alþjóðlega athygli. Ég mundi nýta náttúru Bessastaða, húsakynnin og svo auðvitað kirkjuna og kirkjugarðinn til að skapa ógleymanlega stemningu. Ég mundi fá helstu brellumeistara landsins og leikara mér til aðstoðar og hafa opið hús fyrir börn þar sem draugasögur og ævintýri fléttuðust saman og djákninn á Myrká riði fram hjá á meðan álfadrottningin ávarpaði gesti. Þetta yrði ógleymanlegt öllum. En þetta mundi líka örugglega trufla marga, sérstaklega þá sem finnst virðing og upphefð mikilvægari en gleði og töfrar. Auðvitað fylgir starfinu mikil ábyrgð. Ég kann það. Ég mundi glaður mæta á frumsýningar, bjóða nýja sendiherra velkomna til landsins, horfa á óperur og setja Búnaðarþing, halda móttökur og borða andalæri með kóngafólki í Danmörku. Það sem ég kann ekki af þessu get ég lært. En það er annað sem ég get ekki sætt mig við. Mér leiðist tilætlunarsemi, frekja og dónaskapur. Ég reyni að forðast fólk sem finnst það eðlilegur hluti af daglegum samskiptum. Mér óar við þeirri tilhugsun að verða á þennan hátt hluti af þeim ömurlega og hallærislega kúltúr sem er íslensk stjórnmálamenning. Ég nenni ekki að standa aftur andspænis freka kallinum. Ég get bara ekki boðið sjálfum mér og konunni minni upp á þetta. Ég get ekki boðið stráknum mínum upp á þetta. Ég hef því tekið þá ákvörðun að ég mun ekki bjóða mig fram til forseta Íslands í þetta skiptið. Kannski einhvern tíma seinna. Ég þakka fyrir alla þá vinsemd og virðingu sem mér hefur verið sýnd. Með auðmýkt og hlýju.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun