Hver græðir eiginlega á þessu? Lára G. Sigurðardóttir og Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir skrifar 27. mars 2015 07:00 Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum gaf hún loforð um auknar áherslur í lýðheilsu og að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun. Í því felst að horfa til rannsókna á sviði lýðheilsuvísinda.Leitin að rannsókninni Andstætt því sem við var að búast með yfirlýsingu um bætta lýðheilsu liggur nú fyrir þingi frumvarp um að leyfa frjálsa sölu áfengis. Þrátt fyrir að stefna velferðarráðuneytisins sé að takmarka aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mæli gegn auknu aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis vari við að samfélagslegur kostnaður geti tvöfaldast. Þrátt fyrir að frumvarpið vinni gegn stefnumótun Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis, Læknafélag Íslands, Krabbameinsfélagið, foreldrasamtök og önnur grasrótarsamtök sem vinna að almannaheill séu mótfallin auknu aðgengi. Þessar stofnanir gefa þessar yfirlýsingar ekki út vegna eigin geðþóttaákvarðana. Fjöldi rannsókna liggur að baki þessum aðvörunum. Við höfum enn ekki rekist á rannsókn sem sýnir að aukið aðgengi sé jákvætt fyrir heilsu þjóðar.Í frumvarpinu stendur… Í frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis stendur skýrum stöfum að áfengisneysla muni aukast. Enda eru það vel þekkt vísindi. Því er haldið fram að fjármagn til lýðheilsuforvarna verði aukið. En samkvæmt rannsóknum í lýðheilsuvísindum felast áhrifamestu forvarnaraðgerðir gegn áfengisneyslu einmitt í því að takmarka aðgengi að áfengi og sýnileika þess, auk verðstýringar og banns við auglýsingum. Fræðsla er mikilvæg en hún dugar ekki ein sér. Við leyfum okkur að fullyrða að enginn sem stefnir að bættri lýðheilsu styðji frumvarp um aukið aðgengi áfengis. Staðreyndin er sú að misnotkun áfengis er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál sem við horfumst í augu við með tilheyrandi vanlíðan stórs hóps þjóðarinnar og auknum útgjöldum fyrir samfélagið.Hafa reiknað dæmið til enda Svíar hafa unnið greiningu á áhrifum þess að einkavæða sölu áfengis í líkingu við það sem lagt er til í áfengisfrumvarpinu svokallaða og með því fyrirkomulagi má í stuttu máli búast við:1. 61% fjölgun á ótímabærum áfengis- tengdum dauðsföllum.2. 22% fjölgun á banaslysum.3. 30% fjölgun á sjálfsvígum.4. 40% fjölgun á morðum.5. 22% fjölgun á líkamsárásum.6. 40% fjölgun á veikindadögum. Auk þess sýna rannsóknir að aukin áfengisneysla leiði til aukinnar tíðni heimilisofbeldis, nauðgana, sjálfsvíga, vanrækslu barna, krabbameinstilfella, smitsjúkdóma og geðsjúkdóma svo nokkur dæmi séu tekin. Er heilbrigðiskerfið á Íslandi í stakk búið að takast á við aukningu útgjalda álíka sem hér er lýst? Nei, það er það ekki. Svíar, Norðmenn og Finnar hafa takmarkað aðgengi að áfengi og fleiri þjóðir eru að reyna að takmarka aðgengi í ljósi fenginnar reynslu. Það að auka aðgengi er því miður auðveldara en að takmarka það eftir að létt hefur verið á höftum. Horfum til Bretlands. Dánartíðni af völdum skorpulifrar fjórfaldaðist eftir að útsölustöðum áfengis fjölgaði með tilheyrandi auknu álagi og útgjöldum heilbrigðiskerfisins og Bretar eru nú í verulegum vanda vegna unglingadrykkju.Góður árangur Íslendinga Ísland er með einna lægstu heildarneyslu áfengis. Það er ekki tilkomið vegna góðra drykkjusiða heldur langrar sögu um takmarkanir á aðgengi, auglýsingabanni og verðstýringu. Auk þess hefur verið unnið mikilvægt forvarnarstarf gegn ofneyslu áfengis sem við ættum að vera stolt af og aðrar þjóðir horfa til okkar sem leiðandi á þessu sviði. Sem dæmi hefur tíðni ölvunar meðal ungmenna undir lögaldri lækkað úr 42% í 5% á síðustu 15 árum með virkum forvarnaraðgerðum. Með afnámi einkasölu ríkisins værum við að stíga stórt skref afturábak með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið.Fyrir hvern er frumvarpið? Með frumvarpinu eru stjórnvöld að vinna gegn áliti sérfræðinga í lýðheilsu og gegn eigin loforðum um aukna lýðheilsu í landinu. Ef ríkisvaldið ætlar að standa við loforð sín um að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun þá getur Alþingi ekki samþykkt frumvarp um frjálsa sölu áfengis. Í skoðanakönnunum hefur meirihlutinn ávallt kosið að áfengissala sé ekki gefin frjáls. Fyrir hvern er þá frumvarpið? Þjóðin mun ekki græða á þessari breytingu. Það er eðlilegt að spyrja sig, hver græðir eiginlega á þessu? HEIMILDIR:https://www.systembolagetkampanj.se/forskarrapport_en/downloads/Hela_rapporten.pdfhttps://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdfhttps://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item26458/Aukid-adgengi-ad-afengi-%E2%80%93-aukinn-skadihttps://www.hscic.gov.uk/catalogue/PUB00135/alco-eng-2010-rep.pdfhttps://www.fph.org.uk/uploads/ps_alcohol.pdfhttps://www.who.int/substance_abuse/publications/global_alcohol_report/en/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum gaf hún loforð um auknar áherslur í lýðheilsu og að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun. Í því felst að horfa til rannsókna á sviði lýðheilsuvísinda.Leitin að rannsókninni Andstætt því sem við var að búast með yfirlýsingu um bætta lýðheilsu liggur nú fyrir þingi frumvarp um að leyfa frjálsa sölu áfengis. Þrátt fyrir að stefna velferðarráðuneytisins sé að takmarka aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mæli gegn auknu aðgengi að áfengi. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis vari við að samfélagslegur kostnaður geti tvöfaldast. Þrátt fyrir að frumvarpið vinni gegn stefnumótun Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum. Þrátt fyrir að Embætti landlæknis, Læknafélag Íslands, Krabbameinsfélagið, foreldrasamtök og önnur grasrótarsamtök sem vinna að almannaheill séu mótfallin auknu aðgengi. Þessar stofnanir gefa þessar yfirlýsingar ekki út vegna eigin geðþóttaákvarðana. Fjöldi rannsókna liggur að baki þessum aðvörunum. Við höfum enn ekki rekist á rannsókn sem sýnir að aukið aðgengi sé jákvætt fyrir heilsu þjóðar.Í frumvarpinu stendur… Í frumvarpinu um frjálsa sölu áfengis stendur skýrum stöfum að áfengisneysla muni aukast. Enda eru það vel þekkt vísindi. Því er haldið fram að fjármagn til lýðheilsuforvarna verði aukið. En samkvæmt rannsóknum í lýðheilsuvísindum felast áhrifamestu forvarnaraðgerðir gegn áfengisneyslu einmitt í því að takmarka aðgengi að áfengi og sýnileika þess, auk verðstýringar og banns við auglýsingum. Fræðsla er mikilvæg en hún dugar ekki ein sér. Við leyfum okkur að fullyrða að enginn sem stefnir að bættri lýðheilsu styðji frumvarp um aukið aðgengi áfengis. Staðreyndin er sú að misnotkun áfengis er eitt alvarlegasta lýðheilsuvandamál sem við horfumst í augu við með tilheyrandi vanlíðan stórs hóps þjóðarinnar og auknum útgjöldum fyrir samfélagið.Hafa reiknað dæmið til enda Svíar hafa unnið greiningu á áhrifum þess að einkavæða sölu áfengis í líkingu við það sem lagt er til í áfengisfrumvarpinu svokallaða og með því fyrirkomulagi má í stuttu máli búast við:1. 61% fjölgun á ótímabærum áfengis- tengdum dauðsföllum.2. 22% fjölgun á banaslysum.3. 30% fjölgun á sjálfsvígum.4. 40% fjölgun á morðum.5. 22% fjölgun á líkamsárásum.6. 40% fjölgun á veikindadögum. Auk þess sýna rannsóknir að aukin áfengisneysla leiði til aukinnar tíðni heimilisofbeldis, nauðgana, sjálfsvíga, vanrækslu barna, krabbameinstilfella, smitsjúkdóma og geðsjúkdóma svo nokkur dæmi séu tekin. Er heilbrigðiskerfið á Íslandi í stakk búið að takast á við aukningu útgjalda álíka sem hér er lýst? Nei, það er það ekki. Svíar, Norðmenn og Finnar hafa takmarkað aðgengi að áfengi og fleiri þjóðir eru að reyna að takmarka aðgengi í ljósi fenginnar reynslu. Það að auka aðgengi er því miður auðveldara en að takmarka það eftir að létt hefur verið á höftum. Horfum til Bretlands. Dánartíðni af völdum skorpulifrar fjórfaldaðist eftir að útsölustöðum áfengis fjölgaði með tilheyrandi auknu álagi og útgjöldum heilbrigðiskerfisins og Bretar eru nú í verulegum vanda vegna unglingadrykkju.Góður árangur Íslendinga Ísland er með einna lægstu heildarneyslu áfengis. Það er ekki tilkomið vegna góðra drykkjusiða heldur langrar sögu um takmarkanir á aðgengi, auglýsingabanni og verðstýringu. Auk þess hefur verið unnið mikilvægt forvarnarstarf gegn ofneyslu áfengis sem við ættum að vera stolt af og aðrar þjóðir horfa til okkar sem leiðandi á þessu sviði. Sem dæmi hefur tíðni ölvunar meðal ungmenna undir lögaldri lækkað úr 42% í 5% á síðustu 15 árum með virkum forvarnaraðgerðum. Með afnámi einkasölu ríkisins værum við að stíga stórt skref afturábak með alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið.Fyrir hvern er frumvarpið? Með frumvarpinu eru stjórnvöld að vinna gegn áliti sérfræðinga í lýðheilsu og gegn eigin loforðum um aukna lýðheilsu í landinu. Ef ríkisvaldið ætlar að standa við loforð sín um að huga að heilsu þjóðarinnar í allri stefnumótun þá getur Alþingi ekki samþykkt frumvarp um frjálsa sölu áfengis. Í skoðanakönnunum hefur meirihlutinn ávallt kosið að áfengissala sé ekki gefin frjáls. Fyrir hvern er þá frumvarpið? Þjóðin mun ekki græða á þessari breytingu. Það er eðlilegt að spyrja sig, hver græðir eiginlega á þessu? HEIMILDIR:https://www.systembolagetkampanj.se/forskarrapport_en/downloads/Hela_rapporten.pdfhttps://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdfhttps://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item26458/Aukid-adgengi-ad-afengi-%E2%80%93-aukinn-skadihttps://www.hscic.gov.uk/catalogue/PUB00135/alco-eng-2010-rep.pdfhttps://www.fph.org.uk/uploads/ps_alcohol.pdfhttps://www.who.int/substance_abuse/publications/global_alcohol_report/en/
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun