Enn er ríkið dregið fyrir dóm Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. apríl 2015 07:00 Ellefu sinnum frá því að ríkisstjórnin samþykkti Evrópustefnu sína fyrir rúmu ári hefur Íslandi verið stefnt fyrir EFTA-dómstólinn fyrir að hafa brugðist skyldum sínum í að innleiða hér á landi í tíma reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Á þetta er bent í samantekt Félags atvinnurekenda í tilefni af því að í gær upplýsti ESA, eftirlitsstofnun EFTA, að vísa ætti tveimur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins. Landið átti nefnilega að innleiða hér fyrir 1. febrúar 2014 annars vegar tilskipun um réttindi neytenda og hins vegar tilskipun um aðgerðir til að draga úr loftmengun á bensínstöðvum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í Evrópustefnunni er afraksturinn snautlegur. Vakin er á því athygli í umfjöllun Félags atvinnurekenda að eitt af fjórum meginmarkmiðum Evrópustefnunnar hafi verið að á fyrrihluta þessa árs yrði „ekkert dómsmál fyrir EFTA-dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES-gerða“. Það hefur aldeilis ekki gengið eftir, fremur en annað í stefnunni. Furðuframganga þessarar ríkisstjórnar þegar kemur að samstarfi við ríki Evrópu virðist engan enda ætla að taka og hætt við að tossagangur á sviði EES-samningsins ýti undir vangaveltur þeirra Evrópumegin sem telja samninginn jafnvel hafa runnið sitt skeið. Forvitnilegt verður í það minnsta að heyra á morgun í Norræna húsinu kynningu Evrópuþingmannsins Andreasar Schwab á skýrslu sem Evrópuþingið vinnur að um EES-samninginn. Óþægilega oft virðist ríkisstjórnin á skjön við skynsamt fólk í stefnu sinni í utanríkismálum. Þannig hefur í skoðanakönnunum verið margstaðfest að ríkur meirihluti er fyrir því að ljúka samningum við Evrópusambandið. Fólk veit nefnilega að með þeim hætti getur það sjálft lagt mat á kosti og galla aðildar, í stað þess að gleypa við upphrópunum um að allt verði ómögulegt. Umræðan um ágæti aðildar að Evrópusambandinu verður ekki heldur slitin úr samhengi við umræðu um stjórn peningamála í landinu, möguleikana á því að hér verði efnahagslíf laust við fjármagnshöft um leið og viðhaldið verði verðstöðugleika og stöðugu gengi krónunnar. Fyrir rúmri viku voru kynntar niðurstöður sviðsmyndagreiningar KPMG sem leiddi í ljós að ganga landsins í Evrópusambandið og upptaka evru myndi auðvelda losun gjaldeyrishafta til muna. Efnahagssveiflur yrðu vægari og síður öfgafullar þar sem upptaka evru væri í farvatninu. Það er af því að með slíkri ákvörðun lægi fyrir raunhæf og ábyrg áætlun studd af Seðlabanka Evrópu. Árum saman hefur verið bent á að ákvörðunin ein um að fara þessa leið myndi strax leiða til hagfelldara efnahagsumhverfis fyrir land og þjóð, með aukinni tiltrú og bættum vaxtakjörum. Skynsamlegast væri að ljúka aðildarsamningi við Evrópusambandið og leggja hann í dóm þjóðarinnar. Vitanlega er hægt að spyrja þjóðina álits á því hvort fara eigi slíka leið. Ríkisstjórn sem ekki er tilbúin að hlíta niðurstöðu slíkra kosninga verður þá bara að víkja. Það er ekkert ómögulegt við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldeyrishöft Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Ellefu sinnum frá því að ríkisstjórnin samþykkti Evrópustefnu sína fyrir rúmu ári hefur Íslandi verið stefnt fyrir EFTA-dómstólinn fyrir að hafa brugðist skyldum sínum í að innleiða hér á landi í tíma reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Á þetta er bent í samantekt Félags atvinnurekenda í tilefni af því að í gær upplýsti ESA, eftirlitsstofnun EFTA, að vísa ætti tveimur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins. Landið átti nefnilega að innleiða hér fyrir 1. febrúar 2014 annars vegar tilskipun um réttindi neytenda og hins vegar tilskipun um aðgerðir til að draga úr loftmengun á bensínstöðvum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í Evrópustefnunni er afraksturinn snautlegur. Vakin er á því athygli í umfjöllun Félags atvinnurekenda að eitt af fjórum meginmarkmiðum Evrópustefnunnar hafi verið að á fyrrihluta þessa árs yrði „ekkert dómsmál fyrir EFTA-dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES-gerða“. Það hefur aldeilis ekki gengið eftir, fremur en annað í stefnunni. Furðuframganga þessarar ríkisstjórnar þegar kemur að samstarfi við ríki Evrópu virðist engan enda ætla að taka og hætt við að tossagangur á sviði EES-samningsins ýti undir vangaveltur þeirra Evrópumegin sem telja samninginn jafnvel hafa runnið sitt skeið. Forvitnilegt verður í það minnsta að heyra á morgun í Norræna húsinu kynningu Evrópuþingmannsins Andreasar Schwab á skýrslu sem Evrópuþingið vinnur að um EES-samninginn. Óþægilega oft virðist ríkisstjórnin á skjön við skynsamt fólk í stefnu sinni í utanríkismálum. Þannig hefur í skoðanakönnunum verið margstaðfest að ríkur meirihluti er fyrir því að ljúka samningum við Evrópusambandið. Fólk veit nefnilega að með þeim hætti getur það sjálft lagt mat á kosti og galla aðildar, í stað þess að gleypa við upphrópunum um að allt verði ómögulegt. Umræðan um ágæti aðildar að Evrópusambandinu verður ekki heldur slitin úr samhengi við umræðu um stjórn peningamála í landinu, möguleikana á því að hér verði efnahagslíf laust við fjármagnshöft um leið og viðhaldið verði verðstöðugleika og stöðugu gengi krónunnar. Fyrir rúmri viku voru kynntar niðurstöður sviðsmyndagreiningar KPMG sem leiddi í ljós að ganga landsins í Evrópusambandið og upptaka evru myndi auðvelda losun gjaldeyrishafta til muna. Efnahagssveiflur yrðu vægari og síður öfgafullar þar sem upptaka evru væri í farvatninu. Það er af því að með slíkri ákvörðun lægi fyrir raunhæf og ábyrg áætlun studd af Seðlabanka Evrópu. Árum saman hefur verið bent á að ákvörðunin ein um að fara þessa leið myndi strax leiða til hagfelldara efnahagsumhverfis fyrir land og þjóð, með aukinni tiltrú og bættum vaxtakjörum. Skynsamlegast væri að ljúka aðildarsamningi við Evrópusambandið og leggja hann í dóm þjóðarinnar. Vitanlega er hægt að spyrja þjóðina álits á því hvort fara eigi slíka leið. Ríkisstjórn sem ekki er tilbúin að hlíta niðurstöðu slíkra kosninga verður þá bara að víkja. Það er ekkert ómögulegt við það.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun