Því betri getur tíðin orðið Sara McMahon skrifar 14. apríl 2015 07:00 Í garð er genginn sá árstími sem reynist mörgum Íslendingnum sérlega erfiður – vorið hefur knúið á dyr í flestum Evrópulöndum, og víðar, með tilheyrandi sólardögum. Gróðurinn hefur vaknað af værum vetrarblundi og hafið að teygja anga sína í átt til himins. Kvöldmáltíðir má snæða úti á verönd, börn skokka peysuklædd í skólann á morgnana, gróðurilmurinn fyllir loftið, fuglar syngja og brottfluttir Íslendingar hefjast handa við að hlaða glaðlegum sólarmyndum inn á samfélagsmiðlana, okkur sem heima sitjum til mikillar mæðu, enda búum við enn við rok, snjó, rigningu og ófærð á milli landshluta. Ekki svo að skilja að maður kunni ekki að samgleðjast þeim sem fá notið vorsólarinnar og ylsins sem af henni steðjar, heldur fyllir þetta mann hálfgerðu vonleysi vegna þess ömurlega veðurfars sem hér ríkir enn. Hversu marga daga til viðbótar þarf maður að berjast heim úr vinnunni kaldur, hrakinn og votur í 25 metrum á sekúndu? Mann er farið að lengja eftir betri tíð – því betri getur tíðin vissulega orðið – og vonandi tekur að hlýna strax í næstu viku, á sumardaginn fyrsta. En þangað til verður maður víst að sýna þolinmæði og bíða … eða biðja sér vægðar og sjá hvort Evrópubúarnir íslensku sýni okkur ekki samúð í verki og sitji á sér með að birta sólarmyndir þar til vorið nær ströndum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun
Í garð er genginn sá árstími sem reynist mörgum Íslendingnum sérlega erfiður – vorið hefur knúið á dyr í flestum Evrópulöndum, og víðar, með tilheyrandi sólardögum. Gróðurinn hefur vaknað af værum vetrarblundi og hafið að teygja anga sína í átt til himins. Kvöldmáltíðir má snæða úti á verönd, börn skokka peysuklædd í skólann á morgnana, gróðurilmurinn fyllir loftið, fuglar syngja og brottfluttir Íslendingar hefjast handa við að hlaða glaðlegum sólarmyndum inn á samfélagsmiðlana, okkur sem heima sitjum til mikillar mæðu, enda búum við enn við rok, snjó, rigningu og ófærð á milli landshluta. Ekki svo að skilja að maður kunni ekki að samgleðjast þeim sem fá notið vorsólarinnar og ylsins sem af henni steðjar, heldur fyllir þetta mann hálfgerðu vonleysi vegna þess ömurlega veðurfars sem hér ríkir enn. Hversu marga daga til viðbótar þarf maður að berjast heim úr vinnunni kaldur, hrakinn og votur í 25 metrum á sekúndu? Mann er farið að lengja eftir betri tíð – því betri getur tíðin vissulega orðið – og vonandi tekur að hlýna strax í næstu viku, á sumardaginn fyrsta. En þangað til verður maður víst að sýna þolinmæði og bíða … eða biðja sér vægðar og sjá hvort Evrópubúarnir íslensku sýni okkur ekki samúð í verki og sitji á sér með að birta sólarmyndir þar til vorið nær ströndum Íslands.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun