Mjór er mikils vísir Líf Magneudóttir skrifar 21. apríl 2015 08:00 Oft kemur það í hlut stjórnvalda að greiða götuna fyrir verkefnum sem ella hefðu ekki fengið brautargengi. Það er nefnilega þannig að lítil verkefni sem ýtt er úr vör af hugsjónafólki verða hreyfiafl þó áhrif þeirra verði ekki metin til fjár sem oft vill vera mælikvarði í samfélagi nútímans. Þannig verkefni geta hins vegar breytt viðhorfum manna eða gert heiminn á einhvern hátt betri fyrir bæði stóra og litla hópa í samfélaginu. Rannsóknir og athuganir á stöðu ákveðinna hópa geta líka opnað augu okkar fyrir breytingum sem nauðsynlegt er að ráðast í eða þjónustu sem þarf að veita. Með þessum hætti nýtast einmitt styrkir og styrkveitingar mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Á hverju ári veitir ráðið styrki til félags- og grasrótarsamtaka og einstaklinga. Allt eru þetta styrkir til verkefna sem stuðla að og styðja við mannréttindi með einum eða öðrum hætti. Verkefnin eru margs konar og endurspegla þau fjölbreytni mannlífsins. Oftar en ekki miða þau að því að fræða fólk, vinna gegn hvers kyns fordómum og kynjamisrétti eða rannsaka umhverfi og lífsskilyrði tiltekinna hópa samfélagsins. Öll verkefnin skipta máli fyrir samfélagið til styttri eða lengri tíma. Nú auglýsir mannréttindaráð eftir styrkumsóknum mannréttindaráðs. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl. Þá auglýsir ráðið einnig eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar en þeirri útnefningu fylgja peningaverðlaun í fyrsta sinn frá því að þessi verðlaun voru veitt. Fresturinn til að tilnefna til mannréttindaverðlauna Reykjavíkur rennur út 30. apríl. Ég hvet alla til þess að tilnefna verðuga fulltrúa, sem með starfi sínu vinna að mannréttindum og gegn mismunun, til að hljóta mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Einnig hvet ég alla að sækja um styrki til ráðsins fyrir verkefni sem geta verið lóð á vogaskálar mannréttindabaráttunnar. Það er nefnilega þannig að mjór getur verið mikils vísir.Tilnefningar til mannréttindaverðlauna má senda á netfangið [email protected] og nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Oft kemur það í hlut stjórnvalda að greiða götuna fyrir verkefnum sem ella hefðu ekki fengið brautargengi. Það er nefnilega þannig að lítil verkefni sem ýtt er úr vör af hugsjónafólki verða hreyfiafl þó áhrif þeirra verði ekki metin til fjár sem oft vill vera mælikvarði í samfélagi nútímans. Þannig verkefni geta hins vegar breytt viðhorfum manna eða gert heiminn á einhvern hátt betri fyrir bæði stóra og litla hópa í samfélaginu. Rannsóknir og athuganir á stöðu ákveðinna hópa geta líka opnað augu okkar fyrir breytingum sem nauðsynlegt er að ráðast í eða þjónustu sem þarf að veita. Með þessum hætti nýtast einmitt styrkir og styrkveitingar mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Á hverju ári veitir ráðið styrki til félags- og grasrótarsamtaka og einstaklinga. Allt eru þetta styrkir til verkefna sem stuðla að og styðja við mannréttindi með einum eða öðrum hætti. Verkefnin eru margs konar og endurspegla þau fjölbreytni mannlífsins. Oftar en ekki miða þau að því að fræða fólk, vinna gegn hvers kyns fordómum og kynjamisrétti eða rannsaka umhverfi og lífsskilyrði tiltekinna hópa samfélagsins. Öll verkefnin skipta máli fyrir samfélagið til styttri eða lengri tíma. Nú auglýsir mannréttindaráð eftir styrkumsóknum mannréttindaráðs. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl. Þá auglýsir ráðið einnig eftir tilnefningum til mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar en þeirri útnefningu fylgja peningaverðlaun í fyrsta sinn frá því að þessi verðlaun voru veitt. Fresturinn til að tilnefna til mannréttindaverðlauna Reykjavíkur rennur út 30. apríl. Ég hvet alla til þess að tilnefna verðuga fulltrúa, sem með starfi sínu vinna að mannréttindum og gegn mismunun, til að hljóta mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Einnig hvet ég alla að sækja um styrki til ráðsins fyrir verkefni sem geta verið lóð á vogaskálar mannréttindabaráttunnar. Það er nefnilega þannig að mjór getur verið mikils vísir.Tilnefningar til mannréttindaverðlauna má senda á netfangið [email protected] og nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun