Afskekktasta listasafnið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. apríl 2015 07:00 Líklega fjölgar ferðamönnum til Íslands hvað sem líður náttúrupassa og innviðum samfélagsins til að mæta fjölguninni. Ísland er komið á kortið. Víðernin eru falleg og ósnortin. Hér búa örfáir í stóru landi. Reifa þarf hugmyndir, sem tryggja góðar tekjur af gestunum og vernda landið. Ísland er eftirsóknarvert fyrir stórborgarbúa, sem sumir geta vart þverfótað hver fyrir öðrum á götu heima hjá sér. Lífsgæði í stórborgum eru engu að síður ótvíræð, en ólík okkar. Ísland er þess vegna spennandi í þeirra augum – eins og stórborgirnar eru spennandi í okkar augum. Við þurfum að tryggja að gestirnir okkar dreifist víðar um landið til að forða átroðningi. Vekja þarf athygli á því að lækjarspræna í eyðifirði er ekki síður áhugaverð en Gullni þríhyrningurinn. Auðvitað er það reynt. Takist vel til, eru gífurleg tækifæri í sveitum landsins. En sveitafólkið, sem skortir reynslu, þarf stuðning og leiðbeiningar, sem forða því að rasað verði um ráð fram. Fyrirmynda má leita í Ölpunum. Í Sviss og Austurríki er ekki tjaldað til einnar nætur í ferðamannaiðnaði. Hefðbundin fjölskylduhótel standast kröfur um útlit og þjónustu. Þau eru ekki lýti í ægifögru umhverfinu. Og stoltir eigendur lifa fínu lífi. Líka þarf að hugsa stórt. Tasmanía er stór og fámenn eyja suður af Ástralíu. Þangað flykkjast ferðamenn fra stórborgum langt að af sömu ástæðu og þeir sækja Ísland heim. Óspillt og ægifögur víðerni, sums staðar ofurviðkvæm, freista borgarbúanna. Þar þarf að dreifa hópnum. Nýjasta tromp Tasmana er alþjóðlegt, metnaðarfullt nýlistasafn, MONA, sem er sagt afskekktasta listasafn í heimi. Það var byggt niðri við strönd, í sveit þar sem fáir bjuggu fyrir. Í safninu eru umdeild verk eftir mörg stærstu nöfnin í myndlist samtímans, sem sannarlega koma róti á tilfinningar fólks. Milljón gestir heimsóttu MONA í fyrra, flestir útlendingar. Safnið kostar stórfé – enda byggt utanum það mikið völundarhús. En mörg fínustu listasöfn heimsins eru í einföldlum skemmum. Skemmur eru víða á Íslandi - gömul frystihús eða síldarbræðslur, sem bíða eftir nýju hlutverki. Fyrir verð eins fjölveiðiskips mætti fá útlenda safnstjóra til að annast innkaup á listaverkum, blöndu íslenskrar og útlendrar nútímalistar af bestu sort. Þannig yrði til áhugavert safn. Vitaskuld þarf að kanna rekstrargrundvöllinn. Getur svona safn skilað ávöxtun eins og fiskiskip? Fordæmið frá Tasmaníu er lifandi dæmi, sem má hafa til hliðsjónar. Ekki er ástæða til að óttast að íslensk list falli í skuggann þó að keypt verði verk eftir listamenn sem trekkja úti í hinum stóra heimi. Þvert á móti. Hér á landi eru myndlistarmenn sem standast allan samanburð. Heimslistin myndi setja þá á hærri stall. Stungið er uppá útlendum safnstjórum af því að íslenskur listaheimur er lítill og allir þekkja alla. Innkaup svona safns verða að vera hafin yfir grun um klíkuskap. Ef vinargreiðar ráða ferð brestur grundvöllurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun
Líklega fjölgar ferðamönnum til Íslands hvað sem líður náttúrupassa og innviðum samfélagsins til að mæta fjölguninni. Ísland er komið á kortið. Víðernin eru falleg og ósnortin. Hér búa örfáir í stóru landi. Reifa þarf hugmyndir, sem tryggja góðar tekjur af gestunum og vernda landið. Ísland er eftirsóknarvert fyrir stórborgarbúa, sem sumir geta vart þverfótað hver fyrir öðrum á götu heima hjá sér. Lífsgæði í stórborgum eru engu að síður ótvíræð, en ólík okkar. Ísland er þess vegna spennandi í þeirra augum – eins og stórborgirnar eru spennandi í okkar augum. Við þurfum að tryggja að gestirnir okkar dreifist víðar um landið til að forða átroðningi. Vekja þarf athygli á því að lækjarspræna í eyðifirði er ekki síður áhugaverð en Gullni þríhyrningurinn. Auðvitað er það reynt. Takist vel til, eru gífurleg tækifæri í sveitum landsins. En sveitafólkið, sem skortir reynslu, þarf stuðning og leiðbeiningar, sem forða því að rasað verði um ráð fram. Fyrirmynda má leita í Ölpunum. Í Sviss og Austurríki er ekki tjaldað til einnar nætur í ferðamannaiðnaði. Hefðbundin fjölskylduhótel standast kröfur um útlit og þjónustu. Þau eru ekki lýti í ægifögru umhverfinu. Og stoltir eigendur lifa fínu lífi. Líka þarf að hugsa stórt. Tasmanía er stór og fámenn eyja suður af Ástralíu. Þangað flykkjast ferðamenn fra stórborgum langt að af sömu ástæðu og þeir sækja Ísland heim. Óspillt og ægifögur víðerni, sums staðar ofurviðkvæm, freista borgarbúanna. Þar þarf að dreifa hópnum. Nýjasta tromp Tasmana er alþjóðlegt, metnaðarfullt nýlistasafn, MONA, sem er sagt afskekktasta listasafn í heimi. Það var byggt niðri við strönd, í sveit þar sem fáir bjuggu fyrir. Í safninu eru umdeild verk eftir mörg stærstu nöfnin í myndlist samtímans, sem sannarlega koma róti á tilfinningar fólks. Milljón gestir heimsóttu MONA í fyrra, flestir útlendingar. Safnið kostar stórfé – enda byggt utanum það mikið völundarhús. En mörg fínustu listasöfn heimsins eru í einföldlum skemmum. Skemmur eru víða á Íslandi - gömul frystihús eða síldarbræðslur, sem bíða eftir nýju hlutverki. Fyrir verð eins fjölveiðiskips mætti fá útlenda safnstjóra til að annast innkaup á listaverkum, blöndu íslenskrar og útlendrar nútímalistar af bestu sort. Þannig yrði til áhugavert safn. Vitaskuld þarf að kanna rekstrargrundvöllinn. Getur svona safn skilað ávöxtun eins og fiskiskip? Fordæmið frá Tasmaníu er lifandi dæmi, sem má hafa til hliðsjónar. Ekki er ástæða til að óttast að íslensk list falli í skuggann þó að keypt verði verk eftir listamenn sem trekkja úti í hinum stóra heimi. Þvert á móti. Hér á landi eru myndlistarmenn sem standast allan samanburð. Heimslistin myndi setja þá á hærri stall. Stungið er uppá útlendum safnstjórum af því að íslenskur listaheimur er lítill og allir þekkja alla. Innkaup svona safns verða að vera hafin yfir grun um klíkuskap. Ef vinargreiðar ráða ferð brestur grundvöllurinn.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun