Um Suðurnesjalínu 2 Margrét Guðnadóttir skrifar 7. maí 2015 07:00 Íbúar og landeigendur á Vatnsleysuströnd hafa árum saman barist gegn því að Landsnet hf. leggi um sveitarfélagið okkar, sem nú heitir Sveitarfélagið Vogar (Sv. Vogar) 17,5 km langt og allt að 30 metra hátt loftlínubákn þ.e. þann part af Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hf. ætlar að leggja milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Bæjarstjórn Sv. Voga samþykkti fyrir mörgum árum, í sátt við íbúana og að marg yfirlýstum vilja meirihluta þeirra, að allar nýjar raflínur skyldu lagðar í jörð. Gildandi aðalskipulagi Sv. Voga kveður því á um að nýjar raflínur verði jarðstrengir. Þetta ætlar Landsnet ekki að gera, þó að það geti ekki lengur skotið sér á bak við sinn ýkta verðmun á jarðstrengjum og loftlínum sem forsvarsmenn fyrirtækisins notuðu óspart við undirbúning verksins. Þær ýkjur komst Landsnet hf. upp með, án þess að leggja fyrir eftirlitsaðila reiknaðan samanburð á þessum kostnaðarmun. Verkið er ekki hafið, en Landsnet hf. situr við sinn keip og ætlar eftir sem áður að reisa loftlínubáknið eins og til stóð fyrir 10 árum, og valda þar með eins miklum umhverfisskaða og mögulegt er. Í fyrsta áfanga verksins ætlar Landsnet hf. að reisa yfir 50 möstur á þessum 17,5 km sem liggja um Sv. Voga. Síðan eiga jafnmörg möstur að rísa í 2. áfanga þegar „gamla línan“, sem er reyndar aðeins 24 ára, verður lögð niður og reist annað loftlínubákn jafnstórt hinu fyrra. Þetta tvöfalda loftlínubákn á að reisa rétt ofan við Reykjanesbrautina. Það á að verða fyrsta sýn ferðamanna sem flykkjast hingað fljúgandi til að skoða ósnortna íslenska náttúru og hafa haft gaman af að byrja þá skoðun á sérkennilegu útsýni af Reykjanesbrautinni á leiðinni til Reykjavíkur. Úreltar framkvæmdir Framkvæmdir Landsnets hf. eiga að byrja með því að lagður verður vegur, áætlaður 27-89 metra langur og 6 metra breiður, að hverju masturstæði svo hægt sé að flytja efnið í mastrið þangað sem það á að rísa. Næst þarf að grafa eða sprengja margra metra djúpar holur og hella í þær steypu í undirstöður undir mastrið, svo að það fjúki ekki burt. Í fyrsta áfanga ætlar Landsnet hf. að reisa 8 slík möstur í landi Hvassahrauns, sem er næsti bær við Hafnarfjarðarlandið, og 10 möstur í Vatnsleysulandinu, sem er næsti bær sunnan við Hvassahraun. Þar er reyndar eitt fallegasta byggingaland fyrir mannabústaði sunnan við Hafnarfjarðarmörkin. Í suðurenda sveitarfélagsins, í Vogum, hefur byggð stækkað ört á seinni árum og fólki fjölgað. Þar þóknast Landsneti hf. að ákveða að línustæði fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli liggja yfir vatnsverndarsvæði, sem búið er að ákveða að nota undir nýtt vatnsból fyrir þennan fjölmennasta hluta Sveitarfélagsins Voga. Í seinni tíð hefur fólk þar oft lent í vandræðum með mengað vatn úr núverandi vatnsbólum sem nauðsynlega þarf að endurnýja. Á milli þessara tveggja enda Sveitarfélagsins Voga liggur Strandarheiðin, grösug og gróin. Hún er mjög fallegt útivistarsvæði hér í miðju þéttbýlinu við Faxaflóann. Á Vatnsleysuströnd hefur verið mannabyggð síðan á landnámsöld. Í heiðinni er mikið af mannvistarleyfum frá liðnum öldum. Þar eru gamlar fjárborgir, seljatóftir, kolagrafir og göngustígar liðinna kynslóða að ógleymdum gjám og gljúfrum, hverum, gígum og móbergsfjöllum með Keili í broddi fylkingar. Af Keili er glæsilegt útsýni sem skömm er að eyðileggja með tveimur óþarfa loftlínum sem auðvelt væri, og ekkert dýrara að leggja í jörð meðfram Reykjanesbrautinni. Þar sem svo vill til að hálfur Keilir er í landi undirritaðrar neita ég að taka þátt í að úreltar framkvæmdir Landsnets hf. verði eina útsýnið af því ágæta fjalli í framtíðinni. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Íbúar og landeigendur á Vatnsleysuströnd hafa árum saman barist gegn því að Landsnet hf. leggi um sveitarfélagið okkar, sem nú heitir Sveitarfélagið Vogar (Sv. Vogar) 17,5 km langt og allt að 30 metra hátt loftlínubákn þ.e. þann part af Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hf. ætlar að leggja milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Bæjarstjórn Sv. Voga samþykkti fyrir mörgum árum, í sátt við íbúana og að marg yfirlýstum vilja meirihluta þeirra, að allar nýjar raflínur skyldu lagðar í jörð. Gildandi aðalskipulagi Sv. Voga kveður því á um að nýjar raflínur verði jarðstrengir. Þetta ætlar Landsnet ekki að gera, þó að það geti ekki lengur skotið sér á bak við sinn ýkta verðmun á jarðstrengjum og loftlínum sem forsvarsmenn fyrirtækisins notuðu óspart við undirbúning verksins. Þær ýkjur komst Landsnet hf. upp með, án þess að leggja fyrir eftirlitsaðila reiknaðan samanburð á þessum kostnaðarmun. Verkið er ekki hafið, en Landsnet hf. situr við sinn keip og ætlar eftir sem áður að reisa loftlínubáknið eins og til stóð fyrir 10 árum, og valda þar með eins miklum umhverfisskaða og mögulegt er. Í fyrsta áfanga verksins ætlar Landsnet hf. að reisa yfir 50 möstur á þessum 17,5 km sem liggja um Sv. Voga. Síðan eiga jafnmörg möstur að rísa í 2. áfanga þegar „gamla línan“, sem er reyndar aðeins 24 ára, verður lögð niður og reist annað loftlínubákn jafnstórt hinu fyrra. Þetta tvöfalda loftlínubákn á að reisa rétt ofan við Reykjanesbrautina. Það á að verða fyrsta sýn ferðamanna sem flykkjast hingað fljúgandi til að skoða ósnortna íslenska náttúru og hafa haft gaman af að byrja þá skoðun á sérkennilegu útsýni af Reykjanesbrautinni á leiðinni til Reykjavíkur. Úreltar framkvæmdir Framkvæmdir Landsnets hf. eiga að byrja með því að lagður verður vegur, áætlaður 27-89 metra langur og 6 metra breiður, að hverju masturstæði svo hægt sé að flytja efnið í mastrið þangað sem það á að rísa. Næst þarf að grafa eða sprengja margra metra djúpar holur og hella í þær steypu í undirstöður undir mastrið, svo að það fjúki ekki burt. Í fyrsta áfanga ætlar Landsnet hf. að reisa 8 slík möstur í landi Hvassahrauns, sem er næsti bær við Hafnarfjarðarlandið, og 10 möstur í Vatnsleysulandinu, sem er næsti bær sunnan við Hvassahraun. Þar er reyndar eitt fallegasta byggingaland fyrir mannabústaði sunnan við Hafnarfjarðarmörkin. Í suðurenda sveitarfélagsins, í Vogum, hefur byggð stækkað ört á seinni árum og fólki fjölgað. Þar þóknast Landsneti hf. að ákveða að línustæði fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli liggja yfir vatnsverndarsvæði, sem búið er að ákveða að nota undir nýtt vatnsból fyrir þennan fjölmennasta hluta Sveitarfélagsins Voga. Í seinni tíð hefur fólk þar oft lent í vandræðum með mengað vatn úr núverandi vatnsbólum sem nauðsynlega þarf að endurnýja. Á milli þessara tveggja enda Sveitarfélagsins Voga liggur Strandarheiðin, grösug og gróin. Hún er mjög fallegt útivistarsvæði hér í miðju þéttbýlinu við Faxaflóann. Á Vatnsleysuströnd hefur verið mannabyggð síðan á landnámsöld. Í heiðinni er mikið af mannvistarleyfum frá liðnum öldum. Þar eru gamlar fjárborgir, seljatóftir, kolagrafir og göngustígar liðinna kynslóða að ógleymdum gjám og gljúfrum, hverum, gígum og móbergsfjöllum með Keili í broddi fylkingar. Af Keili er glæsilegt útsýni sem skömm er að eyðileggja með tveimur óþarfa loftlínum sem auðvelt væri, og ekkert dýrara að leggja í jörð meðfram Reykjanesbrautinni. Þar sem svo vill til að hálfur Keilir er í landi undirritaðrar neita ég að taka þátt í að úreltar framkvæmdir Landsnets hf. verði eina útsýnið af því ágæta fjalli í framtíðinni. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar