Sjúkraliðar styðja baráttu stétta fyrir bættum kjörum Kristín Á. Guðmundsdóttir skrifar 28. maí 2015 07:00 Samningsréttur stétta eru réttindi sem bera þarf virðingu fyrir. Verkföll eru neyðaréttur þeirra sem hann hafa, til að knýja á viðsemjanda þegar ekkert þokast í samningsátt. Verkföll eru boðuð að alvarlega íhuguðu máli félaga og félagsmanna, en hafa aldrei verið boðuð í flokkspólitískum tilgangi. Stéttarfélög hafa það m.a. sem aðalmarkmið að ganga fram fyrir skjöldu og koma vinnuveitanda í skilning um að félagsmenn vinni ekki fyrir smánarkjör. Opinberir starfsmenn og félög á almenna vinnumarkaðnum hafa af fullri einurð tekið þátt í uppbyggingu landsins eftir kollsteypu, m.a. með mjög lágstemmdum kjarasamningum í upphafi árs 2014. Ríkið/fjármálaráðuneytið hefur síðan samið við ákveðnar stéttir um verulegar launahækkanir, sem mjög eðlilegt er að aðrar stéttir hafi til viðmiðunar þegar þeirra kröfur eru mótaðar. Á almenna vinnumarkaðnum hafa fyrirtæki og bankar skilað gríðarlegum hagnaði og greitt út milljarða í arðgreiðslur, þannig að á þeim markaði er eðlilegt að kröfur um kjarabætur séu miðaðar við þessa jákvæðu stöðu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gortað af því opinberlega að ríkisreksturinn sé í verulegum uppgangi og því er eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti gæðanna og einnig þeirra fórna sem þeir tóku á sínar herðar. Opinberir starfsmenn nutu ekki hins meinta góðæris.Virðum baráttu annarra Brýnt er að vinnufélagar þeirra stétta sem eru í verkfalli styðji félagana með ráðum og dáð, sýni baráttu þeirra virðingu og gangi ekki í störf þeirra. Mikilvægi þessa þekkja fáir jafn vel og sjúkraliðar, sem ítrekað hafa neyðst til að berjast fyrir bættum kjörum m.a. í átta vikna verkfalli 1994. Á þessum tíma reyndi verulega á samheldni og baráttuanda sjúkraliða, en erfiðast þótti þeim að takast á við samstarfsstétt sína, sem gekk í störf þeirra, tók aukavaktir og reyndi á allan hátt að draga úr mætti verkfallsins. Viðkvæðið var að óábyrgt væri að heilbrigðisstarfsmaður gengi svo langt að ætla stjórnendum heilbrigðisstofnana að draga úr þjónustu vegna kjarabaráttu. Svo rammt kvað að, að sjúkraliðar áttu víða erfitt með að koma aftur til vinnu, svo mikil var heiftin og andúðin. Í ljósi langvinnra verkfalla fjölda heilbrigðisstétta eru greinilega breyttir tímar og því brýnir Sjúkraliðafélag Íslands sjúkraliða til þess að sýna vinnufélögum sínum fyllsta stuðning. Sjúkraliðafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu þeirra stétta sem berjast fyrir betri kjörum. Sjúkraliðar! Berum virðingu fyrir baráttu annarra. Sýnum þeim virðingu í verki með því að neita að taka að okkur þau störf sem annars er sinnt af þessum stéttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Samningsréttur stétta eru réttindi sem bera þarf virðingu fyrir. Verkföll eru neyðaréttur þeirra sem hann hafa, til að knýja á viðsemjanda þegar ekkert þokast í samningsátt. Verkföll eru boðuð að alvarlega íhuguðu máli félaga og félagsmanna, en hafa aldrei verið boðuð í flokkspólitískum tilgangi. Stéttarfélög hafa það m.a. sem aðalmarkmið að ganga fram fyrir skjöldu og koma vinnuveitanda í skilning um að félagsmenn vinni ekki fyrir smánarkjör. Opinberir starfsmenn og félög á almenna vinnumarkaðnum hafa af fullri einurð tekið þátt í uppbyggingu landsins eftir kollsteypu, m.a. með mjög lágstemmdum kjarasamningum í upphafi árs 2014. Ríkið/fjármálaráðuneytið hefur síðan samið við ákveðnar stéttir um verulegar launahækkanir, sem mjög eðlilegt er að aðrar stéttir hafi til viðmiðunar þegar þeirra kröfur eru mótaðar. Á almenna vinnumarkaðnum hafa fyrirtæki og bankar skilað gríðarlegum hagnaði og greitt út milljarða í arðgreiðslur, þannig að á þeim markaði er eðlilegt að kröfur um kjarabætur séu miðaðar við þessa jákvæðu stöðu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gortað af því opinberlega að ríkisreksturinn sé í verulegum uppgangi og því er eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti gæðanna og einnig þeirra fórna sem þeir tóku á sínar herðar. Opinberir starfsmenn nutu ekki hins meinta góðæris.Virðum baráttu annarra Brýnt er að vinnufélagar þeirra stétta sem eru í verkfalli styðji félagana með ráðum og dáð, sýni baráttu þeirra virðingu og gangi ekki í störf þeirra. Mikilvægi þessa þekkja fáir jafn vel og sjúkraliðar, sem ítrekað hafa neyðst til að berjast fyrir bættum kjörum m.a. í átta vikna verkfalli 1994. Á þessum tíma reyndi verulega á samheldni og baráttuanda sjúkraliða, en erfiðast þótti þeim að takast á við samstarfsstétt sína, sem gekk í störf þeirra, tók aukavaktir og reyndi á allan hátt að draga úr mætti verkfallsins. Viðkvæðið var að óábyrgt væri að heilbrigðisstarfsmaður gengi svo langt að ætla stjórnendum heilbrigðisstofnana að draga úr þjónustu vegna kjarabaráttu. Svo rammt kvað að, að sjúkraliðar áttu víða erfitt með að koma aftur til vinnu, svo mikil var heiftin og andúðin. Í ljósi langvinnra verkfalla fjölda heilbrigðisstétta eru greinilega breyttir tímar og því brýnir Sjúkraliðafélag Íslands sjúkraliða til þess að sýna vinnufélögum sínum fyllsta stuðning. Sjúkraliðafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu þeirra stétta sem berjast fyrir betri kjörum. Sjúkraliðar! Berum virðingu fyrir baráttu annarra. Sýnum þeim virðingu í verki með því að neita að taka að okkur þau störf sem annars er sinnt af þessum stéttum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun