Atgervisflótti meðal hjúkrunarfræðinga Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir skrifar 2. júní 2015 08:00 Þann 1. desember árið 2012 hóf ég störf á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. Dagana á undan höfðu tæplega 300 hjúkrunarfræðingar á spítalanum skilað inn uppsögnum, þeir voru ósáttir við að ekki hefði verið gerður stofnanasamningur við þá og fóru þessa leið til þess að knýja fram kröfur sínar. Nýr stofnanasamningur var undirritaður 12. febrúar árið 2013 og var að sögn þáverandi heilbrigðisráðherra í anda jafnlaunastefnu þáverandi ríkisstjórnar sem ætlaði sér að vinna að útrýmingu kynbundins og stéttbundins launamisréttis. Þessar fyrirætlanir féllu um sjálfar sig. Óútskýrt launamisrétti er enn við lýði. Á hundrað ára afmælisári kosningaréttar kvenna og fátækra karla er það talið allt að 25% verðmætara að sýsla með fjármuni ríkisins en mannauðinn. Konur eru í meirihluta starfsmanna háskólasjúkrahússins, sem glímir við svo miklu stærri vandamál en faraó-maura, myglu og mósasýkingar eins og gárungarnir göntuðust með fyrir nokkrum mánuðum. Háskólasjúkrahúsið er að tapa fyrir einkareknu heilbrigðisþjónustunni sem á sér stofur og musteri um allan bæ. Kjör heilbrigðisstarfsmanna hafa um árabil verið þannig að læknar sjá sér ekki fært að vinna fulla vinnu á háskólasjúkrahúsinu, þeir vinna þess vegna hlutastarf á spítalanum og drýgja tekjurnar á stofum úti í bæ. Heilsugæslan nær ekki að sinna hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður sjúkra, fólk leitar heldur til sérfræðilækna á stofum eða beint á bráðamóttöku Landspítalans. Hjúkrunarrými fyrir aldraða og langveika eru ekki til staðar og þar af leiðandi liggur gamla fólkið á göngum Landspítalans dögum og vikum saman meðan beðið er eftir varanlegum úrræðum. Heilbrigðiskerfið er einkarekið í bland og enginn tapar á því nema þeir sem þurfa á þjónustu háskólasjúkrahússins að halda. Læknar fengu sanngjarnar kjarabætur í vetur, aðrir háskólamenntaðir starfsmenn bíða enn eftir sínum kjarabótum. Verkfall BHM hefur staðið í nær sextíu daga þegar þetta er ritað, verkfall FÍH í tæpa viku og ekkert virðist í sjónmáli. Meðan deiluaðilar koma sé ekki saman um samninga og meðan stjórnvöld sinna í engu ákalli þeirra sem beita verkfalli sem neyðarúrræði þá bíða sjúklingar í angist heima og vita ekki hvort eða hvenær þeir fá úrlausn sinna mála. Til þess að Landspítalinn verði aftur eftirsóttur vinnustaður fyrir þá sem hafa valið að mennta sig í heilbrigðisvísindum hérlendis og erlendis þarf að koma til móts við starfsfólk með kjarabótum og -tryggingu fyrir því að hægt verði að sinna sjúklingum á besta mögulega máta. Við þurfum að tala upp spítalann okkar, við þurfum að vinna að því að þeir sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda geti notið hennar með reisn, en ekki lokaðir inni á baðherbergjum eða liggjandi fyrir allra augum á göngum. Það gerist ekki á einni nóttu, en með sameinuðu átaki stjórnvalda og starfsfólks spítalans er það hægt. Með auknum fjármunum, og sýnilegum vilja til þess að bæta úr sér gengið húsnæði háskólasjúkrahússins og efla starfsemina innan spítalans verður Landspítalinn efalítið eftirsóttur vinnustaður og öruggt skjól þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Ég er að fara úr landi, aftur eftir aðeins tveggja og hálfs árs dvöl. Við erum fjórar af deildinni minni. Fjórir hjúkrunarfræðingar með hartnær fjörutíu ára samanlagða reynslu af hjúkrun krabbameinssjúkra. Fjórir hjúkrunarfræðingar með fjölskyldur sem sjá sér ekki lengur fært að lifa og starfa á Íslandi. Þetta heitir atgervisflótti. Flóttinn er staðreynd, nú verða stjórnvöld að stíga fram og horfast í augu við staðreyndina. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur starfskraftur erlendis og fara ef ekki bjóðast ásættanleg kjör hér á landi. Við erum fjórar á minni deild sem höfum tekið skrefið, samanlagt höfum við með okkur ellefu börn. Framtíð þjóðarinnar er á leið úr landi með foreldrum sínum, hjúkrunarfræðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. desember árið 2012 hóf ég störf á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. Dagana á undan höfðu tæplega 300 hjúkrunarfræðingar á spítalanum skilað inn uppsögnum, þeir voru ósáttir við að ekki hefði verið gerður stofnanasamningur við þá og fóru þessa leið til þess að knýja fram kröfur sínar. Nýr stofnanasamningur var undirritaður 12. febrúar árið 2013 og var að sögn þáverandi heilbrigðisráðherra í anda jafnlaunastefnu þáverandi ríkisstjórnar sem ætlaði sér að vinna að útrýmingu kynbundins og stéttbundins launamisréttis. Þessar fyrirætlanir féllu um sjálfar sig. Óútskýrt launamisrétti er enn við lýði. Á hundrað ára afmælisári kosningaréttar kvenna og fátækra karla er það talið allt að 25% verðmætara að sýsla með fjármuni ríkisins en mannauðinn. Konur eru í meirihluta starfsmanna háskólasjúkrahússins, sem glímir við svo miklu stærri vandamál en faraó-maura, myglu og mósasýkingar eins og gárungarnir göntuðust með fyrir nokkrum mánuðum. Háskólasjúkrahúsið er að tapa fyrir einkareknu heilbrigðisþjónustunni sem á sér stofur og musteri um allan bæ. Kjör heilbrigðisstarfsmanna hafa um árabil verið þannig að læknar sjá sér ekki fært að vinna fulla vinnu á háskólasjúkrahúsinu, þeir vinna þess vegna hlutastarf á spítalanum og drýgja tekjurnar á stofum úti í bæ. Heilsugæslan nær ekki að sinna hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður sjúkra, fólk leitar heldur til sérfræðilækna á stofum eða beint á bráðamóttöku Landspítalans. Hjúkrunarrými fyrir aldraða og langveika eru ekki til staðar og þar af leiðandi liggur gamla fólkið á göngum Landspítalans dögum og vikum saman meðan beðið er eftir varanlegum úrræðum. Heilbrigðiskerfið er einkarekið í bland og enginn tapar á því nema þeir sem þurfa á þjónustu háskólasjúkrahússins að halda. Læknar fengu sanngjarnar kjarabætur í vetur, aðrir háskólamenntaðir starfsmenn bíða enn eftir sínum kjarabótum. Verkfall BHM hefur staðið í nær sextíu daga þegar þetta er ritað, verkfall FÍH í tæpa viku og ekkert virðist í sjónmáli. Meðan deiluaðilar koma sé ekki saman um samninga og meðan stjórnvöld sinna í engu ákalli þeirra sem beita verkfalli sem neyðarúrræði þá bíða sjúklingar í angist heima og vita ekki hvort eða hvenær þeir fá úrlausn sinna mála. Til þess að Landspítalinn verði aftur eftirsóttur vinnustaður fyrir þá sem hafa valið að mennta sig í heilbrigðisvísindum hérlendis og erlendis þarf að koma til móts við starfsfólk með kjarabótum og -tryggingu fyrir því að hægt verði að sinna sjúklingum á besta mögulega máta. Við þurfum að tala upp spítalann okkar, við þurfum að vinna að því að þeir sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda geti notið hennar með reisn, en ekki lokaðir inni á baðherbergjum eða liggjandi fyrir allra augum á göngum. Það gerist ekki á einni nóttu, en með sameinuðu átaki stjórnvalda og starfsfólks spítalans er það hægt. Með auknum fjármunum, og sýnilegum vilja til þess að bæta úr sér gengið húsnæði háskólasjúkrahússins og efla starfsemina innan spítalans verður Landspítalinn efalítið eftirsóttur vinnustaður og öruggt skjól þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Ég er að fara úr landi, aftur eftir aðeins tveggja og hálfs árs dvöl. Við erum fjórar af deildinni minni. Fjórir hjúkrunarfræðingar með hartnær fjörutíu ára samanlagða reynslu af hjúkrun krabbameinssjúkra. Fjórir hjúkrunarfræðingar með fjölskyldur sem sjá sér ekki lengur fært að lifa og starfa á Íslandi. Þetta heitir atgervisflótti. Flóttinn er staðreynd, nú verða stjórnvöld að stíga fram og horfast í augu við staðreyndina. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur starfskraftur erlendis og fara ef ekki bjóðast ásættanleg kjör hér á landi. Við erum fjórar á minni deild sem höfum tekið skrefið, samanlagt höfum við með okkur ellefu börn. Framtíð þjóðarinnar er á leið úr landi með foreldrum sínum, hjúkrunarfræðingum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun