Fagur framandleiki Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 4. júní 2015 11:30 Shantala dansaði af ótrúlegri tæknilegri færni og nákvæmni. Dans Akasha Dansverk Listahátíð í Reykjavík Dansari og danshöfundur: Shantala Shivalingappa Flytjendur tónlistar: Haribabu Balan Puttamma, Ramesh Jetty, Tamakrishnan Neelamani, Jayaram Kikkeri Suryanarayana Orðið Akasha þýðir á sanskrít himinn, rými eða geimur. Sagt er að Akasha eigi uppruna sinn í hljóði sem er bylgjuhreyfing eða með öðrum orðum eitt form orku og hreyfingar. Við bylgjur hljóðs og hreyfingar og þá hreinu og tímalausu orku sem stafar af þeim, rís þetta óendanlega rými innra með okkur, án endimarka… Það er auðvelt að skilja nafngiftina á sýningu Shantala Shivalingappa eftir að hafa séð hana. Samhljómur tónlistar og hreyfinga er algjör. Tónlist er dans, dans er tónlist. Akasha er kynnt sem sólódansverk en það getur varla talist það í hinni eiginlegu merkingu því að fjórir tónlistarmenn eru á sviðinu allan tímann, tveir slagverksleikarar, flautuleikari og söngvari, sem leika ekki síður stórt hlutverk í flutningi verksins. Það er ótrúlega sterkt samspil í gangi á milli dansarans og tónlistarmannanna og tónlistarmannanna sjálfra. Þannig varð allur flutningur lifandi. Sýningin Akasha samanstendur af fimm stuttum dansverkum sem byggð eru á gömlum indverskum ljóðum um guði og gyðjur sem tengjast trúarbrögðum Indlands. Ljóðin eru tjáð í gegnum kuchipudi, klassískt dansform frá Suður-Indlandi sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga á undanförnum áratugum vegna áhuga eins manns; meistara Vempati Chinna Satyam. Formið, sem á rætur sínar að rekja til Natya Shastra, 2.000 ára gamalla fræðirita í leiklist sem binda dans, tónlist og leiklist í mjög nákvæmt og þróað kerfi, skiptist í tvennt hvað framsetningu efnis varðar; hreinan dans og tjáningardans. Hreinn dans, nrtta, er taktfastur og óhlutbundinn en tjáningardansinn segir sögur. Shantala sýndi í dansinum mikið vald yfir báðum gerðum kuchipudi-formsins. Hreyfingar hennar voru hárnákvæmar og lýstu mikilli tæknilegri færni. Á sama tíma sýndi hún tjáningarríkan leik, lífsgleði og orku svo ekki sé talað um sterkan skilning á tónlistinni sem var hennar félagi í dansinum. Það fór ekki á milli mála að hér var þvílíkur fagmaður á ferð. Dansinn, tónlistin og öll umgjörð sýningarinnar einkenndist af skýrleika og nákvæmni. Það var tær fegurð sem birtist áhorfendum á sviðinu. Sviðsmyndin, sem snerist að mestu um einfalda notkun ljóslampa, var einföld og falleg, og búningarnir guðdómlegir. Akasha er sýning upprunnin í menningarheimi sem okkur flestum er framandi. Fyrir undirritaða olli það því að á sama tíma og sýningin heillaði og það fór ekki á milli mála hversu fagleg sýningin var, þá náði efni hennar og framsetning ekki inn að hjartarótum. Sjónræn upplifun var sterk og tengsl tónlistar og dans hrifu en sýningin vakti ekki þá líkamlegu upplifun og samlíðan sem er eitt af því sem heillar við að horfa á dansverk. Ástæðan var þó örugglega ekki slök frammistaða listamannanna heldur frekar skortur á læsi á það listform sem í boði var. Það var því áhugavert að íhuga hvað menningarlæsi er mikilvægur þáttur í upplifun okkar á listum og í raun umhverfi okkar öllu.Niðurstaða: Fagleg og falleg sýning sem gefur innsýn inn í menningarheim sem er okkur flestum framandi. Gagnrýni Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Dans Akasha Dansverk Listahátíð í Reykjavík Dansari og danshöfundur: Shantala Shivalingappa Flytjendur tónlistar: Haribabu Balan Puttamma, Ramesh Jetty, Tamakrishnan Neelamani, Jayaram Kikkeri Suryanarayana Orðið Akasha þýðir á sanskrít himinn, rými eða geimur. Sagt er að Akasha eigi uppruna sinn í hljóði sem er bylgjuhreyfing eða með öðrum orðum eitt form orku og hreyfingar. Við bylgjur hljóðs og hreyfingar og þá hreinu og tímalausu orku sem stafar af þeim, rís þetta óendanlega rými innra með okkur, án endimarka… Það er auðvelt að skilja nafngiftina á sýningu Shantala Shivalingappa eftir að hafa séð hana. Samhljómur tónlistar og hreyfinga er algjör. Tónlist er dans, dans er tónlist. Akasha er kynnt sem sólódansverk en það getur varla talist það í hinni eiginlegu merkingu því að fjórir tónlistarmenn eru á sviðinu allan tímann, tveir slagverksleikarar, flautuleikari og söngvari, sem leika ekki síður stórt hlutverk í flutningi verksins. Það er ótrúlega sterkt samspil í gangi á milli dansarans og tónlistarmannanna og tónlistarmannanna sjálfra. Þannig varð allur flutningur lifandi. Sýningin Akasha samanstendur af fimm stuttum dansverkum sem byggð eru á gömlum indverskum ljóðum um guði og gyðjur sem tengjast trúarbrögðum Indlands. Ljóðin eru tjáð í gegnum kuchipudi, klassískt dansform frá Suður-Indlandi sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga á undanförnum áratugum vegna áhuga eins manns; meistara Vempati Chinna Satyam. Formið, sem á rætur sínar að rekja til Natya Shastra, 2.000 ára gamalla fræðirita í leiklist sem binda dans, tónlist og leiklist í mjög nákvæmt og þróað kerfi, skiptist í tvennt hvað framsetningu efnis varðar; hreinan dans og tjáningardans. Hreinn dans, nrtta, er taktfastur og óhlutbundinn en tjáningardansinn segir sögur. Shantala sýndi í dansinum mikið vald yfir báðum gerðum kuchipudi-formsins. Hreyfingar hennar voru hárnákvæmar og lýstu mikilli tæknilegri færni. Á sama tíma sýndi hún tjáningarríkan leik, lífsgleði og orku svo ekki sé talað um sterkan skilning á tónlistinni sem var hennar félagi í dansinum. Það fór ekki á milli mála að hér var þvílíkur fagmaður á ferð. Dansinn, tónlistin og öll umgjörð sýningarinnar einkenndist af skýrleika og nákvæmni. Það var tær fegurð sem birtist áhorfendum á sviðinu. Sviðsmyndin, sem snerist að mestu um einfalda notkun ljóslampa, var einföld og falleg, og búningarnir guðdómlegir. Akasha er sýning upprunnin í menningarheimi sem okkur flestum er framandi. Fyrir undirritaða olli það því að á sama tíma og sýningin heillaði og það fór ekki á milli mála hversu fagleg sýningin var, þá náði efni hennar og framsetning ekki inn að hjartarótum. Sjónræn upplifun var sterk og tengsl tónlistar og dans hrifu en sýningin vakti ekki þá líkamlegu upplifun og samlíðan sem er eitt af því sem heillar við að horfa á dansverk. Ástæðan var þó örugglega ekki slök frammistaða listamannanna heldur frekar skortur á læsi á það listform sem í boði var. Það var því áhugavert að íhuga hvað menningarlæsi er mikilvægur þáttur í upplifun okkar á listum og í raun umhverfi okkar öllu.Niðurstaða: Fagleg og falleg sýning sem gefur innsýn inn í menningarheim sem er okkur flestum framandi.
Gagnrýni Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið