Fjögurra vikna sumaráskorun, vika 2 Nanna Árnadóttir skrifar 12. júní 2015 11:00 Vísir/Getty Ég vona svo sannarlega að þú hafir ákveðið að láta slag standa og taka þátt í sumaráskoruninni minni. Ég veit að veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska en það er alltaf hægt að klæða sig eftir veðri eða eins og Svíarnir segja: Det finns inget som heter dåligt väder bara dåliga kläder. Nú er vika tvö runnin upp og því um að gera að spýta í lófana og halda áfram með áskorunina með bros á vör. Fyrsta vikan einkenndist af því að koma sér hægt og rólega í gírinn og að reyna að skapa sér nýjar hefðir. Ég vona að það hafi tekist hjá þér og að þær hefðir séu komnar til að vera.Dagur 1 Nú förum við aðeins að gefa í. Hreyfing dagsins er 30 mínútna göngu- og hlaupatúr þar sem markmiðið er að hlaupa í samtals 10 mínútur eða þriðjung tímans. Það þýðir að þú hlaupir í eina mínútu fyrir hverjar 2 mínútur sem þú gengur. Það þarf ekki að hlaupa hratt, bara fara örlítið hraðar en á gönguhraða.Dagur 2 Prófaðu að byrja daginn í dag á því að gefa þér 10 mínútur fyrir engan annan en þig. Vaknaðu 10 mínútum fyrr ef þú þarft og eigðu stund með sjálfri/sjálfum þér. Ekki taka upp símann og skoða hvað gerðist á Facebook á meðan þú svafst heldur skaltu njóta þess að byrja daginn á rólegu nótunum. Hreyfing dagsins er sundferð þar sem þú ætlar að synda 350 metra og gera 10 armbeygjur upp við bakkann eftir hverja 50 metra sem þú syndir. Það gera samtals 70 armbeygjur takk fyrir.Dagur 3 Í dag skaltu vera með skipulagið á hreinu því það er fjallganga á dagskrá í dag. Fjallið þarf ekki að vera hátt og gangan ekki að taka langan tíma. Það er bara svo gaman að prófa nýja hreyfingu og fá að anda að sér fersku og góðu súrefni á meðan maður hreyfir sig. Ég mæli t.d. með Úlfarsfelli fyrir byrjendur. Það er ekki mjög hátt og það er alveg hægt að snúa við ef manni finnst maður ekki ráða við að fara alveg á toppinn. Miðaðu bara við að ná að minnsta kosti 30 mínútna hreyfingu.Dagur 4 Ég vona að fjallgangan hafi gengið vel. Ef þú hefur ekki gengið á fjall lengi er líklegt að einhverjar harðsperrur geri vart við sig í dag. Því skaltu byrja daginn á því að koma þér rólega fram úr rúminu og taka þér 5 mínútur í að teygja rólega og fá blóðflæðið af stað áður en þú ferð af stað inn í daginn. Hreyfing dagsins er svo 450 metra sundferð með góðum heitum potti í lokin til þess að hvíla líkamann vel og endurnæra.Dagur 5 Í dag skaltu reyna aftur við hlaupin. Gerðu sömu æfingu og þú gerðir á degi 1 í þessari viku, hlaupa samtals 10 mínútur af 30 mínútna göngutúr. Þegar þú hefur lokið við hlaupið skaltu gera 20 armbeygjur, 20 hnébeygjur og einnar mínútu planka.Dagur 6 Markmið dagsins í dag er að prófa einhvern nýjan og girnilegan morgunmat. Ef þú færð þér venjulega ristað brauð, prófaðu þá að fá þér AB mjólk og múslí, chiagraut eða eggjahræru. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt! Í dag skaltu prófa einhverja hreyfingu sem þú hefur ekki prófað áður. Gáðu hvort þú getir keypt þig inn á næstu líkamsræktarstöð til þess að prófa einhvern opinn hóptíma eins og t.d. zumba, jóga, buttlift, spinning eða eitthvað álíka. Ef þú átt ekki kost á því reyndu þá að komast í hjól, línuskauta eða eitthvað þvíumlíkt og gefðu þér að minnsta kosti góðar 30 mínútur í að hreyfa þig á nýjan hátt.Dagur 7 Hreyfing dagsins í dag er annar hlaupa- og göngutúr en í þetta skiptið skaltu hlaupa í 11 mínútur af þessum 30. Það þýðir að þú þurfir í tvö skipti að hlaupa í eina og hálfa mínútu í staðinn fyrir eina mínútu. Í lok æfingarinnar skaltu gera 30 hnébeygjur, 30 armbeygjur og 2 mínútna planka sem þú getur skipt niður eins og þú vilt. Ég vona að þú hafir náð að fylgja planinu þessa vikuna. Ef svo er, þá ættirðu að vera í góðum málum með að vera að byggja upp gott líkamlegt þol sem er okkur svo mikilvægt. Heilsa Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ég vona svo sannarlega að þú hafir ákveðið að láta slag standa og taka þátt í sumaráskoruninni minni. Ég veit að veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska en það er alltaf hægt að klæða sig eftir veðri eða eins og Svíarnir segja: Det finns inget som heter dåligt väder bara dåliga kläder. Nú er vika tvö runnin upp og því um að gera að spýta í lófana og halda áfram með áskorunina með bros á vör. Fyrsta vikan einkenndist af því að koma sér hægt og rólega í gírinn og að reyna að skapa sér nýjar hefðir. Ég vona að það hafi tekist hjá þér og að þær hefðir séu komnar til að vera.Dagur 1 Nú förum við aðeins að gefa í. Hreyfing dagsins er 30 mínútna göngu- og hlaupatúr þar sem markmiðið er að hlaupa í samtals 10 mínútur eða þriðjung tímans. Það þýðir að þú hlaupir í eina mínútu fyrir hverjar 2 mínútur sem þú gengur. Það þarf ekki að hlaupa hratt, bara fara örlítið hraðar en á gönguhraða.Dagur 2 Prófaðu að byrja daginn í dag á því að gefa þér 10 mínútur fyrir engan annan en þig. Vaknaðu 10 mínútum fyrr ef þú þarft og eigðu stund með sjálfri/sjálfum þér. Ekki taka upp símann og skoða hvað gerðist á Facebook á meðan þú svafst heldur skaltu njóta þess að byrja daginn á rólegu nótunum. Hreyfing dagsins er sundferð þar sem þú ætlar að synda 350 metra og gera 10 armbeygjur upp við bakkann eftir hverja 50 metra sem þú syndir. Það gera samtals 70 armbeygjur takk fyrir.Dagur 3 Í dag skaltu vera með skipulagið á hreinu því það er fjallganga á dagskrá í dag. Fjallið þarf ekki að vera hátt og gangan ekki að taka langan tíma. Það er bara svo gaman að prófa nýja hreyfingu og fá að anda að sér fersku og góðu súrefni á meðan maður hreyfir sig. Ég mæli t.d. með Úlfarsfelli fyrir byrjendur. Það er ekki mjög hátt og það er alveg hægt að snúa við ef manni finnst maður ekki ráða við að fara alveg á toppinn. Miðaðu bara við að ná að minnsta kosti 30 mínútna hreyfingu.Dagur 4 Ég vona að fjallgangan hafi gengið vel. Ef þú hefur ekki gengið á fjall lengi er líklegt að einhverjar harðsperrur geri vart við sig í dag. Því skaltu byrja daginn á því að koma þér rólega fram úr rúminu og taka þér 5 mínútur í að teygja rólega og fá blóðflæðið af stað áður en þú ferð af stað inn í daginn. Hreyfing dagsins er svo 450 metra sundferð með góðum heitum potti í lokin til þess að hvíla líkamann vel og endurnæra.Dagur 5 Í dag skaltu reyna aftur við hlaupin. Gerðu sömu æfingu og þú gerðir á degi 1 í þessari viku, hlaupa samtals 10 mínútur af 30 mínútna göngutúr. Þegar þú hefur lokið við hlaupið skaltu gera 20 armbeygjur, 20 hnébeygjur og einnar mínútu planka.Dagur 6 Markmið dagsins í dag er að prófa einhvern nýjan og girnilegan morgunmat. Ef þú færð þér venjulega ristað brauð, prófaðu þá að fá þér AB mjólk og múslí, chiagraut eða eggjahræru. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt! Í dag skaltu prófa einhverja hreyfingu sem þú hefur ekki prófað áður. Gáðu hvort þú getir keypt þig inn á næstu líkamsræktarstöð til þess að prófa einhvern opinn hóptíma eins og t.d. zumba, jóga, buttlift, spinning eða eitthvað álíka. Ef þú átt ekki kost á því reyndu þá að komast í hjól, línuskauta eða eitthvað þvíumlíkt og gefðu þér að minnsta kosti góðar 30 mínútur í að hreyfa þig á nýjan hátt.Dagur 7 Hreyfing dagsins í dag er annar hlaupa- og göngutúr en í þetta skiptið skaltu hlaupa í 11 mínútur af þessum 30. Það þýðir að þú þurfir í tvö skipti að hlaupa í eina og hálfa mínútu í staðinn fyrir eina mínútu. Í lok æfingarinnar skaltu gera 30 hnébeygjur, 30 armbeygjur og 2 mínútna planka sem þú getur skipt niður eins og þú vilt. Ég vona að þú hafir náð að fylgja planinu þessa vikuna. Ef svo er, þá ættirðu að vera í góðum málum með að vera að byggja upp gott líkamlegt þol sem er okkur svo mikilvægt.
Heilsa Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira