Hlutlausir áhorfendur eigin verka Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 16. júní 2015 07:00 Merkilega lítið fór fyrir Kristjáni Þór Júlíussyni, ráðherra heilbrigðismála, í aðdraganda lagasetningar á verkföll Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og aðildarfélaga BHM. Svo lítið að hann flutti ekki einu sinni frumvarpið, heldur kollegi hans í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Það er merkilegt að metnaðargjarn stjórnmálamaður skuli láta setja sig jafn freklega til hliðar og Kristján Þór gerði í þessu máli, sem ber annaðhvort vott um yfirnáttúrulega auðmýkt eða tilhneigingu til að skorast undan ábyrgð. Skýrsla landlæknis um stöðuna er grundvallarplaggið sem liggur undir röksemdum ríkisstjórnarinnar fyrir lagasetningunni og á máli ráðherra og stjórnarliða má ljóst vera að það er fyrst og fremst hagur sjúklinga sem þeir segjast bera fyrir brjósti. Hvernig stendur þá á því að ráðherra þeirra málaflokks stendur ekki fyrir aðgerðum sem munu hafa bein áhrif á hans eigin málaflokk? Kristján Þór var spurður út í það á Alþingi í gær hvernig hann hygðist bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu að fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp og æ fleiri boðað uppsagnir, að yfirmenn heilbrigðisstofnana segja hrun yfirvofandi í íslenska heilbrigðiskerfinu. „Þetta er sá veruleiki sem stofnanir okkar í kerfinu standa frammi fyrir,“ sagði ráðherra, „með því er ég á engan hátt að vísa allri ábyrgð á þessari stöðu yfir til stofnana.“ Nei, ekki að fullu segir ráðherra, sem er þá að viðurkenna að hann geri það að einhverju leyti. Æðsti yfirmaður heilbrigðiskerfisins ætti kannski frekar að tala sem ráðherra í ríkisstjórn allrar þjóðarinnar, tala um vanda heilbrigðiskerfisins sem vanda okkar allra, ekki einhverra stofnana sem hægt er að gera embættismenn ábyrga fyrir. Þegar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ræddi fjárveitingar til heilbrigðismála í gær, hvort þær væru nægar, hvort þyrfti að bæta í, kallaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra úr sæti sínu að það væri Alþingi sem færi með fjárlagavaldið. Þetta er athyglisverð yfirlýsing frá manninum sem í raun fer með samningsumboð við alla ríkisstarfsmenn, en framselur nefnd það umboð. Hvað átti fjármálaráðherra við með framíkallinu? Er hann að biðla til Alþingis um að fólk þar taki sig nú til og semji við hjúkrunarfræðinga? Leysi vandann í heilbrigðiskerfinu? Hefði ekki verið nær að hann og sessunautur hans í þingsal, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra heilbrigðismála, ræddu þau mál, frekar en að hrópa að þingmanni Pírata að hann og félagar hans hafi fjárveitingavaldið? Lagasetning sem afnemur verkfallsrétt er grafalvarlegt mál. Að reyna að skjóta sér undan ábyrgðinni á afleiðingum hennar er ekki síður alvarlegt mál. Forsætisráðherra sá sér ekki einu sinni fært að vera viðstaddur atkvæðagreiðslu um málið. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands geta ekki látið eins og þeir séu hlutlausir áhorfendur. Þeir verða að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ef það vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið er það á ábyrgð ráðherranna. Ef starfsfólk ríkisins segir upp í hrönnum vegna óánægju er það á ábyrgð ráðherranna. Ef heilbrigðiskerfið ónýtist er það á ábyrgð ráðherranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Merkilega lítið fór fyrir Kristjáni Þór Júlíussyni, ráðherra heilbrigðismála, í aðdraganda lagasetningar á verkföll Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og aðildarfélaga BHM. Svo lítið að hann flutti ekki einu sinni frumvarpið, heldur kollegi hans í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Það er merkilegt að metnaðargjarn stjórnmálamaður skuli láta setja sig jafn freklega til hliðar og Kristján Þór gerði í þessu máli, sem ber annaðhvort vott um yfirnáttúrulega auðmýkt eða tilhneigingu til að skorast undan ábyrgð. Skýrsla landlæknis um stöðuna er grundvallarplaggið sem liggur undir röksemdum ríkisstjórnarinnar fyrir lagasetningunni og á máli ráðherra og stjórnarliða má ljóst vera að það er fyrst og fremst hagur sjúklinga sem þeir segjast bera fyrir brjósti. Hvernig stendur þá á því að ráðherra þeirra málaflokks stendur ekki fyrir aðgerðum sem munu hafa bein áhrif á hans eigin málaflokk? Kristján Þór var spurður út í það á Alþingi í gær hvernig hann hygðist bregðast við þeirri grafalvarlegu stöðu að fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp og æ fleiri boðað uppsagnir, að yfirmenn heilbrigðisstofnana segja hrun yfirvofandi í íslenska heilbrigðiskerfinu. „Þetta er sá veruleiki sem stofnanir okkar í kerfinu standa frammi fyrir,“ sagði ráðherra, „með því er ég á engan hátt að vísa allri ábyrgð á þessari stöðu yfir til stofnana.“ Nei, ekki að fullu segir ráðherra, sem er þá að viðurkenna að hann geri það að einhverju leyti. Æðsti yfirmaður heilbrigðiskerfisins ætti kannski frekar að tala sem ráðherra í ríkisstjórn allrar þjóðarinnar, tala um vanda heilbrigðiskerfisins sem vanda okkar allra, ekki einhverra stofnana sem hægt er að gera embættismenn ábyrga fyrir. Þegar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ræddi fjárveitingar til heilbrigðismála í gær, hvort þær væru nægar, hvort þyrfti að bæta í, kallaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra úr sæti sínu að það væri Alþingi sem færi með fjárlagavaldið. Þetta er athyglisverð yfirlýsing frá manninum sem í raun fer með samningsumboð við alla ríkisstarfsmenn, en framselur nefnd það umboð. Hvað átti fjármálaráðherra við með framíkallinu? Er hann að biðla til Alþingis um að fólk þar taki sig nú til og semji við hjúkrunarfræðinga? Leysi vandann í heilbrigðiskerfinu? Hefði ekki verið nær að hann og sessunautur hans í þingsal, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra heilbrigðismála, ræddu þau mál, frekar en að hrópa að þingmanni Pírata að hann og félagar hans hafi fjárveitingavaldið? Lagasetning sem afnemur verkfallsrétt er grafalvarlegt mál. Að reyna að skjóta sér undan ábyrgðinni á afleiðingum hennar er ekki síður alvarlegt mál. Forsætisráðherra sá sér ekki einu sinni fært að vera viðstaddur atkvæðagreiðslu um málið. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands geta ekki látið eins og þeir séu hlutlausir áhorfendur. Þeir verða að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ef það vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið er það á ábyrgð ráðherranna. Ef starfsfólk ríkisins segir upp í hrönnum vegna óánægju er það á ábyrgð ráðherranna. Ef heilbrigðiskerfið ónýtist er það á ábyrgð ráðherranna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun