Fjögurra vikna sumaráskorun - vika 3 Nanna Árnadóttir skrifar 19. júní 2015 14:00 Fáðu vini þína með þér í lið. Vísir/Getty Nú er komið að þeim tímapunkti í áskoruninni þar sem þú gætir verið að hugsa um að setja skóna á hilluna, að hreyfing eigi ekki við þig og að þetta taki einfaldlega of langan tíma af nú þegar yfirfullri dagskrá dagsins. Ég ætla að stoppa þig þarna. Það er ekki rétt! Hreyfing á við alla. Okkur er eðlislægt að hreyfa okkur og ef við gerum það ekki verðum við ekki langlíf. 30-60 mínútur eru ekki nema 2-4% af sólarhringnum. Það geta allir gefið sér 2-4% af sínum tíma til þess að sinna heilsunni. Hér eru engar afsakanir teknar gildar. Nú skulum við gefa aðeins í og taka þessa sumaráskorun í nefið, mundu bara að teygja vel eftir hvern dag!Vísir/GettyDagur 1 Í dag ætlarðu bara að gera æfingar. Það eru engin hlaup heldur styrktaræfingar fyrir allan líkamann í þetta skiptið. Ef þú kannt ekki að gera æfingarnar þá er hægt að fá útskýringar á öllum æfingum einfaldlega með því að gúgla eða fletta æfingunni upp á YouTube. Ef þú hefur ekki aðgang að tölvu fáðu þá einhvern sem þekkir til til þess að hjálpa þér. Þú ætlar að taka fjóra hringi af eftirfarandi æfingum: 1. 10 hnébeygjur (e. squats) 2. 10 armbeygjur (e. push-ups) 3. 10 framstig á hvorn fót (e. lunges) 4. 10 dýfur á bekk (e. bench dips) 5. 30 sekúndna planka (e. plank) 6. 40 sprellikarlahopp (e. jumping jacks)Dagur 2 Í dag ætlarðu að gefa aðeins í í hlaupunum. Þú ætlar að byrja á því að ganga rösklega í 5-10 mínútur. Eftir það ætlarðu að hlaupa í eina mínútu og þú ætlar að hlaupa aðeins hraðar en þú hefur gert hingað til. Síðan gengurðu í tvær mínútur áður en þú byrjar að hlaupa aftur í eina mínútu. Þetta ætlarðu að gera samtals 8 sinnum, þ.e. þú hleypur samtals 8 sinnum í 1 mínútu og gengur 8 sinnum í tvær mínútur. Dagur 3 Ég vona að líkaminn sé í lagi og harðsperrurnar farnar að minnka. Ég get alveg lofað því að það verða ekki alltaf harðsperrur, málið snýst bara um að gefast ekki upp og hætta að hreyfa sig. Í dag ætlarðu að fara í sund þar sem hreyfingin í vatninu er auðveldari en venjulega. Syntu 500 metra og farðu svo í pottinn eftir á. Þú átt það skilið!Dagur 4 Ef þú hefur fylgt öllum æfingunum í þessari viku þá hefurðu tekið vel á því. Í dag er því eins konar virk hvíld þar sem þú ætlar að fara í 30 mínútna göngutúr til þess að fá blóðflæðið af stað en á sama tíma að hvíla líkamann frá öðru átaki. Þú færð þó aðra áskorun fyrir daginn og það er að slökkva á öllum tækjum að minnsta kosti 30 mínútum fyrir svefn. Ekki kíkja á Facebook í símanum rétt áður en þú lokar augunum. Lestu frekar bók, talaðu við makann eða slakaðu einfaldlega aðeins á áður en þú ferð að sofa. Vísir/GettyDagur 5 Í dag ætlarðu að gera sömu æfingar og þú gerðir á degi 1 í þessari viku, nema hvað að þú ætlar að fara 5 hringi í staðinn fyrir fjóra. Mundu bara að teygja!Dagur 6 Þá eru það aftur hlaupin. Þú ætlar að nota sömu aðferð og þú gerðir á degi 2 í þessari viku, af því að það gekk svo vel síðast :) Þegar þú hefur lokið við hlaupin skora ég á þig að leggjast aðeins niður og njóta þess að finna fyrir vellíðunartilfinningunni sem flýtur um líkamann eftir mikil og góð átök. Dagur 7 Í dag ætlarðu að fara aftur í fjallgöngu. Þú getur farið á sama fjall og síðast eða farið eitthvert annað, eins og t.d. upp á Helgafell. Þú getur snúið við ef þú vilt ekki fara alveg upp á topp en núna ætlarðu að miða við að þetta sé að minnsta kosti 40 mínútna hreyfing. Klæddu þig vel og njóttu þess að vera uppi á fjalli, það er nefnilega svo stórkostleg tilfinning. Til þess að ljúka vikunni ætlarðu svo, áður en þú ferð að sofa, að hugsa um þrjá hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir. Þú getur annaðhvort skrifað þá niður eða sagt þá upphátt við maka eða einhvern annan. Með þessu móti ferðu að sofa með bros á vör og þakklæti í hjarta. Nú er einungis vika eftir og ég hlakka til að leiða þig í gegnum hana með stæl! Sjáumst í næstu viku :) Heilsa Tengdar fréttir Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00 Fjögurra vikna sumaráskorun, vika 2 Hér er önnur vikan í fjögurra vikna sumaráskorun Nönnu íþróttafræðings 12. júní 2015 11:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Nú er komið að þeim tímapunkti í áskoruninni þar sem þú gætir verið að hugsa um að setja skóna á hilluna, að hreyfing eigi ekki við þig og að þetta taki einfaldlega of langan tíma af nú þegar yfirfullri dagskrá dagsins. Ég ætla að stoppa þig þarna. Það er ekki rétt! Hreyfing á við alla. Okkur er eðlislægt að hreyfa okkur og ef við gerum það ekki verðum við ekki langlíf. 30-60 mínútur eru ekki nema 2-4% af sólarhringnum. Það geta allir gefið sér 2-4% af sínum tíma til þess að sinna heilsunni. Hér eru engar afsakanir teknar gildar. Nú skulum við gefa aðeins í og taka þessa sumaráskorun í nefið, mundu bara að teygja vel eftir hvern dag!Vísir/GettyDagur 1 Í dag ætlarðu bara að gera æfingar. Það eru engin hlaup heldur styrktaræfingar fyrir allan líkamann í þetta skiptið. Ef þú kannt ekki að gera æfingarnar þá er hægt að fá útskýringar á öllum æfingum einfaldlega með því að gúgla eða fletta æfingunni upp á YouTube. Ef þú hefur ekki aðgang að tölvu fáðu þá einhvern sem þekkir til til þess að hjálpa þér. Þú ætlar að taka fjóra hringi af eftirfarandi æfingum: 1. 10 hnébeygjur (e. squats) 2. 10 armbeygjur (e. push-ups) 3. 10 framstig á hvorn fót (e. lunges) 4. 10 dýfur á bekk (e. bench dips) 5. 30 sekúndna planka (e. plank) 6. 40 sprellikarlahopp (e. jumping jacks)Dagur 2 Í dag ætlarðu að gefa aðeins í í hlaupunum. Þú ætlar að byrja á því að ganga rösklega í 5-10 mínútur. Eftir það ætlarðu að hlaupa í eina mínútu og þú ætlar að hlaupa aðeins hraðar en þú hefur gert hingað til. Síðan gengurðu í tvær mínútur áður en þú byrjar að hlaupa aftur í eina mínútu. Þetta ætlarðu að gera samtals 8 sinnum, þ.e. þú hleypur samtals 8 sinnum í 1 mínútu og gengur 8 sinnum í tvær mínútur. Dagur 3 Ég vona að líkaminn sé í lagi og harðsperrurnar farnar að minnka. Ég get alveg lofað því að það verða ekki alltaf harðsperrur, málið snýst bara um að gefast ekki upp og hætta að hreyfa sig. Í dag ætlarðu að fara í sund þar sem hreyfingin í vatninu er auðveldari en venjulega. Syntu 500 metra og farðu svo í pottinn eftir á. Þú átt það skilið!Dagur 4 Ef þú hefur fylgt öllum æfingunum í þessari viku þá hefurðu tekið vel á því. Í dag er því eins konar virk hvíld þar sem þú ætlar að fara í 30 mínútna göngutúr til þess að fá blóðflæðið af stað en á sama tíma að hvíla líkamann frá öðru átaki. Þú færð þó aðra áskorun fyrir daginn og það er að slökkva á öllum tækjum að minnsta kosti 30 mínútum fyrir svefn. Ekki kíkja á Facebook í símanum rétt áður en þú lokar augunum. Lestu frekar bók, talaðu við makann eða slakaðu einfaldlega aðeins á áður en þú ferð að sofa. Vísir/GettyDagur 5 Í dag ætlarðu að gera sömu æfingar og þú gerðir á degi 1 í þessari viku, nema hvað að þú ætlar að fara 5 hringi í staðinn fyrir fjóra. Mundu bara að teygja!Dagur 6 Þá eru það aftur hlaupin. Þú ætlar að nota sömu aðferð og þú gerðir á degi 2 í þessari viku, af því að það gekk svo vel síðast :) Þegar þú hefur lokið við hlaupin skora ég á þig að leggjast aðeins niður og njóta þess að finna fyrir vellíðunartilfinningunni sem flýtur um líkamann eftir mikil og góð átök. Dagur 7 Í dag ætlarðu að fara aftur í fjallgöngu. Þú getur farið á sama fjall og síðast eða farið eitthvert annað, eins og t.d. upp á Helgafell. Þú getur snúið við ef þú vilt ekki fara alveg upp á topp en núna ætlarðu að miða við að þetta sé að minnsta kosti 40 mínútna hreyfing. Klæddu þig vel og njóttu þess að vera uppi á fjalli, það er nefnilega svo stórkostleg tilfinning. Til þess að ljúka vikunni ætlarðu svo, áður en þú ferð að sofa, að hugsa um þrjá hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir. Þú getur annaðhvort skrifað þá niður eða sagt þá upphátt við maka eða einhvern annan. Með þessu móti ferðu að sofa með bros á vör og þakklæti í hjarta. Nú er einungis vika eftir og ég hlakka til að leiða þig í gegnum hana með stæl! Sjáumst í næstu viku :)
Heilsa Tengdar fréttir Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00 Fjögurra vikna sumaráskorun, vika 2 Hér er önnur vikan í fjögurra vikna sumaráskorun Nönnu íþróttafræðings 12. júní 2015 11:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fjögurra vikna sumaráskorun Sumarið er tími afslöppunar en þó ekki hreyfingarleysis og er því kjörið að nýta ferska loftið til að sprikla smá. 5. júní 2015 11:00
Fjögurra vikna sumaráskorun, vika 2 Hér er önnur vikan í fjögurra vikna sumaráskorun Nönnu íþróttafræðings 12. júní 2015 11:00
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið