Markmið leiðréttingarinnar náðust að fullu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána sést svart á hvítu hversu vel hefur tekist til við leiðréttinguna. Hvert orð sem sagt var um leiðréttinguna hefur staðið eins og stafur á bók. Hvert skref var í samræmi við áætlun. Ástæða er til að þakka þeim stóra hópi sem gerði þetta verkefni að veruleika. Leiðréttingin kemur til af forsendubresti og varð að helsta kosningamáli alþingiskosninga árið 2013 eins og flestir muna. Þeir sem urðu fyrir tjóni vegna ófyrirséðrar hækkunar á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána fá tjónið bætt, óháð „stétt eða stöðu“. Fyrir þessari aðgerð eru 1) réttlætisrök – almenningur varð fyrir forsendubresti og sértækar aðgerðir skiluðu takmörkuðum árangri, 2) jafnræðisrök – lánaform á ekki að ákvarða örlög heimila, 3) sanngirnisrök – tjón almennings af bankahruninu var verulegt og 4) efnahagsleg rök – há skuldsetning heimila dregur úr krafti efnahagslífsins. Leiðréttingin byggir á samspili beinnar niðurfærslu höfuðstóls og skattleysis séreignarsparnaðar til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána. Þeir sem nýta báða liði leiðréttingarinnar geta lækkað húsnæðisskuldir sínar um rúmlega 20%. Leiðréttingin leiðir einnig til tekjujöfnuðar enda kemur hún hlutfallslega langbest út fyrir þá tekjulægri. Hún líkist mest krónutöluhækkunum í kjarasamningum. Leiðrétting þeirra 10% sem lægstar hafa tekjurnar nemur rúmlega 60% af árstekjum þeirra en um 8% hjá þeim 10% sem hæstar hafa tekjurnar. Dreifing leiðréttingarinnar eftir tekjum er til muna jafnari en dreifing fyrri úrræða, svo sem 110% leiðarinnar. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna, hvort heldur þeir tjá sig á þingi eða á leiðarasíðu Fréttablaðsins, eiga erfitt með að sætta sig við velheppnaða leiðréttingu. Tveir hinna herskárri skrifa um málið á síðunni í gær. Stjórnarandstöðudálkurinn „Frá degi til dags“ heldur fram þeim hreinu ósannindum að leiðréttingin renni að mestu til hátekjufólks (raunin er þveröfug -ólíkt 110% leiðinni) og í leiðara er fullyrt að fjármagn til leiðréttingarinnar hafi ekki verið sótt til kröfuhafa eins og lofað hafði verið. Hvernig menn geta fengið þetta út er mér hulin ráðgáta. Bankaskattur á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja var lagður á til að brúa það bil í tíma sem yrði á milli lausnar á vanda þjóðarbúsins vegna slitabúa bankanna og leiðréttingarinnar. Nú liggur hins vegar fyrir að svigrúmið, sem margir töldu fyrir kosningar að væru sjónhverfingar einar, er meira en fyrirheit voru gefin um fyrir kosningar. Það liggur líka fyrir að það var miklu meira en nóg til að standa undir lækkun skulda heimilanna, rétt eins og lofað var fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána sést svart á hvítu hversu vel hefur tekist til við leiðréttinguna. Hvert orð sem sagt var um leiðréttinguna hefur staðið eins og stafur á bók. Hvert skref var í samræmi við áætlun. Ástæða er til að þakka þeim stóra hópi sem gerði þetta verkefni að veruleika. Leiðréttingin kemur til af forsendubresti og varð að helsta kosningamáli alþingiskosninga árið 2013 eins og flestir muna. Þeir sem urðu fyrir tjóni vegna ófyrirséðrar hækkunar á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána fá tjónið bætt, óháð „stétt eða stöðu“. Fyrir þessari aðgerð eru 1) réttlætisrök – almenningur varð fyrir forsendubresti og sértækar aðgerðir skiluðu takmörkuðum árangri, 2) jafnræðisrök – lánaform á ekki að ákvarða örlög heimila, 3) sanngirnisrök – tjón almennings af bankahruninu var verulegt og 4) efnahagsleg rök – há skuldsetning heimila dregur úr krafti efnahagslífsins. Leiðréttingin byggir á samspili beinnar niðurfærslu höfuðstóls og skattleysis séreignarsparnaðar til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána. Þeir sem nýta báða liði leiðréttingarinnar geta lækkað húsnæðisskuldir sínar um rúmlega 20%. Leiðréttingin leiðir einnig til tekjujöfnuðar enda kemur hún hlutfallslega langbest út fyrir þá tekjulægri. Hún líkist mest krónutöluhækkunum í kjarasamningum. Leiðrétting þeirra 10% sem lægstar hafa tekjurnar nemur rúmlega 60% af árstekjum þeirra en um 8% hjá þeim 10% sem hæstar hafa tekjurnar. Dreifing leiðréttingarinnar eftir tekjum er til muna jafnari en dreifing fyrri úrræða, svo sem 110% leiðarinnar. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna, hvort heldur þeir tjá sig á þingi eða á leiðarasíðu Fréttablaðsins, eiga erfitt með að sætta sig við velheppnaða leiðréttingu. Tveir hinna herskárri skrifa um málið á síðunni í gær. Stjórnarandstöðudálkurinn „Frá degi til dags“ heldur fram þeim hreinu ósannindum að leiðréttingin renni að mestu til hátekjufólks (raunin er þveröfug -ólíkt 110% leiðinni) og í leiðara er fullyrt að fjármagn til leiðréttingarinnar hafi ekki verið sótt til kröfuhafa eins og lofað hafði verið. Hvernig menn geta fengið þetta út er mér hulin ráðgáta. Bankaskattur á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja var lagður á til að brúa það bil í tíma sem yrði á milli lausnar á vanda þjóðarbúsins vegna slitabúa bankanna og leiðréttingarinnar. Nú liggur hins vegar fyrir að svigrúmið, sem margir töldu fyrir kosningar að væru sjónhverfingar einar, er meira en fyrirheit voru gefin um fyrir kosningar. Það liggur líka fyrir að það var miklu meira en nóg til að standa undir lækkun skulda heimilanna, rétt eins og lofað var fyrir kosningar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun