Mikilvægt skref fyrir Hafnfirðinga Ó. Ingi Tómasson skrifar 16. júlí 2015 09:00 Stórum áfanga var náð nýlega þegar samkomulag var undirritað um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar. Í samkomulaginu felst að línur við byggð verða fjarlægðar, aðrar settar í jörð og Ísallína flutt fjær byggð á lægri og minna áberandi möstur. Einnig verður bætt úr hljóðvist og ásýnd spennuvirkis í Hamranesi. Forsenda samkomulagsins er umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem var svo samþykkt þann 9. júlí sl. af fulltrúum meirihlutans en af einhverjum ástæðum sá minnihlutinn ástæðu til að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Nýr meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók strax þá stefnu að afgreiða ekki umsóknina fyrr en niðurrifi Hamraneslína yrði flýtt og línur í lofti nálægt íbúðabyggð settar í jörð. Forsagan Í stuttu máli þá má rekja þessa sögu aftur til ársins 2007 þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík. Ísal bauðst til að greiða fyrir jarðstrengi og niðurrif lína, þegar niðurstaða íbúakosningarinnar lá fyrir varð ekkert úr þeim framkvæmdum. Eftir kosninguna var haft eftir þáverandi bæjarstjóra, Lúðvík Geirssyni, að raflínur í nágrenni álversins í Straumsvík yrðu lagðar í jörð við nýbyggingarsvæði á Völlunum, engin breyting yrði á því, þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar. Í ágúst 2009 var undirritað samkomulag um uppbyggingu flutningskerfis raforku í landi Hafnarfjarðar þar sem nýjar línur og spennuvirki yrði reist fjærri byggð og aðrar rifnar. Öllum framkvæmdum átti að vera lokið árið 2017. Fyrirvari í samkomulaginu varð þess valdandi að engar framkvæmdir eru enn hafnar. Það var svo í október 2012 sem þáverandi bæjarstjóri, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, undirritaði viðauka við samkomulagið frá 2009 þar sem segir m.a. í 4. gr: „Landsnet hefur upplýst Hafnarfjarðarbæ um þá ákvörðun sína að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við niðurrif Hamraneslínu 1 og 2.“ Þessum framkvæmdum átti að vera lokið 2020 og að mati lögfróðra er óvíst að samkomulag þetta hefði haldið. Aðkoma íbúasamtaka Valla Íbúum á efri hluta Valla sem búa næst háspennumannvirkjum hefur ítrekað verið lofað að þessi mannvirki verði rifin niður og eru orðnir langþreyttir á að þau loforð hafi ekki verið efnd. Nýr meirihluti setti sér þau markmið að flýta niðurrifi Hamraneslína og nýjar línur færu í jörðu næst íbúabyggð. Að fenginni reynslu kom ekki til álita að setja fyrirvara inn í samkomulagið. Eftir langar viðræður við Landsnet lá fyrir að fyrirtækið var reiðubúið að flýta niðurrifi Hamraneslína til ársins 2018 og leggja nýjar línur í jörð næst byggð. Var framkvæmdin sett í grenndarkynningu og má segja að lán hafi fylgt okkur sem stóðum í samningaviðræðum við Landsnet, að gamalt skipulag fór í loftið með línum ofanjarðar næst byggð. Íbúar á Völlum mótmæltu og haldinn var íbúafundur. Í framhaldinu var fulltrúa íbúasamtakanna boðin þátttaka í viðræðunum þar sem áherslur íbúa sem ekki höfðu komið fram áður, s.s. bætt hljóðvist við spennuvirki og niðurrif Ísallína, voru settar á oddinn. Landsnet var upplýst um stöðuna og viðræður miðuðu að þeirri lausn sem skrifað var undir. Það er mjög ánægjulegt hversu gott samstarf við íbúasamtökin var í þessum viðræðum og sýnir slagkraft íbúa þegar þeir standa saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Stórum áfanga var náð nýlega þegar samkomulag var undirritað um uppbyggingu hluta raforkuflutningskerfis Landsnets hf. innan Hafnarfjarðar. Í samkomulaginu felst að línur við byggð verða fjarlægðar, aðrar settar í jörð og Ísallína flutt fjær byggð á lægri og minna áberandi möstur. Einnig verður bætt úr hljóðvist og ásýnd spennuvirkis í Hamranesi. Forsenda samkomulagsins er umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem var svo samþykkt þann 9. júlí sl. af fulltrúum meirihlutans en af einhverjum ástæðum sá minnihlutinn ástæðu til að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Nýr meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók strax þá stefnu að afgreiða ekki umsóknina fyrr en niðurrifi Hamraneslína yrði flýtt og línur í lofti nálægt íbúðabyggð settar í jörð. Forsagan Í stuttu máli þá má rekja þessa sögu aftur til ársins 2007 þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík. Ísal bauðst til að greiða fyrir jarðstrengi og niðurrif lína, þegar niðurstaða íbúakosningarinnar lá fyrir varð ekkert úr þeim framkvæmdum. Eftir kosninguna var haft eftir þáverandi bæjarstjóra, Lúðvík Geirssyni, að raflínur í nágrenni álversins í Straumsvík yrðu lagðar í jörð við nýbyggingarsvæði á Völlunum, engin breyting yrði á því, þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar. Í ágúst 2009 var undirritað samkomulag um uppbyggingu flutningskerfis raforku í landi Hafnarfjarðar þar sem nýjar línur og spennuvirki yrði reist fjærri byggð og aðrar rifnar. Öllum framkvæmdum átti að vera lokið árið 2017. Fyrirvari í samkomulaginu varð þess valdandi að engar framkvæmdir eru enn hafnar. Það var svo í október 2012 sem þáverandi bæjarstjóri, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, undirritaði viðauka við samkomulagið frá 2009 þar sem segir m.a. í 4. gr: „Landsnet hefur upplýst Hafnarfjarðarbæ um þá ákvörðun sína að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við niðurrif Hamraneslínu 1 og 2.“ Þessum framkvæmdum átti að vera lokið 2020 og að mati lögfróðra er óvíst að samkomulag þetta hefði haldið. Aðkoma íbúasamtaka Valla Íbúum á efri hluta Valla sem búa næst háspennumannvirkjum hefur ítrekað verið lofað að þessi mannvirki verði rifin niður og eru orðnir langþreyttir á að þau loforð hafi ekki verið efnd. Nýr meirihluti setti sér þau markmið að flýta niðurrifi Hamraneslína og nýjar línur færu í jörðu næst íbúabyggð. Að fenginni reynslu kom ekki til álita að setja fyrirvara inn í samkomulagið. Eftir langar viðræður við Landsnet lá fyrir að fyrirtækið var reiðubúið að flýta niðurrifi Hamraneslína til ársins 2018 og leggja nýjar línur í jörð næst byggð. Var framkvæmdin sett í grenndarkynningu og má segja að lán hafi fylgt okkur sem stóðum í samningaviðræðum við Landsnet, að gamalt skipulag fór í loftið með línum ofanjarðar næst byggð. Íbúar á Völlum mótmæltu og haldinn var íbúafundur. Í framhaldinu var fulltrúa íbúasamtakanna boðin þátttaka í viðræðunum þar sem áherslur íbúa sem ekki höfðu komið fram áður, s.s. bætt hljóðvist við spennuvirki og niðurrif Ísallína, voru settar á oddinn. Landsnet var upplýst um stöðuna og viðræður miðuðu að þeirri lausn sem skrifað var undir. Það er mjög ánægjulegt hversu gott samstarf við íbúasamtökin var í þessum viðræðum og sýnir slagkraft íbúa þegar þeir standa saman.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar