Sögur gæða landið lífi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2015 10:30 "Hugmyndin spratt fram þegar ég var spurð hvernig hægt væri að nota þjóðfræði í ferðaþjónustu,“ segir Sóley Björk, sem vann forritið upp úr MA-verkefni sínu í Hagnýtri menningarmiðlun við H.Í. Mynd/Úr einkasafni „Það er hellingur í boði bæði fyrir heimamenn og gesti í Skagafirði, það eru bara ekki allir sem vita af því. Mig langaði að bæta úr því,“ segir Sóley Björk Guðmundsdóttir þjóðfræðingur og heilinn bak við forritið Lifandi landslag. „Hugmyndin spratt fram í atvinnuviðtali þegar ég var spurð hvernig hægt væri að nota þjóðfræði í ferðaþjónustu,“ segir hún og telur Skagafjörð fyrsta héraðið á landinu sem komi fram með slíkt alhliða þjónustu- og afþreyingarforrit. Sóley er fædd og uppalin á Sauðárkróki en ættuð utan af Skaga. Nú býr hún á höfuðborgarsvæðinu en er greinilega holl gömlu heimabyggðinni í huga. „Skagafjörður er söguríkt svæði. Þar gerist Grettissaga að stóru leyti og Sturlunga líka og þegar Jón Árnason safnaði saman þjóðsögunum varð honum vel ágengt í Skagafirði, þannig að úr mörgu var að velja fyrir mig.“Hún segir fólk sjá nákvæmlega á korti hvar sögurnar gerast. „Fólk stendur í Varmahlíð og lítur til Glóðafeykis meðan það fræðist um atburði tengda honum eða á hlaðinu á Reynistað og hlustar á sögur af útilegumönnum sem bjuggu í helli í fjallinu fyrir ofan. Þannig varð titillinn til, sögurnar gæða landið lífi.“ Sögurnar eru bæði til lestrar og hlustunar. Þær sem hægt er að hlýða á eru á nútímatalmáli að sögn Sóleyjar. En er hún með einhverjar úr samtímanum? „Já, aðeins. Ein þeirra er til dæmis frá 1978 um vegagerð í Hegranesi þar sem allt gekk á afturfótunum og öll tæki biluðu þegar átti að sprengja veginn í gegnum klöpp en samningar náðust við huldufólkið.“ Sóley kveðst ætla að búa til sérstakt forrit fyrir skólana í Skagafirði, því bæði Íslendingasögurnar og þjóðsögurnar tengist námskránni. „Ég held að sögurnar veki meiri áhuga þegar krakkarnir geta tengt þær beint við umhverfið í kringum sig. Það gerir landið verðmætara í augum þeirra og ef fólk er ánægt með heimabyggðina þá hefur það áhrif á sjálfsmynd þess.“ Hún tekur fram að forritið kosti ekkert og því sé tilvalið fyrir sem flesta að sækja það. „Fólk þarf ekki að vera í Skagafirði til að setja það inn, ef það er með slökkt á staðsetningunni. Ég var með tvær ungar frænkur frá Danmörku í heimsókn nýlega og þær voru bara með forritið í gangi hér í Reykjavík að hlusta á skagfirskar draugasögur.“ Skagafjörður Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
„Það er hellingur í boði bæði fyrir heimamenn og gesti í Skagafirði, það eru bara ekki allir sem vita af því. Mig langaði að bæta úr því,“ segir Sóley Björk Guðmundsdóttir þjóðfræðingur og heilinn bak við forritið Lifandi landslag. „Hugmyndin spratt fram í atvinnuviðtali þegar ég var spurð hvernig hægt væri að nota þjóðfræði í ferðaþjónustu,“ segir hún og telur Skagafjörð fyrsta héraðið á landinu sem komi fram með slíkt alhliða þjónustu- og afþreyingarforrit. Sóley er fædd og uppalin á Sauðárkróki en ættuð utan af Skaga. Nú býr hún á höfuðborgarsvæðinu en er greinilega holl gömlu heimabyggðinni í huga. „Skagafjörður er söguríkt svæði. Þar gerist Grettissaga að stóru leyti og Sturlunga líka og þegar Jón Árnason safnaði saman þjóðsögunum varð honum vel ágengt í Skagafirði, þannig að úr mörgu var að velja fyrir mig.“Hún segir fólk sjá nákvæmlega á korti hvar sögurnar gerast. „Fólk stendur í Varmahlíð og lítur til Glóðafeykis meðan það fræðist um atburði tengda honum eða á hlaðinu á Reynistað og hlustar á sögur af útilegumönnum sem bjuggu í helli í fjallinu fyrir ofan. Þannig varð titillinn til, sögurnar gæða landið lífi.“ Sögurnar eru bæði til lestrar og hlustunar. Þær sem hægt er að hlýða á eru á nútímatalmáli að sögn Sóleyjar. En er hún með einhverjar úr samtímanum? „Já, aðeins. Ein þeirra er til dæmis frá 1978 um vegagerð í Hegranesi þar sem allt gekk á afturfótunum og öll tæki biluðu þegar átti að sprengja veginn í gegnum klöpp en samningar náðust við huldufólkið.“ Sóley kveðst ætla að búa til sérstakt forrit fyrir skólana í Skagafirði, því bæði Íslendingasögurnar og þjóðsögurnar tengist námskránni. „Ég held að sögurnar veki meiri áhuga þegar krakkarnir geta tengt þær beint við umhverfið í kringum sig. Það gerir landið verðmætara í augum þeirra og ef fólk er ánægt með heimabyggðina þá hefur það áhrif á sjálfsmynd þess.“ Hún tekur fram að forritið kosti ekkert og því sé tilvalið fyrir sem flesta að sækja það. „Fólk þarf ekki að vera í Skagafirði til að setja það inn, ef það er með slökkt á staðsetningunni. Ég var með tvær ungar frænkur frá Danmörku í heimsókn nýlega og þær voru bara með forritið í gangi hér í Reykjavík að hlusta á skagfirskar draugasögur.“
Skagafjörður Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið