Makrílsréttindi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Ég skal standa vörð um mannréttindi og taka þátt í að þvinga önnur ríki til að virða mannréttindi, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á viðskiptahagsmuni mína. Ef þú ert að kaupa fisk af mér, makríl til dæmis, þá ætla ég ekki að hafa skoðun á því hvernig þú ferð með þegna þína, hvort þú ræðst inn í önnur ríki eða að skipta mér yfirhöfuð nokkuð af því hvað þú gerir, annað en að kaupa makrílinn af mér. Nokkurn veginn svona má súmmera upp málflutning þeirra sem vilja að Íslendingar hætti að styðja viðskiptabann ESB á Rússa. Þvingununum var komið á í fyrra, í kjölfar framferðis Rússa á Krímskaga og í Úkraínu og sagt eiga að knýja þá til að fara eftir skilmálum vopnahlés í Úkraínu. Viðskiptabannið er um margt umdeilt. Það er margt á huldu um stríðið í Úkraínu og erfitt að finna nokkurn hvítþveginn og saklausan í þeim deilum. Þá hefur sú skoðun heyrst að viðskiptabannið sé ekki síst sett með hagsmuni ákveðinna Evrópuríkja í huga. Að minnsta kosti væru þau mörg viðskiptabönnin ef eitt gengi yfir alla. En hvað sem því líður þá er viðskiptabannið á Rússa staðreynd, sett með ákveðnum skilyrðum og ákveðnar kröfur settar fram. Viðskiptabönn eru verkfæri í vopnabúri alþjóðastjórnmála. Þau hafa oft og tíðum virkað vel; nægir að horfa til Apartheid í Suður-Afríku. Og Íslendingar hafa sem hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, og raunar blandast aðild að Atlantshafsbandalaginu þar inn í líka, stutt viðskiptabannið. Ekki er annað að ætla en að um það hafi farið fram töluverð umræða í ríkisstjórn á sínum tíma, líklega utanríkismálanefnd líka, eða hvað? Jafn róttæk aðgerð og að styðja viðskiptabann á þjóð sem á í ríkum viðskiptum við landið hlýtur að hafa verið vel undirbúin. Og þar sem allir og amma þeirra sáu fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu við viðskiptabanninu hlýtur ríkisstjórn Íslands að vera vel undir það búin að Rússar svari í sömu mynt og setji viðskiptabann á Ísland. Utanríkismálanefnd fundaði um málið í gær og niðurstaðan er sú að halda eigi áfram stuðningi við viðskiptabannið. Það er gott að kerfið skuli bregðast við, nefnd funda þó sumarleyfi séu og ráðherra taka afstöðu í jafn stóru máli. Allt þetta hefði þó verið hægt að sjá fyrir, því þó Rússar hafi leyft Íslendingum að höndla með fisk lengur en mörgum öðrum þjóðum sem styðja viðskiptabannið, var það alltaf tímaspursmál hvenær því linnti. Fiskútflytjendur kvarta nú sáran yfir því að halda eigi stuðningi við viðskiptabannið til streitu. Þeir virðast ekki hafa séð fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu, sem bendir ekki til þess að þeir þekki viðskiptavini sína mjög vel. Utanfrá séð lítur það þannig út að Íslendingar hafi notið þess á meðan á því stóð að geta ein fárra þjóða selt fisk sinn í Rússlandi, en nú virðist það vera á enda. Hvað sem að endingu gerist á stefna varðandi mannréttindi ekki að ráðast af því hversu mikið við græðum eða töpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég skal standa vörð um mannréttindi og taka þátt í að þvinga önnur ríki til að virða mannréttindi, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á viðskiptahagsmuni mína. Ef þú ert að kaupa fisk af mér, makríl til dæmis, þá ætla ég ekki að hafa skoðun á því hvernig þú ferð með þegna þína, hvort þú ræðst inn í önnur ríki eða að skipta mér yfirhöfuð nokkuð af því hvað þú gerir, annað en að kaupa makrílinn af mér. Nokkurn veginn svona má súmmera upp málflutning þeirra sem vilja að Íslendingar hætti að styðja viðskiptabann ESB á Rússa. Þvingununum var komið á í fyrra, í kjölfar framferðis Rússa á Krímskaga og í Úkraínu og sagt eiga að knýja þá til að fara eftir skilmálum vopnahlés í Úkraínu. Viðskiptabannið er um margt umdeilt. Það er margt á huldu um stríðið í Úkraínu og erfitt að finna nokkurn hvítþveginn og saklausan í þeim deilum. Þá hefur sú skoðun heyrst að viðskiptabannið sé ekki síst sett með hagsmuni ákveðinna Evrópuríkja í huga. Að minnsta kosti væru þau mörg viðskiptabönnin ef eitt gengi yfir alla. En hvað sem því líður þá er viðskiptabannið á Rússa staðreynd, sett með ákveðnum skilyrðum og ákveðnar kröfur settar fram. Viðskiptabönn eru verkfæri í vopnabúri alþjóðastjórnmála. Þau hafa oft og tíðum virkað vel; nægir að horfa til Apartheid í Suður-Afríku. Og Íslendingar hafa sem hluti af Evrópska efnahagssvæðinu, og raunar blandast aðild að Atlantshafsbandalaginu þar inn í líka, stutt viðskiptabannið. Ekki er annað að ætla en að um það hafi farið fram töluverð umræða í ríkisstjórn á sínum tíma, líklega utanríkismálanefnd líka, eða hvað? Jafn róttæk aðgerð og að styðja viðskiptabann á þjóð sem á í ríkum viðskiptum við landið hlýtur að hafa verið vel undirbúin. Og þar sem allir og amma þeirra sáu fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu við viðskiptabanninu hlýtur ríkisstjórn Íslands að vera vel undir það búin að Rússar svari í sömu mynt og setji viðskiptabann á Ísland. Utanríkismálanefnd fundaði um málið í gær og niðurstaðan er sú að halda eigi áfram stuðningi við viðskiptabannið. Það er gott að kerfið skuli bregðast við, nefnd funda þó sumarleyfi séu og ráðherra taka afstöðu í jafn stóru máli. Allt þetta hefði þó verið hægt að sjá fyrir, því þó Rússar hafi leyft Íslendingum að höndla með fisk lengur en mörgum öðrum þjóðum sem styðja viðskiptabannið, var það alltaf tímaspursmál hvenær því linnti. Fiskútflytjendur kvarta nú sáran yfir því að halda eigi stuðningi við viðskiptabannið til streitu. Þeir virðast ekki hafa séð fyrir hver viðbrögð Rússa yrðu, sem bendir ekki til þess að þeir þekki viðskiptavini sína mjög vel. Utanfrá séð lítur það þannig út að Íslendingar hafi notið þess á meðan á því stóð að geta ein fárra þjóða selt fisk sinn í Rússlandi, en nú virðist það vera á enda. Hvað sem að endingu gerist á stefna varðandi mannréttindi ekki að ráðast af því hversu mikið við græðum eða töpum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun