Það er í lagi að vera leiður rikka skrifar 17. ágúst 2015 14:00 Vísir/Getty Í síðustu viku skrifaði ég pistil um þá sem velja að vera jákvæðir og hvernig þeir sem ekki eru húrrandi glaðir alla daga vikunnar geta vanið sig á það. Bara svo að það sé nú upp á borðinu og á hreinu þá er það fullkomlega eðlilegt að vakna leiður af engri ástæðu. Stundum er maður bara leiður, kannski kom eitthvað upp á í lífinu eða kannski bara líður þér svona í dag. Manninum er nauðsynlegt að líða stundum illa. Fyrir þá sem eru sífellt glaðir og jákvæðir getur leiði og depurð hreinlega verið kærkomin tilbreyting. Þeir sem komnir eru á fullorðinsaldurinn og farnir að sigla um lífsins sjó vita það vel að lífið er ekki alltaf dans á rósum, það þurfa ekki allir dagar að vera skemmtilegir. Það er þó alltaf hægt að gera daginn örlítið skemmtilegri, ekki satt. Hérna koma örstutt og lítil ráð sem þú getur notað strax í dag. Hægðu örlítið á þér og horfðu í kringum þig, njóttu þess að finna rigninguna detta létt á axlir þínar. Finndu lyktina og hlustaðu á hljóðin. Við gleymum því oft í dagsins önn að staldra við og njóta. Æfðu þig , hlauptu, syntu, lyftu. Líkamsrækt gerir kraftaverk fyrir líkama og sál. Hugsaðu um garðinn þinn eða fáðu þér göngutúr úti í náttúrunni, hún hefur græðandi áhrif á hug og hjarta. Reyndu að fara út fyrir þægindahringinn, gerðu eitthvað sem þér finnst vanalega óþægilegt. Hafðu samt í huga að hafa það innan siðsamlegra marka. Brostu, hlæðu og hrósaðu náunganum. Leggðu frá þér símann og fartölvuna í smástund. Lestu frekar bók eða gerðu eitthvað uppbyggilegra. Taktu utan um fólkið þitt. Talaðu við ókunnuga, þú veist aldrei hverjum þú gætir kynnst. Allir hafa einhverja sögu að segja. Tónlist hefur ótrúlegan lækningarmátt, hlustaðu á tónlist sem kemur þér í gott skap. Vertu þakklát/ur og mundu að þakka fyrir þig á hverju kvöldi þegar þú leggst á koddann. Heilsa Tengdar fréttir Áskorunin að vera einn Flestum leiðist að vera einir með sjálfum sér og finna fyrir eirðarleysi og tómarúmi sem svo er fyllt upp í með skammtímagleði eða öðrum uppfyllingum. Við höfum öll gott af því að vera ein svona endrum og eins. 27. júlí 2015 14:00 Gleði og jákvæðni er góður valkostur Hvernig stendur á því að sumir eru alltaf glaðir og jákvæðir? Borða þeir eitthvað annað en við hin eða er þeim þetta meðfætt? Getur neikvæður einstaklingur vanið sig á það að vera jákvæður? 10. ágúst 2015 14:00 Veljum rétt á grillið Það skiptir máli fyrir heilsuna hvað er sett á grillið og svo snætt 3. ágúst 2015 14:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Í síðustu viku skrifaði ég pistil um þá sem velja að vera jákvæðir og hvernig þeir sem ekki eru húrrandi glaðir alla daga vikunnar geta vanið sig á það. Bara svo að það sé nú upp á borðinu og á hreinu þá er það fullkomlega eðlilegt að vakna leiður af engri ástæðu. Stundum er maður bara leiður, kannski kom eitthvað upp á í lífinu eða kannski bara líður þér svona í dag. Manninum er nauðsynlegt að líða stundum illa. Fyrir þá sem eru sífellt glaðir og jákvæðir getur leiði og depurð hreinlega verið kærkomin tilbreyting. Þeir sem komnir eru á fullorðinsaldurinn og farnir að sigla um lífsins sjó vita það vel að lífið er ekki alltaf dans á rósum, það þurfa ekki allir dagar að vera skemmtilegir. Það er þó alltaf hægt að gera daginn örlítið skemmtilegri, ekki satt. Hérna koma örstutt og lítil ráð sem þú getur notað strax í dag. Hægðu örlítið á þér og horfðu í kringum þig, njóttu þess að finna rigninguna detta létt á axlir þínar. Finndu lyktina og hlustaðu á hljóðin. Við gleymum því oft í dagsins önn að staldra við og njóta. Æfðu þig , hlauptu, syntu, lyftu. Líkamsrækt gerir kraftaverk fyrir líkama og sál. Hugsaðu um garðinn þinn eða fáðu þér göngutúr úti í náttúrunni, hún hefur græðandi áhrif á hug og hjarta. Reyndu að fara út fyrir þægindahringinn, gerðu eitthvað sem þér finnst vanalega óþægilegt. Hafðu samt í huga að hafa það innan siðsamlegra marka. Brostu, hlæðu og hrósaðu náunganum. Leggðu frá þér símann og fartölvuna í smástund. Lestu frekar bók eða gerðu eitthvað uppbyggilegra. Taktu utan um fólkið þitt. Talaðu við ókunnuga, þú veist aldrei hverjum þú gætir kynnst. Allir hafa einhverja sögu að segja. Tónlist hefur ótrúlegan lækningarmátt, hlustaðu á tónlist sem kemur þér í gott skap. Vertu þakklát/ur og mundu að þakka fyrir þig á hverju kvöldi þegar þú leggst á koddann.
Heilsa Tengdar fréttir Áskorunin að vera einn Flestum leiðist að vera einir með sjálfum sér og finna fyrir eirðarleysi og tómarúmi sem svo er fyllt upp í með skammtímagleði eða öðrum uppfyllingum. Við höfum öll gott af því að vera ein svona endrum og eins. 27. júlí 2015 14:00 Gleði og jákvæðni er góður valkostur Hvernig stendur á því að sumir eru alltaf glaðir og jákvæðir? Borða þeir eitthvað annað en við hin eða er þeim þetta meðfætt? Getur neikvæður einstaklingur vanið sig á það að vera jákvæður? 10. ágúst 2015 14:00 Veljum rétt á grillið Það skiptir máli fyrir heilsuna hvað er sett á grillið og svo snætt 3. ágúst 2015 14:00 Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Áskorunin að vera einn Flestum leiðist að vera einir með sjálfum sér og finna fyrir eirðarleysi og tómarúmi sem svo er fyllt upp í með skammtímagleði eða öðrum uppfyllingum. Við höfum öll gott af því að vera ein svona endrum og eins. 27. júlí 2015 14:00
Gleði og jákvæðni er góður valkostur Hvernig stendur á því að sumir eru alltaf glaðir og jákvæðir? Borða þeir eitthvað annað en við hin eða er þeim þetta meðfætt? Getur neikvæður einstaklingur vanið sig á það að vera jákvæður? 10. ágúst 2015 14:00
Veljum rétt á grillið Það skiptir máli fyrir heilsuna hvað er sett á grillið og svo snætt 3. ágúst 2015 14:00
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið