Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2016 21:13 Dagur Sigurðsson breytti gangi mála. vísir/afp Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í þýska landsliðinu til sigurs gegn Svíþjóð í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í dag. Leikurinn var taumlaus skemmtun frá upphafi til enda og hafði Þýskaland sigur, 27-26, eftir að vera fjórum mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi framan af í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að skora. Eftir tæpar 18 mínútur var staðan jöfn, 10-10, og allt stefndi í hörkuleik. En þá tóku við miklar sveiflur. Svíarnir skelltu í lás í vörninni, fengu mikið af auðveldum mörkum, skoruðu sex mörk á móti einu og komust í 16-11. Síðustu þrettán mínútur fyrri hálfleiks skoraði Svíþjóð sjö mörk á móti þremur mörkum Þýskalands og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Mattias Andersson, hinn magnaði markvörður sænska liðsins, var ósigrandi í markinu seinni hluta fyrri hálfleiks á meðan þýsku markverðirnir klukkuðu ekki bolta. Sveiflurnar héldu svo áfram með látum í seinni hálfleik, en hvað Dagur Sigurðsson sagði við sína menn inn í klefa hlýtur að vera rannsóknarefni. Dagur breytti varnarleiknum og Þjóðverjarnir mættu með látum inni í seinni hálfleik. Þeir skoruðu fimm af sex fyrstu mörkunum og jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir fimm mínútur. Þýskaland skoraði ellefu mörk á móti þremur sænskum á fyrstu 15 mínútum seinni hálfleiks og komst fjórum mörkum yfir, 24-20. Átta marka sveifla. Spennan hélt þó áfram því Svíarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í tvö mörk, 26-24, og aftur í 27-25 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Dramatíkinni var ekki lokið því Christian Dissinger, stórskytta Þýskalands sem leikur með Kiel, fékk rautt spjald þegar fjórar mínútur voru eftir eftir brot á Viktor Östlund. Fredrik Petersen minnkaði muninn í eitt mark, 27-26, úr vítakastinu. Þjóðverjar voru þarna tveimur færri. Svíarnir náðu ekki að nýta refsitímann og fengu Þjóðverjar gullið tækifæri til að ganga frá leiknum þegar ein mínúta var eftir. Lærisveinar Dags unnu þá boltann í vörninni og fór skyttan Finn Lemke einn í gegn frá miðju. Honum tókst ekki að skora úr hraðaupphlaupinu, en Lemke þrumaði boltanum yfir markið. Svíar fóru því í lokasókn og gátu jafnað metin og tryggt sér eitt stig. Lukas Nilson tók lokaskotið í miklli neyð eftir að þýska vörnin stóð af sér árásir Svíanna. Skotið fór yfir markið og landaði Þýskaland ævintýralegum sigri, 27-26. Þýskaland er með tvö stig í C-riðli líkt og Svíþjóð, en Spánverjar eru á toppnum með þrjú stig og Slóvenar ekkert. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í þýska landsliðinu til sigurs gegn Svíþjóð í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í dag. Leikurinn var taumlaus skemmtun frá upphafi til enda og hafði Þýskaland sigur, 27-26, eftir að vera fjórum mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi framan af í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að skora. Eftir tæpar 18 mínútur var staðan jöfn, 10-10, og allt stefndi í hörkuleik. En þá tóku við miklar sveiflur. Svíarnir skelltu í lás í vörninni, fengu mikið af auðveldum mörkum, skoruðu sex mörk á móti einu og komust í 16-11. Síðustu þrettán mínútur fyrri hálfleiks skoraði Svíþjóð sjö mörk á móti þremur mörkum Þýskalands og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Mattias Andersson, hinn magnaði markvörður sænska liðsins, var ósigrandi í markinu seinni hluta fyrri hálfleiks á meðan þýsku markverðirnir klukkuðu ekki bolta. Sveiflurnar héldu svo áfram með látum í seinni hálfleik, en hvað Dagur Sigurðsson sagði við sína menn inn í klefa hlýtur að vera rannsóknarefni. Dagur breytti varnarleiknum og Þjóðverjarnir mættu með látum inni í seinni hálfleik. Þeir skoruðu fimm af sex fyrstu mörkunum og jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir fimm mínútur. Þýskaland skoraði ellefu mörk á móti þremur sænskum á fyrstu 15 mínútum seinni hálfleiks og komst fjórum mörkum yfir, 24-20. Átta marka sveifla. Spennan hélt þó áfram því Svíarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í tvö mörk, 26-24, og aftur í 27-25 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Dramatíkinni var ekki lokið því Christian Dissinger, stórskytta Þýskalands sem leikur með Kiel, fékk rautt spjald þegar fjórar mínútur voru eftir eftir brot á Viktor Östlund. Fredrik Petersen minnkaði muninn í eitt mark, 27-26, úr vítakastinu. Þjóðverjar voru þarna tveimur færri. Svíarnir náðu ekki að nýta refsitímann og fengu Þjóðverjar gullið tækifæri til að ganga frá leiknum þegar ein mínúta var eftir. Lærisveinar Dags unnu þá boltann í vörninni og fór skyttan Finn Lemke einn í gegn frá miðju. Honum tókst ekki að skora úr hraðaupphlaupinu, en Lemke þrumaði boltanum yfir markið. Svíar fóru því í lokasókn og gátu jafnað metin og tryggt sér eitt stig. Lukas Nilson tók lokaskotið í miklli neyð eftir að þýska vörnin stóð af sér árásir Svíanna. Skotið fór yfir markið og landaði Þýskaland ævintýralegum sigri, 27-26. Þýskaland er með tvö stig í C-riðli líkt og Svíþjóð, en Spánverjar eru á toppnum með þrjú stig og Slóvenar ekkert.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira