Gú gú og ga ga Magnús Guðmundsson skrifar 11. janúar 2016 07:00 „Gulli varð listmálari, Daníel og Skúli lögðu fyrir sig bílaviðskipti, Jói fór í gæslustörf og Siggi gerðist sjómaður, enda alltaf með hugann við hafið, en ég varð vistmaður á Kleppi, gú gú og ga ga, bimmi limm og bomm bomm, á eilífum byrjunarreit, eilífri endastöð, einfari að atvinnu.“ Svona segir sögumaður Einars Más Guðmundssonar í Englum alheimsins frá því hvaða stefnu nokkrir ungir menn tóku í lífinu, eftir því hvert hugur þeirra stefndi, flestir sjálfviljugir en einn tilneyddur undir oki geðklofa. Englar alheimsins er efalítið þekktasta bók þessa stórmerka listamanns Einars Más enda er hún flestum Íslendingum kunn. Við höfum flest lesið hana, séð hana í bíói, sjónvarpi eða á sviði og ferðalag þessarar bókar er rétt að byrja. Englar alheimsins hafa skapað ógrynni starfa og efnislegra verðmæta, eflt þjóðarbúið margfræga og aukið veg okkar og virðingu úti í hinum stóra heimi. En ekkert af því er stóra málið. Þessi bók var ekki skrifuð peninganna vegna og hún hefur ekki gert höfundinn að milljóner. Einar Már Guðmundsson er reyndar einn þeirra fjölmörgu íslensku listamanna sem hefur stundum verið á listamannalaunum. Hvort Einar Már var á slíkum launum þegar hann skrifaði Engla alheimsins skal ekkert fullyrt um. Hafi svo verið þá hefur það augljóslega verið með betur heppnuðu fjárfestingum sem þjóðin hefur gert. Það er reyndar margsannað að listsköpun er góð fjárfesting. En eins og áður sagði er það ekki stóra málið. Stóra málið er að góð listaverk breyta heiminum. Aðeins í gegnum list getum við komist út úr okkur sjálfum og séð heiminn með augum annarra, sagði Proust og ég vona að ég fari rétt með, og það er stórkostlegt. Í gegnum listina getum við lifað ótal æviskeið, fundið til, hlegið og grátið í gegnum aldirnar um veröldina þvera og endilanga. Við getum séð heiminn með augum karla og kvenna, bílasala, sjómanna, listmálara, forseta jafnt sem kleppara sem lífið fjarar undan á eilífri endastöð. Því sá sem velur að njóta listar getur séð heiminn með þúsund augum flugunnar og lært að skilja bæði sjálfan sig og aðra. Það er ómetanlegt. Englar alheimsins er eitt af þessum óteljandi listaverkum sem gera okkur einmitt mögulegt að sjá heiminn með augum annarra. Listaverk sem braut á bak aftur ranghugmyndir og fordóma og gerði okkur kleift að breyta hugmyndum okkar og afstöðu til þeirra sem takast á við geðsjúkdóma. Bók sem breytti heiminum og gerir enn á hverjum degi. Bók sem lifir með okkur og við með henni. Auðvitað er það ekki svo að í hvert sinn sem listamaður fer á listamannalaun að þá fylgi því trygging fyrir að vel takist til. Slíkt er hvorki eðli lista né vísinda að allar tilraunir skili árangri. En í hvert eitt sinn sem vel tekst til þá er ávinningurinn slíkur að það verður illa metið til fjár en þeim mun fremur til framfara. List er nefnilega leið til betra lífs fyrir okkur öll. Og að halda því fram að það borgi sig ekki að greiða nokkrum laun fyrir að skapa list er álíka gú gú og ga ga og að halda því fram að sjávarútvegur borgi sig ekki því að netin séu alls ekki full í hverju kasti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
„Gulli varð listmálari, Daníel og Skúli lögðu fyrir sig bílaviðskipti, Jói fór í gæslustörf og Siggi gerðist sjómaður, enda alltaf með hugann við hafið, en ég varð vistmaður á Kleppi, gú gú og ga ga, bimmi limm og bomm bomm, á eilífum byrjunarreit, eilífri endastöð, einfari að atvinnu.“ Svona segir sögumaður Einars Más Guðmundssonar í Englum alheimsins frá því hvaða stefnu nokkrir ungir menn tóku í lífinu, eftir því hvert hugur þeirra stefndi, flestir sjálfviljugir en einn tilneyddur undir oki geðklofa. Englar alheimsins er efalítið þekktasta bók þessa stórmerka listamanns Einars Más enda er hún flestum Íslendingum kunn. Við höfum flest lesið hana, séð hana í bíói, sjónvarpi eða á sviði og ferðalag þessarar bókar er rétt að byrja. Englar alheimsins hafa skapað ógrynni starfa og efnislegra verðmæta, eflt þjóðarbúið margfræga og aukið veg okkar og virðingu úti í hinum stóra heimi. En ekkert af því er stóra málið. Þessi bók var ekki skrifuð peninganna vegna og hún hefur ekki gert höfundinn að milljóner. Einar Már Guðmundsson er reyndar einn þeirra fjölmörgu íslensku listamanna sem hefur stundum verið á listamannalaunum. Hvort Einar Már var á slíkum launum þegar hann skrifaði Engla alheimsins skal ekkert fullyrt um. Hafi svo verið þá hefur það augljóslega verið með betur heppnuðu fjárfestingum sem þjóðin hefur gert. Það er reyndar margsannað að listsköpun er góð fjárfesting. En eins og áður sagði er það ekki stóra málið. Stóra málið er að góð listaverk breyta heiminum. Aðeins í gegnum list getum við komist út úr okkur sjálfum og séð heiminn með augum annarra, sagði Proust og ég vona að ég fari rétt með, og það er stórkostlegt. Í gegnum listina getum við lifað ótal æviskeið, fundið til, hlegið og grátið í gegnum aldirnar um veröldina þvera og endilanga. Við getum séð heiminn með augum karla og kvenna, bílasala, sjómanna, listmálara, forseta jafnt sem kleppara sem lífið fjarar undan á eilífri endastöð. Því sá sem velur að njóta listar getur séð heiminn með þúsund augum flugunnar og lært að skilja bæði sjálfan sig og aðra. Það er ómetanlegt. Englar alheimsins er eitt af þessum óteljandi listaverkum sem gera okkur einmitt mögulegt að sjá heiminn með augum annarra. Listaverk sem braut á bak aftur ranghugmyndir og fordóma og gerði okkur kleift að breyta hugmyndum okkar og afstöðu til þeirra sem takast á við geðsjúkdóma. Bók sem breytti heiminum og gerir enn á hverjum degi. Bók sem lifir með okkur og við með henni. Auðvitað er það ekki svo að í hvert sinn sem listamaður fer á listamannalaun að þá fylgi því trygging fyrir að vel takist til. Slíkt er hvorki eðli lista né vísinda að allar tilraunir skili árangri. En í hvert eitt sinn sem vel tekst til þá er ávinningurinn slíkur að það verður illa metið til fjár en þeim mun fremur til framfara. List er nefnilega leið til betra lífs fyrir okkur öll. Og að halda því fram að það borgi sig ekki að greiða nokkrum laun fyrir að skapa list er álíka gú gú og ga ga og að halda því fram að sjávarútvegur borgi sig ekki því að netin séu alls ekki full í hverju kasti.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun