Noregur í undanúrslit í fyrsta sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2016 18:51 Norðmenn náðu að stöðva Nikola Karabatic í kvöld. Vísir/AFP Noregur gerði sér lítið fyrir og skellti heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakklands í lokaumferð milliriðlakeppninnar á EM í Frakklandi í dag, 29-24 Þar með náðu Norðmenn að tryggja sér efsta sæti milliriðils 1 og þar með sæti í undanúrslitum á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. Frakkland situr eftir í öðru sæti riðilsins með sex stig. Pólland er einnig með sex stig en á leik til góða gegn Króatíu, sem er með fjögur stig, í kvöld. Öll þessi þrjú lið geta komist áfram í undanúrslitin með Norðmönnum í kvöld. Pólverjar fara áfram með að minnsta kosti jafntefli í leiknum á eftir en Króatar þurfa að vinna ellefu marka sigur í á Pólverjum til að fara fyrir ofan bæði Frakkland og Pólland. Frakkar fara aðeins áfram ef Króatar vinna Pólverja, en þó með ekki minna en fjögurra marka mun og ekki meira en ellefu marka mun. Norðmenn leiddu gegn Frökkum með eins marks mun í hálfleik, 12-11, en þeir norsku náðu að síga fram úr með frábærum varnarleik síðustu 20 mínútur leiksins. Kent Robin Tönnesen átti frábæran leik og skoraði sex mörk en fleiri voru öflugir í liði Norðmanna. Daniel Narcisse skoraði sjö mörk fyrir Frakka en Nikola Karabatic aðeins þrjú mörk í átta skotum. Þá varði Thierry Omeyer tíu skot í marki Frakka og var með 29 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Viðureign Frakklands og Póllands hefst klukkan 19.30. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Noregur gerði sér lítið fyrir og skellti heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakklands í lokaumferð milliriðlakeppninnar á EM í Frakklandi í dag, 29-24 Þar með náðu Norðmenn að tryggja sér efsta sæti milliriðils 1 og þar með sæti í undanúrslitum á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. Frakkland situr eftir í öðru sæti riðilsins með sex stig. Pólland er einnig með sex stig en á leik til góða gegn Króatíu, sem er með fjögur stig, í kvöld. Öll þessi þrjú lið geta komist áfram í undanúrslitin með Norðmönnum í kvöld. Pólverjar fara áfram með að minnsta kosti jafntefli í leiknum á eftir en Króatar þurfa að vinna ellefu marka sigur í á Pólverjum til að fara fyrir ofan bæði Frakkland og Pólland. Frakkar fara aðeins áfram ef Króatar vinna Pólverja, en þó með ekki minna en fjögurra marka mun og ekki meira en ellefu marka mun. Norðmenn leiddu gegn Frökkum með eins marks mun í hálfleik, 12-11, en þeir norsku náðu að síga fram úr með frábærum varnarleik síðustu 20 mínútur leiksins. Kent Robin Tönnesen átti frábæran leik og skoraði sex mörk en fleiri voru öflugir í liði Norðmanna. Daniel Narcisse skoraði sjö mörk fyrir Frakka en Nikola Karabatic aðeins þrjú mörk í átta skotum. Þá varði Thierry Omeyer tíu skot í marki Frakka og var með 29 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Viðureign Frakklands og Póllands hefst klukkan 19.30.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira