Frakkar með næstum því þúsund fleiri landsleiki en Norðmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 10:30 Espen Lie Hansen reynir skot á móti Pólverjum en Norðmenn unnu þar glæsilegan sigur. Vísir/Getty Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt. Norðmenn náðu aðeins jafntefli á móti Makedóníu í gær og hafa eins stigs forskot á Frakkland og Pólland. Pólverjar mæta Króötum í dag en sá leikur fer fram eftir leik Norðmanna og Frakka og pólska liðið veit þar með nákvæmlega hvað það þarf að gera til að komast í undanúrslitin. TV2 í Noregi hefur borið saman byrjunarlið franska og norska liðsins og þar kemur í ljós gríðarlegur munur á reynslu manna. Franska landsliðið hefur unnið tíu stórmótagull frá og með HM á Íslandi 1995 en Norðmenn hafa aldrei endað ofar en í sjötta sæti á stórmóti. Thierry Omeyer, markvörður franska liðsins, hefur verið með í níu af þessum tíu gullliðum og blaðamaður TV2 vekur athygli á því að Sander Sagosen, leikstjórnandi Norðmanna, var enn fimm ára gamall þegar Omeyer vann sitt fyrsta gull á HM í Frakklandi 2001. Byrjunarlið Frakka hefur leikið samanlagt næstum því þúsund fleiri landsleiki en byrjunarlið Norðmanna og hver leikmaður í franska landsliðinu hefur spilað 141 leik meira að meðaltali en leikmenn í því norska. Það munar líka talsvert á meðalaldrinum sem er 32,3 ár hjá Frökkum en 26,6 ár hjá Norðmönnum. Hvergi er munurinn meiri en hjá markvörðunum Thierry Omeyer hjá Frakklandi og Espen Christensen hjá Norðmönnum. Omeyer hefur spilað 333 landsleiki eða 290 fleiri en Christensen. Frakkar vita því nákvæmlega hvað þeir eru að fara út í seinna í dag en spennustigið hjá norska liðinu verður mikið spurningamerki. Það á líka eftir að koma í ljós hvernig klúðrið á móti Makedóníu í gær fer í norsku strákana. Leikur Frakklands og Noregs hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma.Byrjunarlið Frakka hjá TV2 Thierry Omeyer - 39 ára, 192 sm, 333 landsleikir, 9 gull Michael Guigou - 33 ára, 179 sm, 223 landsleikir, 8 gull Nikola Karabatic - 31 ára, 196 sm, 257 landsleikir, 8 gull Daniel Narcisse - 36 ára, 188 sm, 285 landsleikir, 8 gull Valentin Porte - 25 ára, 190 sm, 53 landsleikir, 2 gull Luc Abalo - 31 ára, 182 sm, 201 landsleikur, 7 gull Cedric Sorhaindo - 31 v, 192 sm, 155 landsleikir, 6 gullBryjunarlið Norðmanna hjá TV2 Espen Christensen - 30 ára, 190 sm, 43 landsleikir Magnus Jöndal - 27 ára, 187 sm, 73 landsleikir Espen Lie Hansen - 26 ára, 196 sm, 95 landsleikir Sander Sagosen - 20 ára, 195 sm, 32 landsleikir Harald Reinkind - 23 ára, 196 sm, 52 landsleikir Kristian Björnsen - 27 ára, 191 scm, 50 landsleikir Bjarte Myrhol - 33 ára, 194 sm, 176 landsleikir EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46 Norðmenn töpuðu óvænt stigi gegn Makedóníu Noregur verður í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina á miðvikudag. 25. janúar 2016 18:59 Norðmenn fyrstir til að leggja Pólverja Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. 23. janúar 2016 21:12 Liðið sem tapaði fyrir Íslandi gæti komist í undanúrslit EM í kvöld Norðmenn hafa unnið þrjá leiki í röð á EM í handbolta í Póllandi og gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld verði úrslit beggja leikja þeim hagstæð. 25. janúar 2016 14:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt. Norðmenn náðu aðeins jafntefli á móti Makedóníu í gær og hafa eins stigs forskot á Frakkland og Pólland. Pólverjar mæta Króötum í dag en sá leikur fer fram eftir leik Norðmanna og Frakka og pólska liðið veit þar með nákvæmlega hvað það þarf að gera til að komast í undanúrslitin. TV2 í Noregi hefur borið saman byrjunarlið franska og norska liðsins og þar kemur í ljós gríðarlegur munur á reynslu manna. Franska landsliðið hefur unnið tíu stórmótagull frá og með HM á Íslandi 1995 en Norðmenn hafa aldrei endað ofar en í sjötta sæti á stórmóti. Thierry Omeyer, markvörður franska liðsins, hefur verið með í níu af þessum tíu gullliðum og blaðamaður TV2 vekur athygli á því að Sander Sagosen, leikstjórnandi Norðmanna, var enn fimm ára gamall þegar Omeyer vann sitt fyrsta gull á HM í Frakklandi 2001. Byrjunarlið Frakka hefur leikið samanlagt næstum því þúsund fleiri landsleiki en byrjunarlið Norðmanna og hver leikmaður í franska landsliðinu hefur spilað 141 leik meira að meðaltali en leikmenn í því norska. Það munar líka talsvert á meðalaldrinum sem er 32,3 ár hjá Frökkum en 26,6 ár hjá Norðmönnum. Hvergi er munurinn meiri en hjá markvörðunum Thierry Omeyer hjá Frakklandi og Espen Christensen hjá Norðmönnum. Omeyer hefur spilað 333 landsleiki eða 290 fleiri en Christensen. Frakkar vita því nákvæmlega hvað þeir eru að fara út í seinna í dag en spennustigið hjá norska liðinu verður mikið spurningamerki. Það á líka eftir að koma í ljós hvernig klúðrið á móti Makedóníu í gær fer í norsku strákana. Leikur Frakklands og Noregs hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma.Byrjunarlið Frakka hjá TV2 Thierry Omeyer - 39 ára, 192 sm, 333 landsleikir, 9 gull Michael Guigou - 33 ára, 179 sm, 223 landsleikir, 8 gull Nikola Karabatic - 31 ára, 196 sm, 257 landsleikir, 8 gull Daniel Narcisse - 36 ára, 188 sm, 285 landsleikir, 8 gull Valentin Porte - 25 ára, 190 sm, 53 landsleikir, 2 gull Luc Abalo - 31 ára, 182 sm, 201 landsleikur, 7 gull Cedric Sorhaindo - 31 v, 192 sm, 155 landsleikir, 6 gullBryjunarlið Norðmanna hjá TV2 Espen Christensen - 30 ára, 190 sm, 43 landsleikir Magnus Jöndal - 27 ára, 187 sm, 73 landsleikir Espen Lie Hansen - 26 ára, 196 sm, 95 landsleikir Sander Sagosen - 20 ára, 195 sm, 32 landsleikir Harald Reinkind - 23 ára, 196 sm, 52 landsleikir Kristian Björnsen - 27 ára, 191 scm, 50 landsleikir Bjarte Myrhol - 33 ára, 194 sm, 176 landsleikir
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46 Norðmenn töpuðu óvænt stigi gegn Makedóníu Noregur verður í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina á miðvikudag. 25. janúar 2016 18:59 Norðmenn fyrstir til að leggja Pólverja Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. 23. janúar 2016 21:12 Liðið sem tapaði fyrir Íslandi gæti komist í undanúrslit EM í kvöld Norðmenn hafa unnið þrjá leiki í röð á EM í handbolta í Póllandi og gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld verði úrslit beggja leikja þeim hagstæð. 25. janúar 2016 14:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Omeyer frábær þegar Frakkar jörðuðu Króata Frakkar eru komnir með sex stig í milliriðli 1 á EM í Póllandi eftir stórsigur á Króatíu í dag. Lokatölur 32-24, Frakklandi í vil. 23. janúar 2016 18:46
Norðmenn töpuðu óvænt stigi gegn Makedóníu Noregur verður í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina á miðvikudag. 25. janúar 2016 18:59
Norðmenn fyrstir til að leggja Pólverja Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Pólverja að velli, 28-30, í milliriðli 1 á EM í Póllandi í kvöld. 23. janúar 2016 21:12
Liðið sem tapaði fyrir Íslandi gæti komist í undanúrslit EM í kvöld Norðmenn hafa unnið þrjá leiki í röð á EM í handbolta í Póllandi og gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld verði úrslit beggja leikja þeim hagstæð. 25. janúar 2016 14:30