Fimm milljarða hagnaður hjá Borgun og Valitor á fjórum árum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. febrúar 2016 13:00 Tekjur Borgunar hafa aukist til muna á meðan Valitor hefur einu sinni skilað tapi. Vísir/Ernir Tekjur greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar af þjónustugjöldum hafa stóraukist frá árinu 2011. Samkvæmt ársreikningum áranna 2011 til 2014 hafa tekjurnar farið úr 4,7 milljörðum króna í 9,1 milljarð króna. Ekki er búið að birta upplýsingar fyrir árið 2015.Valitor, hitt stóra greiðslumiðlunarfyrirtækið á Íslandi, er í annarri stöðu en á árunum 2011 til 2013 minnkuðu þjónustutekjur fyrirtækisins en viðsnúningur varð svo árið 2014 þegar félagið jók tekjur sínar af þjónustu um 1,4 milljarð króna á milli ára. Þjónustutekjurnar eru meginuppistaða í hagnaði félaganna en hagnaður Borgunar af þjónustu, það er þjónustutekjur félagsins að frádregnum þjónustugjöldum, nam 3,2 milljörðum árið 2014 og Valitor 4,2 milljörðum. Það er margfaldur hagnaður hjá Borgun miðað við árið 2011 en minni hagnaður hjá Valitor. Fimm milljarðar á fjórum árum Heildarniðurstaða, allar tekjur, svo sem fjármunatekjur, og að frádregnum öllum gjöldum, svo sem launakostnaði og vaxtagjöldum vegna skulda, hafa dregist saman hjá Valitor en aukist til muna hjá Borgun.Fyrirtækin halda utan um kortaviðskipti fyrir fjölmarga aðila.Vísir/StefánÁrið 2014 skilaði Borgun 1,3 milljarða króna hagnaði en Valitor 215 milljóna hagnaði. Hagnaður Borgunar jókst um 322 milljónir króna á milli áranna 2013 og 2014 en 524 milljóna viðsnúningur var hjá Valitor, sem fór úr 309 milljóna tapi 2013 í áðurnefndan 215 milljóna hagnað 2014. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna á árunum 2011 til 2014 nemur rúmum fimm milljörðum króna. Það hefur talsverð áhrif á afkomu Valitor að árin 2014 og 2015 greiddi fyrirtækið samtals 720 milljónir króna í sektir og tengdan kostnað. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAVill rannsókn á hagnaði Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, furðar sig á því að fyrirtæki sem sinni greiðslumiðlun séu hagnast um jafn háar fjárhæðir. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagðist hann telja að Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa ættu að skoða málið. „Evrópusambandið hefur verið að horfa í kortafyrirtækin á undanförnum árum og ýmislegt hefur komið fram þar. Ég tel að Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið eigi að líta til þessara atriðið því það er ekki eðlilegt að það skuli kom fram ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og þessari. þá er ég að tala um að það skuli verða til eitthvert ofurverð á fyrirtæki sem heitir Borgun,“ sagði hann. Vilja skoða söluna á Borgun Málefni Borgunar hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að í ljós kom að fyrirtækið muni hagnast umtalsvert á yfirtöku Visa International á Visa Europe. Árni Páll hefur kallað eftir rannsókn á sölu Landsbankans á Borgun.Vísir/VilhelmLandsbankinn seldi hlut sinn í Borgun árið 2014 án nokkurra fyrirvara um tekjur af þessari yfirtöku. Eftir að yfirtakan á Visa Europe og tekjur Borgunar af henni voru ljós fór Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, fram á að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið tæki málið til skoðunar. „Ef þú selur manni eitthvað og hann getur gert úr því gríðarleg verðmæti á skömmum tíma, þá hlýtur maður að spyrja sig: „Máttir þú ekki sjá það fyrir sem seljandi?“ Og það er held ég fyrst og fremst það sem ég tel að Fjármálaeftirlitið þyrfti að horfa til,“ sagði Árni Páll í þættinum Stjórnmálavísi um málið. Borgunarmálið Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Tekjur greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar af þjónustugjöldum hafa stóraukist frá árinu 2011. Samkvæmt ársreikningum áranna 2011 til 2014 hafa tekjurnar farið úr 4,7 milljörðum króna í 9,1 milljarð króna. Ekki er búið að birta upplýsingar fyrir árið 2015.Valitor, hitt stóra greiðslumiðlunarfyrirtækið á Íslandi, er í annarri stöðu en á árunum 2011 til 2013 minnkuðu þjónustutekjur fyrirtækisins en viðsnúningur varð svo árið 2014 þegar félagið jók tekjur sínar af þjónustu um 1,4 milljarð króna á milli ára. Þjónustutekjurnar eru meginuppistaða í hagnaði félaganna en hagnaður Borgunar af þjónustu, það er þjónustutekjur félagsins að frádregnum þjónustugjöldum, nam 3,2 milljörðum árið 2014 og Valitor 4,2 milljörðum. Það er margfaldur hagnaður hjá Borgun miðað við árið 2011 en minni hagnaður hjá Valitor. Fimm milljarðar á fjórum árum Heildarniðurstaða, allar tekjur, svo sem fjármunatekjur, og að frádregnum öllum gjöldum, svo sem launakostnaði og vaxtagjöldum vegna skulda, hafa dregist saman hjá Valitor en aukist til muna hjá Borgun.Fyrirtækin halda utan um kortaviðskipti fyrir fjölmarga aðila.Vísir/StefánÁrið 2014 skilaði Borgun 1,3 milljarða króna hagnaði en Valitor 215 milljóna hagnaði. Hagnaður Borgunar jókst um 322 milljónir króna á milli áranna 2013 og 2014 en 524 milljóna viðsnúningur var hjá Valitor, sem fór úr 309 milljóna tapi 2013 í áðurnefndan 215 milljóna hagnað 2014. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna á árunum 2011 til 2014 nemur rúmum fimm milljörðum króna. Það hefur talsverð áhrif á afkomu Valitor að árin 2014 og 2015 greiddi fyrirtækið samtals 720 milljónir króna í sektir og tengdan kostnað. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAVill rannsókn á hagnaði Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, furðar sig á því að fyrirtæki sem sinni greiðslumiðlun séu hagnast um jafn háar fjárhæðir. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagðist hann telja að Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa ættu að skoða málið. „Evrópusambandið hefur verið að horfa í kortafyrirtækin á undanförnum árum og ýmislegt hefur komið fram þar. Ég tel að Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið eigi að líta til þessara atriðið því það er ekki eðlilegt að það skuli kom fram ofurhagnaður í jafn einfaldri starfsemi og þessari. þá er ég að tala um að það skuli verða til eitthvert ofurverð á fyrirtæki sem heitir Borgun,“ sagði hann. Vilja skoða söluna á Borgun Málefni Borgunar hafa verið mikið til umræðu undanfarið eftir að í ljós kom að fyrirtækið muni hagnast umtalsvert á yfirtöku Visa International á Visa Europe. Árni Páll hefur kallað eftir rannsókn á sölu Landsbankans á Borgun.Vísir/VilhelmLandsbankinn seldi hlut sinn í Borgun árið 2014 án nokkurra fyrirvara um tekjur af þessari yfirtöku. Eftir að yfirtakan á Visa Europe og tekjur Borgunar af henni voru ljós fór Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, fram á að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið tæki málið til skoðunar. „Ef þú selur manni eitthvað og hann getur gert úr því gríðarleg verðmæti á skömmum tíma, þá hlýtur maður að spyrja sig: „Máttir þú ekki sjá það fyrir sem seljandi?“ Og það er held ég fyrst og fremst það sem ég tel að Fjármálaeftirlitið þyrfti að horfa til,“ sagði Árni Páll í þættinum Stjórnmálavísi um málið.
Borgunarmálið Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira