„Dagur, við þurfum þig í miklu fleiri íþróttum“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2016 11:00 Mynd/Skjáskot Ummæli Dags Sigurðssonar um að hann gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið hafa vakið mikla athygli en Dagur hefur verið í sviðsljósinu í Þýskalandi eftir að hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í handbolta um síðustu helgi. Süddeutsche Zeitung birti stórskemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í vikunni þar sem því er haldið fram að kraftar Dags gætu nýst í fleiri íþróttir en bara handbolta og fótbolta.Sjá einnig: Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni „Dagur Sigurðsson segir að hann geti orðið knattspyrnuþjálfari. Við trúum því því við trúum honum til alls eftir sigurinn á EM í handbolta. En af hverju bara í fótbolta? Það eru til margar íþróttir sem þurfa krafta hans.“ „Í fyrsta lagi landsliðið í blaki. Leikmenn á stærð við norðmannsþin stökkva eftir boltanum til að slá hann með höndinni en hafa samt viðbrögð á við ketti á koffíni. Allir sem geta staðið í miðjublokk í handbolta eiga fullt erindi í blak. Nokkrar fínstillingar og liðið blómstrar.“ „Dagur myndi svo snúa sér að kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Allt greinar sem snúast um að kasta hlutum eins langt og mögulegt er en án andstæðings og leikskipulags. Það ætti að vera létt verk fyrir hvaða handboltaþjálfara sem er.“ „Svo er það íslenska glíman. Þýska glímusambandið þarf sárleg á Íslendingi að halda. Heimasíða þess hefur ekki verið uppfærð síðan 2010.“ „Þegar maí nálgast þyrfti Dagur auðvitað að taka við Hamburg. Það er að segja knattspyrnuliðinu, handboltaliðið er ekki lengur til. Hamburg á í harðri fallbaráttu og það fyrsta sem Dagur myndi gera er að koma því í gegn að þýska knattspyrnusambandið leyfi leikhlé í miðjum leik. Það þætti öllum frábært því þá væri hægt að sýna auglýsingar.“ „Svo á lokamínútum síðari leiksins í umspilinu um úrvalsdeildarsætið kippir Dagur markverðinum sínum af velli, setur Pierre-Michel Lasogga inn á í vesti. Hann skorar sigurmarkið með hendi guðs og tryggir þannig áframhaldandi veru Hamburg í deildinni.“ „Eftir það taka Ólympíuleikarnir við og Dagur verður aftur landsliðsþjálfari í handbolta.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum. 3. febrúar 2016 10:59 Brand: Dagur er einstakur karakter Maðurinn með mottuna sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 lofar Dag Sigurðsson í hástert. 2. febrúar 2016 11:30 Landslið Dags vinsælla en Bayern München Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð. 3. febrúar 2016 06:00 Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni Nýbakaður Evrópumeistari í handbolta hefur áður íhugað að fara út í fótboltaþjálfun. 2. febrúar 2016 10:30 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Ummæli Dags Sigurðssonar um að hann gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið hafa vakið mikla athygli en Dagur hefur verið í sviðsljósinu í Þýskalandi eftir að hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í handbolta um síðustu helgi. Süddeutsche Zeitung birti stórskemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í vikunni þar sem því er haldið fram að kraftar Dags gætu nýst í fleiri íþróttir en bara handbolta og fótbolta.Sjá einnig: Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni „Dagur Sigurðsson segir að hann geti orðið knattspyrnuþjálfari. Við trúum því því við trúum honum til alls eftir sigurinn á EM í handbolta. En af hverju bara í fótbolta? Það eru til margar íþróttir sem þurfa krafta hans.“ „Í fyrsta lagi landsliðið í blaki. Leikmenn á stærð við norðmannsþin stökkva eftir boltanum til að slá hann með höndinni en hafa samt viðbrögð á við ketti á koffíni. Allir sem geta staðið í miðjublokk í handbolta eiga fullt erindi í blak. Nokkrar fínstillingar og liðið blómstrar.“ „Dagur myndi svo snúa sér að kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Allt greinar sem snúast um að kasta hlutum eins langt og mögulegt er en án andstæðings og leikskipulags. Það ætti að vera létt verk fyrir hvaða handboltaþjálfara sem er.“ „Svo er það íslenska glíman. Þýska glímusambandið þarf sárleg á Íslendingi að halda. Heimasíða þess hefur ekki verið uppfærð síðan 2010.“ „Þegar maí nálgast þyrfti Dagur auðvitað að taka við Hamburg. Það er að segja knattspyrnuliðinu, handboltaliðið er ekki lengur til. Hamburg á í harðri fallbaráttu og það fyrsta sem Dagur myndi gera er að koma því í gegn að þýska knattspyrnusambandið leyfi leikhlé í miðjum leik. Það þætti öllum frábært því þá væri hægt að sýna auglýsingar.“ „Svo á lokamínútum síðari leiksins í umspilinu um úrvalsdeildarsætið kippir Dagur markverðinum sínum af velli, setur Pierre-Michel Lasogga inn á í vesti. Hann skorar sigurmarkið með hendi guðs og tryggir þannig áframhaldandi veru Hamburg í deildinni.“ „Eftir það taka Ólympíuleikarnir við og Dagur verður aftur landsliðsþjálfari í handbolta.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum. 3. febrúar 2016 10:59 Brand: Dagur er einstakur karakter Maðurinn með mottuna sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 lofar Dag Sigurðsson í hástert. 2. febrúar 2016 11:30 Landslið Dags vinsælla en Bayern München Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð. 3. febrúar 2016 06:00 Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni Nýbakaður Evrópumeistari í handbolta hefur áður íhugað að fara út í fótboltaþjálfun. 2. febrúar 2016 10:30 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum. 3. febrúar 2016 10:59
Brand: Dagur er einstakur karakter Maðurinn með mottuna sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 lofar Dag Sigurðsson í hástert. 2. febrúar 2016 11:30
Landslið Dags vinsælla en Bayern München Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð. 3. febrúar 2016 06:00
Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni Nýbakaður Evrópumeistari í handbolta hefur áður íhugað að fara út í fótboltaþjálfun. 2. febrúar 2016 10:30
Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00