Alveg eftir bókinni Þorvaldur Gylfason skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Stjórnmálaþróun síðustu ára í Bandaríkjunum kallast á við þróun mála hér heima. Við því var að búast þar eð Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá því fyrir aldamótin 2000 sótt sér fyrirmyndir til bandarískra repúblikana sem berast nú á banaspjótum. Þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti opinberlega stuðningi við repúblikanann George Bush eldri í forsetakjörinu 1992. Skoðanakannanir sýndu að meiri hluti Íslendinga kaus heldur demókratann Bill Clinton sem náði kjöri. Skoðanakannanir sýndu 2012 að 98% Íslendinga studdu demókratann Barack Obama í forsetakjörinu það ár.Þeir efast aldrei Repúblikanar hafa gengið fram af demókrötum frá árinu 2000 þegar Hæstiréttur stöðvaði endurtalningu atkvæða í Flórída og dæmdi George Bush yngra forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkslínum. Álit Hæstaréttar hrundi. Eftirmælin um forsetatíð Bush yngra eru yfirleitt á þá leið að hann hafi verið einn allra lakasti forseti landsins frá öndverðu. Forsetatíð hans markaðist af eyðileggingu, leynimakki, lygum og lögbrotum (skrifstofustjóri varaforsetans fékk fangelsisdóm, en Bush forseti skaut honum undan fangavist). Stjórnin og þingið eyðilögðu ýmsa almannaþjónustu eins og í ljós kom t.d. í flóðunum í New Orleans þar eð hún átti ekki að geta gert gagn skv. hugmyndafræði þeirra. Um þessa sögu alla eru margir vitnisburðir, t.d. bækurnar The Wrecking Crew (2009) eftir Thomas Frank og Worse than Watergate (2004) og Conservatives without Conscience (2006) eftir John Dean sem var starfsmaður Hvíta hússins 1970-1973 í forsetatíð Richards Nixon, sat í fangelsi í fjóra mánuði og sá sig um hönd þegar flokksbræður hans gengu endanlega fram af honum í forsetatíð Bush yngra. Ég lýsti síðari bók Deans svo hér í Fréttablaðinu 5. september 2006: „[þar] kafar Dean dýpra í hugskot þeirra illskeyttu öfgamanna, sem hann telur, að hafi nú undirtökin í Repúblíkanaflokknum. Hann vitnar í rannsóknir sálfræðinga á drottnunargjörnum manngerðum; slíkir menn þrá sterka foringja og eru árásargjarnir, ósveigjanlegir og íhaldssamir, þeir eru lýðskrumarar, ganga um með guðs orð á vörum og mega þó helzt ekkert aumt sjá án þess að þurfa að traðka á því og skirrast ekki heldur við að vanvirða mannréttindi og stjórnarskrár; þeir efast aldrei. Þessir menn ganga fyrir heift og hefndum, segir Dean. Lýsing hans virðist ríma vel við greinargerð Morgunblaðsins 25. júní s.l. um „vont andrúmsloft heiftar og hefndar” á vissum stöðum hér heima.“ Í þessu ljósi verður það skiljanlegt hvers vegna bandarískir kjósendur gerðu það sem margir héldu að myndi varla gerast fyrr en eftir marga áratugi: þeir gerðu blökkumann að forseta.Bara venjulegur íslenzkur sjálfstæðismaður Repúblikanar hafa nú meiri hluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Ástandið í þinginu er þannig að flokkarnir talast varla við. Sæmileg sátt ríkir í röðum demókrata þótt þar séu skiptar skoðanir um ýmis mál. Innan þingflokks repúblikana ríkir á hinn bóginn stríðsástand þar sem lítill minni hluti ofstækismanna kúgar meiri hlutann sem hefur að sönnu ekki úr háum söðli að detta. Þannig stendur á því að þingið hefur nokkrum sinnum komizt á fremsta hlunn með að kalla greiðsluþrot yfir Bandaríkjastjórn til að koma höggi á forsetann. Repúblikanar virðast telja að þeir geti orðið öðrum til skammar. Þeir börðust gegn heilbrigðistryggingalöggjöf Obamas forseta með kjafti og klóm, en forsetinn hafði sitt fram. Sama máli gegnir um Parísarsamkomulagið um aðgerðir gegn hlýnandi loftslagi: langflestir repúblikanar á þingi hafa sagt sig úr lögum við vísindi til að þóknast olíufélögum. Þetta ástand hefur dregið mjög úr áliti Bandaríkjaþings. Í júní 2015 sögðust 8% kjósenda treysta þinginu skv. Gallup, 32% treysta Hæstarétti, 52% treysta lögreglunni og 72% treysta hernum. Forsetaframbjóðendur sem eru þóknanlegir flokkseigendafélagi repúblikana njóta svo lítillar hylli meðal óbreyttra flokksmanna að tveir utangarðsmenn, Donald Trump frá New York og Ted Cruz frá Texas, virðast sigurstranglegastir þeirra sem keppa nú um útnefningu flokksins. Verði annar hvor þeirra fyrir valinu, mun hann trúlega gjalda afhroð í kosningunum líkt og Barry Goldwater gerði 1964. Repúblikanar búast sem sagt til að afhenda demókrötum forsetaembættið á silfurfati og gildir þá trúlega einu hvort demókratar útnefna sósíalistann Bernie Sanders frá Vermont, sem er nú bara venjulegur íslenzkur sjálfstæðismaður eins og þeir voru í formannstíð Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar, eða fyrsta kvenforsetann Hillary Clinton. Lúti Trump í lægra haldi fyrir Cruz eða fyrir Marco Rubio frá Florída meðal repúblikana virðist líklegt að Trump bjóði sig fram sem þriðji maður og aukast þá enn sigurlíkur demókrata.Hingað heim Svipað er að gerast hér heima. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið svo fram af kjósendum, m.a. með því að senda lýðræðinu langt nef með framgöngu sinni í stjórnarskrármálinu og með því að sýna veikan vilja til að gera upp ábyrgð sína á hruninu, að hann horfir nú fram á að þurfa að víkja fyrir pírötum í næstu alþingiskosningum. Píratar þurfa að gera bara eitt að minni hyggju til að tryggja sér lykilstöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Þeir þurfa að lofa að staðfesta nýju stjórnarskrána sem bíður afgreiðslu Alþingis auk annarra hreingerninga. Síðan þurfa þau að hefjast handa um að laga lög landsins að nýrri stjórnarskrá, m.a. kosningalögin og fiskveiðistjórnarlögin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Stjórnmálaþróun síðustu ára í Bandaríkjunum kallast á við þróun mála hér heima. Við því var að búast þar eð Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá því fyrir aldamótin 2000 sótt sér fyrirmyndir til bandarískra repúblikana sem berast nú á banaspjótum. Þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti opinberlega stuðningi við repúblikanann George Bush eldri í forsetakjörinu 1992. Skoðanakannanir sýndu að meiri hluti Íslendinga kaus heldur demókratann Bill Clinton sem náði kjöri. Skoðanakannanir sýndu 2012 að 98% Íslendinga studdu demókratann Barack Obama í forsetakjörinu það ár.Þeir efast aldrei Repúblikanar hafa gengið fram af demókrötum frá árinu 2000 þegar Hæstiréttur stöðvaði endurtalningu atkvæða í Flórída og dæmdi George Bush yngra forsetaembættið með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkslínum. Álit Hæstaréttar hrundi. Eftirmælin um forsetatíð Bush yngra eru yfirleitt á þá leið að hann hafi verið einn allra lakasti forseti landsins frá öndverðu. Forsetatíð hans markaðist af eyðileggingu, leynimakki, lygum og lögbrotum (skrifstofustjóri varaforsetans fékk fangelsisdóm, en Bush forseti skaut honum undan fangavist). Stjórnin og þingið eyðilögðu ýmsa almannaþjónustu eins og í ljós kom t.d. í flóðunum í New Orleans þar eð hún átti ekki að geta gert gagn skv. hugmyndafræði þeirra. Um þessa sögu alla eru margir vitnisburðir, t.d. bækurnar The Wrecking Crew (2009) eftir Thomas Frank og Worse than Watergate (2004) og Conservatives without Conscience (2006) eftir John Dean sem var starfsmaður Hvíta hússins 1970-1973 í forsetatíð Richards Nixon, sat í fangelsi í fjóra mánuði og sá sig um hönd þegar flokksbræður hans gengu endanlega fram af honum í forsetatíð Bush yngra. Ég lýsti síðari bók Deans svo hér í Fréttablaðinu 5. september 2006: „[þar] kafar Dean dýpra í hugskot þeirra illskeyttu öfgamanna, sem hann telur, að hafi nú undirtökin í Repúblíkanaflokknum. Hann vitnar í rannsóknir sálfræðinga á drottnunargjörnum manngerðum; slíkir menn þrá sterka foringja og eru árásargjarnir, ósveigjanlegir og íhaldssamir, þeir eru lýðskrumarar, ganga um með guðs orð á vörum og mega þó helzt ekkert aumt sjá án þess að þurfa að traðka á því og skirrast ekki heldur við að vanvirða mannréttindi og stjórnarskrár; þeir efast aldrei. Þessir menn ganga fyrir heift og hefndum, segir Dean. Lýsing hans virðist ríma vel við greinargerð Morgunblaðsins 25. júní s.l. um „vont andrúmsloft heiftar og hefndar” á vissum stöðum hér heima.“ Í þessu ljósi verður það skiljanlegt hvers vegna bandarískir kjósendur gerðu það sem margir héldu að myndi varla gerast fyrr en eftir marga áratugi: þeir gerðu blökkumann að forseta.Bara venjulegur íslenzkur sjálfstæðismaður Repúblikanar hafa nú meiri hluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Ástandið í þinginu er þannig að flokkarnir talast varla við. Sæmileg sátt ríkir í röðum demókrata þótt þar séu skiptar skoðanir um ýmis mál. Innan þingflokks repúblikana ríkir á hinn bóginn stríðsástand þar sem lítill minni hluti ofstækismanna kúgar meiri hlutann sem hefur að sönnu ekki úr háum söðli að detta. Þannig stendur á því að þingið hefur nokkrum sinnum komizt á fremsta hlunn með að kalla greiðsluþrot yfir Bandaríkjastjórn til að koma höggi á forsetann. Repúblikanar virðast telja að þeir geti orðið öðrum til skammar. Þeir börðust gegn heilbrigðistryggingalöggjöf Obamas forseta með kjafti og klóm, en forsetinn hafði sitt fram. Sama máli gegnir um Parísarsamkomulagið um aðgerðir gegn hlýnandi loftslagi: langflestir repúblikanar á þingi hafa sagt sig úr lögum við vísindi til að þóknast olíufélögum. Þetta ástand hefur dregið mjög úr áliti Bandaríkjaþings. Í júní 2015 sögðust 8% kjósenda treysta þinginu skv. Gallup, 32% treysta Hæstarétti, 52% treysta lögreglunni og 72% treysta hernum. Forsetaframbjóðendur sem eru þóknanlegir flokkseigendafélagi repúblikana njóta svo lítillar hylli meðal óbreyttra flokksmanna að tveir utangarðsmenn, Donald Trump frá New York og Ted Cruz frá Texas, virðast sigurstranglegastir þeirra sem keppa nú um útnefningu flokksins. Verði annar hvor þeirra fyrir valinu, mun hann trúlega gjalda afhroð í kosningunum líkt og Barry Goldwater gerði 1964. Repúblikanar búast sem sagt til að afhenda demókrötum forsetaembættið á silfurfati og gildir þá trúlega einu hvort demókratar útnefna sósíalistann Bernie Sanders frá Vermont, sem er nú bara venjulegur íslenzkur sjálfstæðismaður eins og þeir voru í formannstíð Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar, eða fyrsta kvenforsetann Hillary Clinton. Lúti Trump í lægra haldi fyrir Cruz eða fyrir Marco Rubio frá Florída meðal repúblikana virðist líklegt að Trump bjóði sig fram sem þriðji maður og aukast þá enn sigurlíkur demókrata.Hingað heim Svipað er að gerast hér heima. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið svo fram af kjósendum, m.a. með því að senda lýðræðinu langt nef með framgöngu sinni í stjórnarskrármálinu og með því að sýna veikan vilja til að gera upp ábyrgð sína á hruninu, að hann horfir nú fram á að þurfa að víkja fyrir pírötum í næstu alþingiskosningum. Píratar þurfa að gera bara eitt að minni hyggju til að tryggja sér lykilstöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Þeir þurfa að lofa að staðfesta nýju stjórnarskrána sem bíður afgreiðslu Alþingis auk annarra hreingerninga. Síðan þurfa þau að hefjast handa um að laga lög landsins að nýrri stjórnarskrá, m.a. kosningalögin og fiskveiðistjórnarlögin.