SOS - Við erum að kafna úr myglu! Inga María Árnadóttir skrifar 2. febrúar 2016 14:37 Háskóla Íslands má líkja við splundraða legókubbaborg. Byggingar skólans, sem eru á þriðja tug, eru á víð og dreif um borgina. Oft þurfa nemendur að flakka á milli húsa til að sækja kennslustundir en aðrir, eins og t.a.m. hjúkrunarfræðinemar, eru afar lánsamir og hafa aðstöðu á einum stað. Nánar tiltekið í gamla Eirbergi, sem áður var heimavist hjúkrunarkvenna. Heppnir, en á sama tíma alveg stórkostlega óheppnir. Eirberg var teiknað árið 1952 og reist á sjötta áratugnum. Húsið er jafn gamalt ömmu gömlu sem hefur fengið tvo gerviliði og ígræddan gangráð á þessum tíma. Eirberg hefur hins vegar ekki fengið sambærilega yfirhalningu, heldur molnað niður og myglað eins og nesti sem gleymist í töskunni síðasta skóladaginn fyrir sumarfrí. Sérstakur antík-ilmur fyllir ganga Eirbergs. Þegar ég gegn um, fylli ég lungun af lofti og soga í mig stemninguna. Ég hugsa með mér hversu mikil þekking hefur skapast í þessu húsi og það hefur hvetjandi áhrif á mig. Þegar ég sit inni á lesstofu sé ég gömlu hjúkrunarkonurnar fyrir mér sitja við þessi sömu skrifborð, með þessi sömu lesljós. Lykt getur haft sérkennileg áhrif. Ég dýrkaði þetta umhverfi, allt þar til ég komst að því að það væri anganin af myglusvepp sem daglega fyllti vit mín, ekki angan af áratuga gamalli þekkingu og reynslu. Ég fíla hefðir og sögu, enda mikill sjarmi yfir þessari byggingu, allavega við fyrstu sýn. En nú eru nemendur hættir að nýta sér lesaðstöðuna og farnir að mæta sjaldnar í tíma sökum þessa. Margir kvarta undan síþreytu, einbeitingarleysi og stöðugum veikindum. Eins neitaði einn kennari að kenna framar í þessu húsnæði og því hafa sumir nemendur verið á vergangi þessa önnina. Hinn ágæti Tómas Guðbjartsson steig fram á síðasta ári og greindi frá þeim slæmu áhrifum sem myglan í skrifstofuhúsnæði Landspítalans hafði á heilsu hans. Fordómar eru víða gagnvart þessu heilsufarsvandamáli og hann segir að á þessum tíma hafi hann verið talinn vera þunglyndur og fúll. Ástandið í Eirbergi er afar sambærilegt því sem skapast hefur í húsnæði Landspítalans og er tilkomið vegna skorts á viðhaldi og nýbyggingu. Ég leyfi mér að fullyrða að margir nemendur í Eirbergi eru ansi langt niðri og fúlir á þessari stundu. Hvort það er beintengt við myglusveppinn eða brottnám kaffisjálfsalans, arfaslaka internettengingu og skipulagsleysi sem dæmi, er annað mál. Þó er á kristaltæru að málefni er varða Eirberg og deildirnar sem stunda þar nám hafa setið á hakanum allt of lengi. Ég gúddera alveg myglaðan ost en myglaðan húsakost læt ég ekki bjóða mér tvisvar. Hversu lengi á að kenna heilbrigðisvísindi í heilsuspillandi umhverfi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóla Íslands má líkja við splundraða legókubbaborg. Byggingar skólans, sem eru á þriðja tug, eru á víð og dreif um borgina. Oft þurfa nemendur að flakka á milli húsa til að sækja kennslustundir en aðrir, eins og t.a.m. hjúkrunarfræðinemar, eru afar lánsamir og hafa aðstöðu á einum stað. Nánar tiltekið í gamla Eirbergi, sem áður var heimavist hjúkrunarkvenna. Heppnir, en á sama tíma alveg stórkostlega óheppnir. Eirberg var teiknað árið 1952 og reist á sjötta áratugnum. Húsið er jafn gamalt ömmu gömlu sem hefur fengið tvo gerviliði og ígræddan gangráð á þessum tíma. Eirberg hefur hins vegar ekki fengið sambærilega yfirhalningu, heldur molnað niður og myglað eins og nesti sem gleymist í töskunni síðasta skóladaginn fyrir sumarfrí. Sérstakur antík-ilmur fyllir ganga Eirbergs. Þegar ég gegn um, fylli ég lungun af lofti og soga í mig stemninguna. Ég hugsa með mér hversu mikil þekking hefur skapast í þessu húsi og það hefur hvetjandi áhrif á mig. Þegar ég sit inni á lesstofu sé ég gömlu hjúkrunarkonurnar fyrir mér sitja við þessi sömu skrifborð, með þessi sömu lesljós. Lykt getur haft sérkennileg áhrif. Ég dýrkaði þetta umhverfi, allt þar til ég komst að því að það væri anganin af myglusvepp sem daglega fyllti vit mín, ekki angan af áratuga gamalli þekkingu og reynslu. Ég fíla hefðir og sögu, enda mikill sjarmi yfir þessari byggingu, allavega við fyrstu sýn. En nú eru nemendur hættir að nýta sér lesaðstöðuna og farnir að mæta sjaldnar í tíma sökum þessa. Margir kvarta undan síþreytu, einbeitingarleysi og stöðugum veikindum. Eins neitaði einn kennari að kenna framar í þessu húsnæði og því hafa sumir nemendur verið á vergangi þessa önnina. Hinn ágæti Tómas Guðbjartsson steig fram á síðasta ári og greindi frá þeim slæmu áhrifum sem myglan í skrifstofuhúsnæði Landspítalans hafði á heilsu hans. Fordómar eru víða gagnvart þessu heilsufarsvandamáli og hann segir að á þessum tíma hafi hann verið talinn vera þunglyndur og fúll. Ástandið í Eirbergi er afar sambærilegt því sem skapast hefur í húsnæði Landspítalans og er tilkomið vegna skorts á viðhaldi og nýbyggingu. Ég leyfi mér að fullyrða að margir nemendur í Eirbergi eru ansi langt niðri og fúlir á þessari stundu. Hvort það er beintengt við myglusveppinn eða brottnám kaffisjálfsalans, arfaslaka internettengingu og skipulagsleysi sem dæmi, er annað mál. Þó er á kristaltæru að málefni er varða Eirberg og deildirnar sem stunda þar nám hafa setið á hakanum allt of lengi. Ég gúddera alveg myglaðan ost en myglaðan húsakost læt ég ekki bjóða mér tvisvar. Hversu lengi á að kenna heilbrigðisvísindi í heilsuspillandi umhverfi?
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar