Fengu fyrirmæli um að hleypa tökumanni Stöðvar 2 ekki í verksmiðjuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2016 16:00 Fréttateymi Stöðvar 2 fékk ekki að mynda í verksmiðju Icewear sem býður þó upp á ókeypis skoðunarferð sem ferðamenn streymdu í í dag. Vísir/Þórhildur Karlmaður frá Sri Lanka verður að óbreyttu úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun. Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sá um að sauma fyrir Icewear/Drífu. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Icewear/Drífa greindi frá því í yfirlýsingu fyrr í dag að fyrirtækið hefði einhliða rift samningi sínum við Vonta. Hvergi var minnst á fyrirtækið Icewear/Drífu í fréttatilkynningu sem almannatengslafyrirtækið Kom sendi fjölmiðlum heldur sagt að Víkurprjónn hefði sagt upp samningnum. Það má telja í besta falli villandi að heiti fyrirtækisins Icewear/Drífu kom ekki fram í tilkynningunni heldur aðeins vörumerkið Víkurprjónn. Tilkynninguna í heild má sjá hér til hliðar.Yfirlýsing frá Víkurprjóni, þ.e. Icewear/Drífu.Bjóða upp á skoðunarferð Icewear í Vík í Mýrdal býður gestum og gangandi upp á ókeypis skoðunarferð um verksmiðjuna í Vík. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, hefur verið á svæðinu í dag og ætlaði meðal annars að skoða verksmiðjuna ásamt myndatökumanni. Þegar hana bar að garði var henni neitað um að mynda verksmiðjuna og sögðust starfsmenn einfaldlega vera að hlýta fyrirmælum. Þau þyrftu að vernda starfsfólk sitt. Þrátt fyrir útskýringar fréttakonu á því að hægt væri að gæta þessu að starfsfólk sæist ekki í mynd fengu þau ekki að mynda. Á sama tíma biðu ferðamenn í röðum eftir því að virða verksmiðjuna fyrir sér. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear/Drífu, hefur neitað að tjá sig um málið og vísar til þess að það sé til rannsóknar lögreglu. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint,“ sagði Ágúst við Vísi í morgun. Ítarleg umfjöllun verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, í opinni dagskrá. Mansal í Vík Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Karlmaður frá Sri Lanka verður að óbreyttu úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun. Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sá um að sauma fyrir Icewear/Drífu. Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Icewear/Drífa greindi frá því í yfirlýsingu fyrr í dag að fyrirtækið hefði einhliða rift samningi sínum við Vonta. Hvergi var minnst á fyrirtækið Icewear/Drífu í fréttatilkynningu sem almannatengslafyrirtækið Kom sendi fjölmiðlum heldur sagt að Víkurprjónn hefði sagt upp samningnum. Það má telja í besta falli villandi að heiti fyrirtækisins Icewear/Drífu kom ekki fram í tilkynningunni heldur aðeins vörumerkið Víkurprjónn. Tilkynninguna í heild má sjá hér til hliðar.Yfirlýsing frá Víkurprjóni, þ.e. Icewear/Drífu.Bjóða upp á skoðunarferð Icewear í Vík í Mýrdal býður gestum og gangandi upp á ókeypis skoðunarferð um verksmiðjuna í Vík. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, hefur verið á svæðinu í dag og ætlaði meðal annars að skoða verksmiðjuna ásamt myndatökumanni. Þegar hana bar að garði var henni neitað um að mynda verksmiðjuna og sögðust starfsmenn einfaldlega vera að hlýta fyrirmælum. Þau þyrftu að vernda starfsfólk sitt. Þrátt fyrir útskýringar fréttakonu á því að hægt væri að gæta þessu að starfsfólk sæist ekki í mynd fengu þau ekki að mynda. Á sama tíma biðu ferðamenn í röðum eftir því að virða verksmiðjuna fyrir sér. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear/Drífu, hefur neitað að tjá sig um málið og vísar til þess að það sé til rannsóknar lögreglu. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint,“ sagði Ágúst við Vísi í morgun. Ítarleg umfjöllun verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, í opinni dagskrá.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Krafist gæsluvarðhalds yfir grunuðum vinnumansalsmanni Búist við afstöðu dómara síðar í dag. 19. febrúar 2016 15:41
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50