Heppinn aðdáandi náði mynd af sér með Ed Sheeran á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2016 10:41 Sheeran skellti í sig steikarsamloku í gær. vísir/getty/gamlafjósið Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í gær. Sheeran skellti í sig steikarsamloku en hann var á ferð með kærustunni sinni og var honum færð afmæliskaka frá starfsmanni staðarins í tilefni dagsins. „Svo fréttum við að hann ætti afmæli þannig að við gáfum honum afmælisköku og óskuðum honum til hamingju með daginn,“ segir Karlotta Laufey, starfsmaður Gamla fjóssins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir þó starfsfólkið einungis hafa áttað sig á því að poppstjarnan var á svæðinu fyrir tilstilli annars gests í salnum. „Við föttuðum ekkert hver þetta var fyrr en það var einn kúnni sem tók mynd af sér með honum. Þá litum við betur framan í hann og föttuðum hver hann var,“ segir hún glöð í bragði. Hér að neðan má sjá Facebookfærslu frá Gamla Fjósinu þar sem sjá má dyggan aðdáanda og Sheeran í Gamla Fjósinu. Það er spurning hvort þetta sé sami kúnni og Karlotta talar um. Yitzchak Luster, heitir þessi aðdáandi og er hann frá Bandaríkjunum. Þeir félagarnir voru flottir saman á staðnum í gær. Einstaklega ljúfur og kurteis í framkomu.. Takk fyri komun í Gamla fjósið Ed Sheeran og Yitzchak Luster....!!!Posted by Gamla fjósið - Old Cowhouse on 17. febrúar 2016Ed Sheeran varð 25 ára í gær. Samkvæmt árslista Facebook árið 2015 var Sheeran heitasti skemmtikrafturinn í heiminum. Hann var staddur í L.A. á mánudagskvöldið þar sem Grammy verðlaunin fóru fram. Þar fékk hann tvenn verðlaun, fyrir besta lag ársins og sem besti sólópopparinn. Á Twitter kemur fram að Sheeran hafi meðal annars sést í Bláa lóninu fyrr í gær. Sheeran var í þætti Jimmy Kimmel á dögunum og las þar upp ógeðsleg tíst sem hafa verið skrifuð um hann. Það atriði má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í gær. Sheeran skellti í sig steikarsamloku en hann var á ferð með kærustunni sinni og var honum færð afmæliskaka frá starfsmanni staðarins í tilefni dagsins. „Svo fréttum við að hann ætti afmæli þannig að við gáfum honum afmælisköku og óskuðum honum til hamingju með daginn,“ segir Karlotta Laufey, starfsmaður Gamla fjóssins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir þó starfsfólkið einungis hafa áttað sig á því að poppstjarnan var á svæðinu fyrir tilstilli annars gests í salnum. „Við föttuðum ekkert hver þetta var fyrr en það var einn kúnni sem tók mynd af sér með honum. Þá litum við betur framan í hann og föttuðum hver hann var,“ segir hún glöð í bragði. Hér að neðan má sjá Facebookfærslu frá Gamla Fjósinu þar sem sjá má dyggan aðdáanda og Sheeran í Gamla Fjósinu. Það er spurning hvort þetta sé sami kúnni og Karlotta talar um. Yitzchak Luster, heitir þessi aðdáandi og er hann frá Bandaríkjunum. Þeir félagarnir voru flottir saman á staðnum í gær. Einstaklega ljúfur og kurteis í framkomu.. Takk fyri komun í Gamla fjósið Ed Sheeran og Yitzchak Luster....!!!Posted by Gamla fjósið - Old Cowhouse on 17. febrúar 2016Ed Sheeran varð 25 ára í gær. Samkvæmt árslista Facebook árið 2015 var Sheeran heitasti skemmtikrafturinn í heiminum. Hann var staddur í L.A. á mánudagskvöldið þar sem Grammy verðlaunin fóru fram. Þar fékk hann tvenn verðlaun, fyrir besta lag ársins og sem besti sólópopparinn. Á Twitter kemur fram að Sheeran hafi meðal annars sést í Bláa lóninu fyrr í gær. Sheeran var í þætti Jimmy Kimmel á dögunum og las þar upp ógeðsleg tíst sem hafa verið skrifuð um hann. Það atriði má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10