Peningamálastefna seðlabanka Bandaríkjanna að verða of aðhaldssöm Lars Christensen skrifar 17. febrúar 2016 17:00 Það er almennur skilningur að peningamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpleg, og að aðhaldsstefnan hafi aðeins byrjað með vaxtahækkuninni í desember. Það byggist engu að síður á misskilningi á því hvað peningamálastefna er í raun og veru, og að líta á nafnvexti segir okkur mjög lítið um hve aðhaldssöm eða slök peningamálastefna er. Ef, hins vegar, við verðum að segja eitthvað um aðhaldssama peningamálastefnu, þá hefur það miklu meiri þýðingu að líta á þróunina í framboði á peningum í hlutfalli við eftirspurn eftir peningum. Við getum talað um hertari peningamálastefnu ef peningaframboðið minnkar í hlutfalli við eftirspurn eftir peningum. Besta leiðin til að athuga þróun peningaeftirspurnar með tilliti til peningaframboðs er að skoða þróunina á fjármálamörkuðum. Þannig vitum við úr skólabókunum að ef Bandaríkin herða peningamálastefnu sína ætti það að valda því að dollarinn styrkist, verð hlutabréfa og hrávöru lækki og verðbólguvæntingar minnki. Peningamálastefna Bandaríkjanna hefur verið of aðhaldssöm En hvað segja markaðsvísar okkur um peningamálastefnu Bandaríkjanna einmitt núna? Verðbólguvæntingar hafa farið lækkandi í rúm tvö ár og eru nú langt fyrir neðan opinbert 2% verðbólgumarkmið seðlabankans. Dollarinn hefur styrkst verulega síðan Janet Yellen tók við embætti seðlabankastjóra snemma árs 2014. Og loks hefur bæði hrávöruverð og nú hlutabréfaverð nýlega lækkað hratt. Það er þannig ekki bara einn heldur nánast allir markaðsvísar sem sýna að peningamarkaðsskilyrði hafa smám saman þrengst á síðustu tveim árum. Og sérstaklega síðan haustið 2015 – þegar Seðlabanki Bandaríkjanna byrjaði fyrir alvöru að gefa merki um vaxtahækkanir – hefur peningamálastefnan verið of aðhaldssöm. Í þessu samhengi er vert að athuga að peningamálastefna virkar að miklu leyti í gegnum „væntingafarveg“. Þannig má segja að peningamálastefnan hafi verið hert í desember, þegar stýrivextir voru hækkaðir, en að aðhaldssemin í peningamálum hafi byrjað miklu fyrr, þegar Seðlabankinn byrjaði að gefa til kynna að vextirnir myndu fljótlega hækka. Það er ekkert endilega rangt við að herða peningamálastefnuna, en sannleikurinn er sá að hagkerfi Bandaríkjanna er ekki beint við það að ofhitna, og á sama tíma er verðbólgan vel undir 2%. Það er við þessar aðstæður sem Seðlabankinn heldur fast við herta peningamálastefnu, og það er helsta ástæða þess að alþjóðamarkaðir hafa verið undir miklum þrýstingi undanfarið. Ef Seðlabanki Bandaríkjanna heldur áfram að einblína á nafnvexti í stað þess að líta á fjölbreytta markaðsvísa mun það fljótlega svæla hagkerfi Bandaríkjanna inn í samdrátt. Í versta tilfelli gæti það þróast yfir í bankakreppu á heimsvísu, svo við skulum vona að Seðlabankinn sjái fljótlega hvert stefnir og hætti að tala um vaxtahækkanir en byrji þess í stað að slaka á peningamálastefnunni. Það er mikil þörf á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Það er almennur skilningur að peningamálastefna Bandaríkjanna sé mjög hjálpleg, og að aðhaldsstefnan hafi aðeins byrjað með vaxtahækkuninni í desember. Það byggist engu að síður á misskilningi á því hvað peningamálastefna er í raun og veru, og að líta á nafnvexti segir okkur mjög lítið um hve aðhaldssöm eða slök peningamálastefna er. Ef, hins vegar, við verðum að segja eitthvað um aðhaldssama peningamálastefnu, þá hefur það miklu meiri þýðingu að líta á þróunina í framboði á peningum í hlutfalli við eftirspurn eftir peningum. Við getum talað um hertari peningamálastefnu ef peningaframboðið minnkar í hlutfalli við eftirspurn eftir peningum. Besta leiðin til að athuga þróun peningaeftirspurnar með tilliti til peningaframboðs er að skoða þróunina á fjármálamörkuðum. Þannig vitum við úr skólabókunum að ef Bandaríkin herða peningamálastefnu sína ætti það að valda því að dollarinn styrkist, verð hlutabréfa og hrávöru lækki og verðbólguvæntingar minnki. Peningamálastefna Bandaríkjanna hefur verið of aðhaldssöm En hvað segja markaðsvísar okkur um peningamálastefnu Bandaríkjanna einmitt núna? Verðbólguvæntingar hafa farið lækkandi í rúm tvö ár og eru nú langt fyrir neðan opinbert 2% verðbólgumarkmið seðlabankans. Dollarinn hefur styrkst verulega síðan Janet Yellen tók við embætti seðlabankastjóra snemma árs 2014. Og loks hefur bæði hrávöruverð og nú hlutabréfaverð nýlega lækkað hratt. Það er þannig ekki bara einn heldur nánast allir markaðsvísar sem sýna að peningamarkaðsskilyrði hafa smám saman þrengst á síðustu tveim árum. Og sérstaklega síðan haustið 2015 – þegar Seðlabanki Bandaríkjanna byrjaði fyrir alvöru að gefa merki um vaxtahækkanir – hefur peningamálastefnan verið of aðhaldssöm. Í þessu samhengi er vert að athuga að peningamálastefna virkar að miklu leyti í gegnum „væntingafarveg“. Þannig má segja að peningamálastefnan hafi verið hert í desember, þegar stýrivextir voru hækkaðir, en að aðhaldssemin í peningamálum hafi byrjað miklu fyrr, þegar Seðlabankinn byrjaði að gefa til kynna að vextirnir myndu fljótlega hækka. Það er ekkert endilega rangt við að herða peningamálastefnuna, en sannleikurinn er sá að hagkerfi Bandaríkjanna er ekki beint við það að ofhitna, og á sama tíma er verðbólgan vel undir 2%. Það er við þessar aðstæður sem Seðlabankinn heldur fast við herta peningamálastefnu, og það er helsta ástæða þess að alþjóðamarkaðir hafa verið undir miklum þrýstingi undanfarið. Ef Seðlabanki Bandaríkjanna heldur áfram að einblína á nafnvexti í stað þess að líta á fjölbreytta markaðsvísa mun það fljótlega svæla hagkerfi Bandaríkjanna inn í samdrátt. Í versta tilfelli gæti það þróast yfir í bankakreppu á heimsvísu, svo við skulum vona að Seðlabankinn sjái fljótlega hvert stefnir og hætti að tala um vaxtahækkanir en byrji þess í stað að slaka á peningamálastefnunni. Það er mikil þörf á því.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun