Landsbankinn óskar eftir því að Ríkisendurskoðun skoði söluna á Borgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2016 21:01 Staðið hefur styr um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun skoði sölu bankans á eignarhlut sínum í Borgun. Bankinn segir að engir annarlegir hvatar hafi legið að baki ákvörðun bankans að selja hlut sinni í Borgun á þann hátt sem gert var. Þetta kemur fram í svari bankans við spurningum frá Bankasýslu ríkisins þar sem óskað var eftir upplýsingum um sölumeðferð Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun.Sjá einnig: Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlegaRíkisendurskoðun hefur nú þegar til skoðunar aðkomu sína að málinu en stofnunin er kjörinn endurskoðandi bankans. Mun Ríkisendurskoðun taka ákvörðun um hvort að stofnunin skoði sölu Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun þegar fyrir liggja viðbrögð annarra aðila sem málið hafa til skoðunar.Töldu Valitor vera eina íslenska kortafélagið sem ætti tilkall til ávinnings vegnar nýtingar valréttarÍ svari bankans kemur fram að Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á Visa Europe. Bankinn bjó ekki yfir upplýsingum um hvort eða hvenær Visa Inc. myndi neyta kaupréttarins eða Visa Europe söluréttarins enda lá það ekki fyrir fyrr en 2. nóvember 2015 þegar upplýst var um viðskiptin.Sjá einnig: Segir stjórnmálamenn ekki beita þrýstingiÞað var hins vegar skilningur Landsbankans að vegna sögulegra tengsla Valitor við Visa Europe og yfirburða markaðshlutdeildar félagsins í útgáfu Visa-korta myndi Valitor, eitt íslenskra kortafélaga, eiga tilkall til slíks ávinnings í kjölfar hugsanlegrar nýtingar valréttarins ef til hans kæmi. Í svarinu er áréttað að Landsbankinn hafi ekki haft vitneskju um að Borgun kynni að eiga rétt til sambærilegra greiðslna við nýtingu valréttarins. Af þeirri ástæðu var ekki samið um það sérstaklega þegar eignarhlutur bankans í Borgun var seldur.Sjá einnig: Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa EuropeÁstæðan fyrir þessum skilningi Landsbankans var jafnframt sú að þjónusta sem Landsbankinn hafði keypt af Borgun tengdist Mastercard-kortum en ekki VISA-kortaviðskiptum. Fyrir vikið þótti ekki tilefni til þess að ætla að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna nýtingar valréttarins. Eftir því sem næst verður komist var vitneskja um annað ekki á almennu vitorði.Dregur lærdóm og breytir stefnu sinniÍ svörum bankans er athygli vakin á að engin almenn og ófrávíkjanleg krafa hafi verið gerð af hálfu löggjafans eða eftirlitsyfirvalda til þess að fara í almennt söluútboð, auglýsa eignir á markaði eða hafa sölumeðferð með öðrum hætti opna. Til marks um þetta beindi Samkeppniseftirlitið því til viðskiptabanka í eigu ríkisins að leitast við að hafa ferlið opið og gagnsætt eftir því sem kostur væri. Landsbankinn hefur dregið lærdóm af þeirri umræðu sem orðið hefur í kjölfar sölu bankans á hlut sínum í Borgun og breytt stefnu sinni og verklagi til samræmis við hana segir í svörum bankans.Skoða má svar Landsbankans við erindi Bankasýslu ríkisins hér. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00 Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37 Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Fyrirtækið fær einnig forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. 9. febrúar 2016 17:33 Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti "Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. 10. febrúar 2016 07:00 Samkeppniseftirlitið skoði óeðlilegan hagnað kortafyrirtækja Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að hagnaður greiðslukortafyrirtækja hér á landi sé óeðlilega mikill og vill að Samkeppniseftirlitið skoði málið. Fyrirtækin hafa á undanförnum árum hagnast um marga milljarða. 7. febrúar 2016 18:57 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Landsbankinn hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun skoði sölu bankans á eignarhlut sínum í Borgun. Bankinn segir að engir annarlegir hvatar hafi legið að baki ákvörðun bankans að selja hlut sinni í Borgun á þann hátt sem gert var. Þetta kemur fram í svari bankans við spurningum frá Bankasýslu ríkisins þar sem óskað var eftir upplýsingum um sölumeðferð Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun.Sjá einnig: Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlegaRíkisendurskoðun hefur nú þegar til skoðunar aðkomu sína að málinu en stofnunin er kjörinn endurskoðandi bankans. Mun Ríkisendurskoðun taka ákvörðun um hvort að stofnunin skoði sölu Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun þegar fyrir liggja viðbrögð annarra aðila sem málið hafa til skoðunar.Töldu Valitor vera eina íslenska kortafélagið sem ætti tilkall til ávinnings vegnar nýtingar valréttarÍ svari bankans kemur fram að Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á Visa Europe. Bankinn bjó ekki yfir upplýsingum um hvort eða hvenær Visa Inc. myndi neyta kaupréttarins eða Visa Europe söluréttarins enda lá það ekki fyrir fyrr en 2. nóvember 2015 þegar upplýst var um viðskiptin.Sjá einnig: Segir stjórnmálamenn ekki beita þrýstingiÞað var hins vegar skilningur Landsbankans að vegna sögulegra tengsla Valitor við Visa Europe og yfirburða markaðshlutdeildar félagsins í útgáfu Visa-korta myndi Valitor, eitt íslenskra kortafélaga, eiga tilkall til slíks ávinnings í kjölfar hugsanlegrar nýtingar valréttarins ef til hans kæmi. Í svarinu er áréttað að Landsbankinn hafi ekki haft vitneskju um að Borgun kynni að eiga rétt til sambærilegra greiðslna við nýtingu valréttarins. Af þeirri ástæðu var ekki samið um það sérstaklega þegar eignarhlutur bankans í Borgun var seldur.Sjá einnig: Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa EuropeÁstæðan fyrir þessum skilningi Landsbankans var jafnframt sú að þjónusta sem Landsbankinn hafði keypt af Borgun tengdist Mastercard-kortum en ekki VISA-kortaviðskiptum. Fyrir vikið þótti ekki tilefni til þess að ætla að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna nýtingar valréttarins. Eftir því sem næst verður komist var vitneskja um annað ekki á almennu vitorði.Dregur lærdóm og breytir stefnu sinniÍ svörum bankans er athygli vakin á að engin almenn og ófrávíkjanleg krafa hafi verið gerð af hálfu löggjafans eða eftirlitsyfirvalda til þess að fara í almennt söluútboð, auglýsa eignir á markaði eða hafa sölumeðferð með öðrum hætti opna. Til marks um þetta beindi Samkeppniseftirlitið því til viðskiptabanka í eigu ríkisins að leitast við að hafa ferlið opið og gagnsætt eftir því sem kostur væri. Landsbankinn hefur dregið lærdóm af þeirri umræðu sem orðið hefur í kjölfar sölu bankans á hlut sínum í Borgun og breytt stefnu sinni og verklagi til samræmis við hana segir í svörum bankans.Skoða má svar Landsbankans við erindi Bankasýslu ríkisins hér.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00 Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37 Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Fyrirtækið fær einnig forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. 9. febrúar 2016 17:33 Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti "Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. 10. febrúar 2016 07:00 Samkeppniseftirlitið skoði óeðlilegan hagnað kortafyrirtækja Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að hagnaður greiðslukortafyrirtækja hér á landi sé óeðlilega mikill og vill að Samkeppniseftirlitið skoði málið. Fyrirtækin hafa á undanförnum árum hagnast um marga milljarða. 7. febrúar 2016 18:57 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00
Fjármálaráðherra segir stöðu Borgunarmálsins mjög alvarlega Bjarni Benediktsson segir í bréfi til Bankasýslu ríkisins að ætla megi að það verð sem Landsbankinn fékk fyrir eignarhlut sinn í Borgun hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. 11. febrúar 2016 18:25
Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07
Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37
Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Fyrirtækið fær einnig forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. 9. febrúar 2016 17:33
Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti "Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. 10. febrúar 2016 07:00
Samkeppniseftirlitið skoði óeðlilegan hagnað kortafyrirtækja Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að hagnaður greiðslukortafyrirtækja hér á landi sé óeðlilega mikill og vill að Samkeppniseftirlitið skoði málið. Fyrirtækin hafa á undanförnum árum hagnast um marga milljarða. 7. febrúar 2016 18:57