Hyundai Ionic í þremur útgáfum í Genf Finnur Thorlacius skrifar 25. febrúar 2016 13:14 Hyundai Ionic þríeykið. Hyundai ætlar að kynna glænýjan bíl á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar og það í þremur útfærslum. Í fyrsta lagi er um að ræða hreinræktaðan rafmagnsbíl, en hann verður einnig sýndur sem tvinnbíll og tengiltvinnbíll. Þessi Ionic bíll markar tímamót hjá Hyundai þar sem þar fer fyrsti bíllinn sem sérstaklega er hannaður fyrir þessar umhverfisvænu útfærslur en fram að þessu hefur Hyundai aðeins boðið slíka bíla sem útfærslur annarra bíla fyrirtækisins sem eru upprunanlega með brunavélar, svo sem eins og Santa Fe Hybrid. Ionic Hybrid kemur með 1,6 lítra bensínvél, 105 hestafla auk 44 hestafla rafmótor og þannig útbúinn mengar hann aðeins 79 grömm af CO2 á hvern kílómetra. Ionic Plug-In-Hybrid, eða tengitvinnbíllinn, kemst 50 kílómetra á rafmagninu eingöngu og í honum er 61 hestafla rafmótor sem vinnur með sömu 1,6 lítra bensínvél og uppgefin mengun hans er 32 g/km. Ionic rafmagnsbíllinn kemst 250 kílómetra á fullri hleðslu rafmagns og rafmótorar hans eru 120 hestöfl. Allir bílarnir eru með vindmótsstuðulinn Cd 0,24 og kljúfa þeir því loftið vel. Þá má fá með margháttuðum öryggisbúnaði, svo sem sjálfvirkri hemlum við aðsteðjandi hættu, blindpunktsviðvörun, akgreinaskiptaviðvörun og hraðabreytanlega skriðstýringu. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent
Hyundai ætlar að kynna glænýjan bíl á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar og það í þremur útfærslum. Í fyrsta lagi er um að ræða hreinræktaðan rafmagnsbíl, en hann verður einnig sýndur sem tvinnbíll og tengiltvinnbíll. Þessi Ionic bíll markar tímamót hjá Hyundai þar sem þar fer fyrsti bíllinn sem sérstaklega er hannaður fyrir þessar umhverfisvænu útfærslur en fram að þessu hefur Hyundai aðeins boðið slíka bíla sem útfærslur annarra bíla fyrirtækisins sem eru upprunanlega með brunavélar, svo sem eins og Santa Fe Hybrid. Ionic Hybrid kemur með 1,6 lítra bensínvél, 105 hestafla auk 44 hestafla rafmótor og þannig útbúinn mengar hann aðeins 79 grömm af CO2 á hvern kílómetra. Ionic Plug-In-Hybrid, eða tengitvinnbíllinn, kemst 50 kílómetra á rafmagninu eingöngu og í honum er 61 hestafla rafmótor sem vinnur með sömu 1,6 lítra bensínvél og uppgefin mengun hans er 32 g/km. Ionic rafmagnsbíllinn kemst 250 kílómetra á fullri hleðslu rafmagns og rafmótorar hans eru 120 hestöfl. Allir bílarnir eru með vindmótsstuðulinn Cd 0,24 og kljúfa þeir því loftið vel. Þá má fá með margháttuðum öryggisbúnaði, svo sem sjálfvirkri hemlum við aðsteðjandi hættu, blindpunktsviðvörun, akgreinaskiptaviðvörun og hraðabreytanlega skriðstýringu.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent