Ford planar 3 Allroad-bíla Finnur Thorlacius skrifar 25. febrúar 2016 12:56 Ford Mondeo Vignale. worldcarfans Vinsældir langbaka með aukna drifgetu og veghæð er mikil um þessar mundir en Ford hefur ekki mikið tekið þátt í þeim slag að undanförnu og hefur þess í stað boðið jeppa og jepplinga. Því ætlar Ford að breyta á næstunni og bjóða 3 bílgerðir sínar með þessu lagi. Líklegir kandídatar eru Ford Focus og Mondeo og myndu þeir bílar keppa við Volkswagen Passat Alltrack og Skoda Octavia Scout. Þriðja bílgerðin er ennþá óljósari og ekki er allsendis víst að það verði langbakur og þess vegna smábíll eins og Fiesta. Það væri þá í takt við það sem Volvo gerir með S60 bíl sinn sem einnig er í boði sem S60 Cross Country. Einn lúxusbílaframleiðandanna, Audi, er þekkt fyrir Allroad bíla sína og býður bæði A4 og A6 bílana í Allroad-útfærslum og hafa þeir selst vel á undanförnum árum. Það er því ekki skrítið að Ford skuli nú vilja taka þátt í þessum slag, ekki síst í ljósi þess að lítil þróunarvinna yrði að baki þessari breytingu á bílunum. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent
Vinsældir langbaka með aukna drifgetu og veghæð er mikil um þessar mundir en Ford hefur ekki mikið tekið þátt í þeim slag að undanförnu og hefur þess í stað boðið jeppa og jepplinga. Því ætlar Ford að breyta á næstunni og bjóða 3 bílgerðir sínar með þessu lagi. Líklegir kandídatar eru Ford Focus og Mondeo og myndu þeir bílar keppa við Volkswagen Passat Alltrack og Skoda Octavia Scout. Þriðja bílgerðin er ennþá óljósari og ekki er allsendis víst að það verði langbakur og þess vegna smábíll eins og Fiesta. Það væri þá í takt við það sem Volvo gerir með S60 bíl sinn sem einnig er í boði sem S60 Cross Country. Einn lúxusbílaframleiðandanna, Audi, er þekkt fyrir Allroad bíla sína og býður bæði A4 og A6 bílana í Allroad-útfærslum og hafa þeir selst vel á undanförnum árum. Það er því ekki skrítið að Ford skuli nú vilja taka þátt í þessum slag, ekki síst í ljósi þess að lítil þróunarvinna yrði að baki þessari breytingu á bílunum.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent