Nýr Audi S4 Avant Finnur Thorlacius skrifar 25. febrúar 2016 10:46 Audi S4 Avant. Audi er nú að kynna þennan lögulega S4 langbak í kjölfar hefðbundna nýja A4 bíls með skotti. Sem fyrr ber hann heitið Avant í endann, en það stendur fyrir langbak í orðabók Audi. Audi S4 Avant er með sömu V6 þriggja lítra vélina og er í S4 Sedan bílnum og skilar hún 354 hestöflum til allra hjólanna. Mun hann aðeins bjóðast með 8 gíra sjálfskiptingu. Bíllinn hefur lést lítillega milli kynslóða og flutningsrými aukist og er það nú 17 rúmfet með aftursætin uppi en 53,3 rúmfet með þau niðri. Opna má afturhlerann á bílnum með því að bregða öðrum fætinum undir afturstuðarann ef svo vill til að báðar hendur eru fullar af farangri. Audi S4 Avant er tommu (2,5 cm) neðar á frá vegi en langbaksgerð hefðbundins A4 Avant. Langbakurinn er aðeins 45 kílóum þyngri en Sedan bílinn og vegur 1.675 kíló. Fyrir vikið er hann aðeins seinni í hundraðið, eða 4,6 sekúndur samanborið við 4,4 sekúndur hjá Sedan bílnum. Ekki verður svo ýkja langt í enn öflugri gerð A4 bílsins, eða RS útgáfu hans, en búist er við því að hann verði 480 hestafla kaggi með rafknúna forþjöppu. Athygli vekur að þessi bíll verður ekki í boði í Bandaríkjunum, en þó mega kaupendur þar eiga von á að Allroad gerð A4 verði þar í boði, sem og Audi A6 Allroad. Langbakar eru almennt ekki vinsælir í Bandaríkjunum, öndvert við Evrópu og kjósa Bandaríkjamenn fremur jepplinga eða jeppa.Ekki óhuggulegt innanrými í Audi S4 Avant. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent
Audi er nú að kynna þennan lögulega S4 langbak í kjölfar hefðbundna nýja A4 bíls með skotti. Sem fyrr ber hann heitið Avant í endann, en það stendur fyrir langbak í orðabók Audi. Audi S4 Avant er með sömu V6 þriggja lítra vélina og er í S4 Sedan bílnum og skilar hún 354 hestöflum til allra hjólanna. Mun hann aðeins bjóðast með 8 gíra sjálfskiptingu. Bíllinn hefur lést lítillega milli kynslóða og flutningsrými aukist og er það nú 17 rúmfet með aftursætin uppi en 53,3 rúmfet með þau niðri. Opna má afturhlerann á bílnum með því að bregða öðrum fætinum undir afturstuðarann ef svo vill til að báðar hendur eru fullar af farangri. Audi S4 Avant er tommu (2,5 cm) neðar á frá vegi en langbaksgerð hefðbundins A4 Avant. Langbakurinn er aðeins 45 kílóum þyngri en Sedan bílinn og vegur 1.675 kíló. Fyrir vikið er hann aðeins seinni í hundraðið, eða 4,6 sekúndur samanborið við 4,4 sekúndur hjá Sedan bílnum. Ekki verður svo ýkja langt í enn öflugri gerð A4 bílsins, eða RS útgáfu hans, en búist er við því að hann verði 480 hestafla kaggi með rafknúna forþjöppu. Athygli vekur að þessi bíll verður ekki í boði í Bandaríkjunum, en þó mega kaupendur þar eiga von á að Allroad gerð A4 verði þar í boði, sem og Audi A6 Allroad. Langbakar eru almennt ekki vinsælir í Bandaríkjunum, öndvert við Evrópu og kjósa Bandaríkjamenn fremur jepplinga eða jeppa.Ekki óhuggulegt innanrými í Audi S4 Avant.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent