Range Rover Holland & Holland Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2016 13:04 Range Rover Holland & Holland. Range Rover bílar eru miklir lúxusgripir en svo þykir sumum að enn betur megi gera og breytir þeim í enn íburðarmeiri bíla. Einn þeirra er skotvopnaframleiðandinn Holland & Holland sem framleiðir hágæða skotvopn fyrir þá efnameiri. Land Rover sem framleiðir Range Rover bíla hefur í samstarfi við Holland & Holland framleitt sérstaka útgáfu Range Rover sem ber nafn Holland & Holland og er hún ætluð efnameiri kaupendum. Þessi útgáfa mun aðeins fást í einum lit sem er einkennislitur Holland & Holland, þ.e. djúpgrænn. Aðrar breytingar að utan eru litlar en það á ekki við innanrýmið, líkt og sést á meðfylgjandi myndum. Franskur valhnetuviður sem Holland & Holland notar mikið í riffla sína er mjög áberandi í innanrýminu. Sérstakt leður sem sagt er í espresso lit er síðan á sætunum og víðar í innréttingunni. Hurðaopnararnir að innan eru úr ígröfnu stáli í sama stíl og á byssum Holland & Holland. Víða er að finna merkingar Holland & Holland í innréttingunni, neðst í hurðaopum bílsins, á mælaborðinu, á sætunum og víðar. Sérsmíðuð riffilgeymsla er aftur í farangursrými jeppans ætluð fyrir tvo riffla og dregst hún aftur á sleða. Víst er að fasanar í Bretlandi ættu að forða sér ef þeir sjá Range Rover í þessum lit á næstunni. Verðið á þessari sérútgáfu Range Rover er litlar 32 milljónir króna. Range Rover ætlar að selja 30 svona bíla í Bandaríkjunum og mun einnig takmarka framleiðsluna fyrir aðra markaði.Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega.Byssugeymslan.Ígrafin hurðaropnun. Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent
Range Rover bílar eru miklir lúxusgripir en svo þykir sumum að enn betur megi gera og breytir þeim í enn íburðarmeiri bíla. Einn þeirra er skotvopnaframleiðandinn Holland & Holland sem framleiðir hágæða skotvopn fyrir þá efnameiri. Land Rover sem framleiðir Range Rover bíla hefur í samstarfi við Holland & Holland framleitt sérstaka útgáfu Range Rover sem ber nafn Holland & Holland og er hún ætluð efnameiri kaupendum. Þessi útgáfa mun aðeins fást í einum lit sem er einkennislitur Holland & Holland, þ.e. djúpgrænn. Aðrar breytingar að utan eru litlar en það á ekki við innanrýmið, líkt og sést á meðfylgjandi myndum. Franskur valhnetuviður sem Holland & Holland notar mikið í riffla sína er mjög áberandi í innanrýminu. Sérstakt leður sem sagt er í espresso lit er síðan á sætunum og víðar í innréttingunni. Hurðaopnararnir að innan eru úr ígröfnu stáli í sama stíl og á byssum Holland & Holland. Víða er að finna merkingar Holland & Holland í innréttingunni, neðst í hurðaopum bílsins, á mælaborðinu, á sætunum og víðar. Sérsmíðuð riffilgeymsla er aftur í farangursrými jeppans ætluð fyrir tvo riffla og dregst hún aftur á sleða. Víst er að fasanar í Bretlandi ættu að forða sér ef þeir sjá Range Rover í þessum lit á næstunni. Verðið á þessari sérútgáfu Range Rover er litlar 32 milljónir króna. Range Rover ætlar að selja 30 svona bíla í Bandaríkjunum og mun einnig takmarka framleiðsluna fyrir aðra markaði.Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega.Byssugeymslan.Ígrafin hurðaropnun.
Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent