Kallar á vitundarvakningu í læknastétt Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 18. mars 2016 07:00 Það er kannski ekki endilega fitan sjálf sem er vandamál, það eru sjúkdómarnir sem fylgja. Það sem ég hef mestar áhyggjur af er sykursýkin og hjarta- og æðasjúkdómarnir sem geta lagst þungt á okkur næstu árin og áratugina. Sérstaklega þegar við horfum til þess að þjóðin er að eldast og þessi tíðni sjúkdóma eykst eftir því sem við verðum eldri. Þetta getur komið tvöfalt í bakið á okkur,“ segir Guðmundur Jóhannsson, bráða- og lyflæknir á Landspítalanum. Hann segir að mataræði þjóðarinnar verði að taka breytingum, við séum að feta hættulega braut og sífellt fleiri greinist með króníska lífsstílssjúkdóma fyrir vikið. Gera þurfi átak í málaflokknum hið fyrsta. „Við leggjum að mínu mati allt of lítinn pening í forvarnir. Mér finnst að það eigi að hugsa þetta frá grunni og hefja fræðslu strax í grunnskóla.“MYND/ERNIRFitan út- sykurinn inn Guðmundur segir forsögu málsins að um 1980 hafi orðið breyting á mataræði heimsbyggðarinnar. „Áratugunum áður höfðu menn verið að vakna upp við aukna tíðni hjartasjúkdóma og menn veltu fyrir sér orsökum þess. Því var velt upp að neysla á mikilli fitu, sérstaklega mettaðri fitu, gæti verið hluti af orsökinni. Um 1980 urðu töluverðar breytingar þar sem fólki var almennt ráðlagt að byrja að taka fitu úr mataræðinu, sérstaklega mettuðu fituna. Þá þurfti eitthvað að koma í staðinn og fólk fór að auka neyslu kolvetna,“ segir Guðmundur. Hann segir matvælaframleiðendur hafa brugðist við með því að taka fituna úr matnum og framleiða fitusnauðan mat. „Vandamálið var að maturinn bragðaðist ekki eins vel þegar búið var að taka fituna út. Þá þurfti eitthvað að koma í staðinn, sem mátti ekki vera fita. Þá fóru menn að bæta við sykri í vörurnar. Þannig skiptum við út fitunni fyrir sykur. Hann fór að vera meira og meira í allri matvöru. Unnar matvörur fóru líka að koma inn á markaðinn meira en við höfðum séð áður,“ heldur hann áfram.Nýtt mataræði, nýir sjúkdómar Fbl_Megin: Í kjölfarið fór að bera á lífsstílstengdum sjúkdómum í auknum mæli. „Frá 1980 og til dagsins í dag höfum við verið að sjá bylgju af krónískum sjúkdómum eins og offitu og sykursýki. Þeir koma eins og flóðbylgja yfir okkur núna. Þetta er orðið stórt vandamál og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er farin að hafa miklar áhyggjur að því að þessir krónísku lífsstílssjúkdómar séu að verða ein mesta heilbrigðisógn sem steðjar að okkur.“Gæti orðið okkur ofviða Guðmundur vill vitundarvakningu um þessi mál og að læknar einblíni í meira mæli á mataræði. Hann segir að grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða til að sporna við lífsstílssjúkdómum – annars verði þróunin heilbrigðiskerfinu hreinlega ofviða. Er það þín upplifun að það sé of lítið rætt um áhrif mataræðis á heilsu innan læknisfræðinnar? „Ef maður skoðar læknadeildir um allan heim þá er næringarfræði ekkert sérstaklega kennd. Það eru kannski einhverjir fyrirlestrar og kúrsar. Þegar ég var í deildinni þá var áhersla á þetta í deildinni lítil,“ segir hann? „Ég held þetta sé hlutur sem við höfum ekki veitt nægilega mikla athygli. Síðustu ár hefur það orðið mér meira og meira ljóst að það eru heilmiklir möguleikar fólgnir í því að fara að hjálpa fólki með króníska lífsstílssjúkdóma.“ Hvaða sjúkdóma erum við að tala um að hægt væri að koma í veg fyrir? „Augljósast er offita og sykursýki. Eins hjartasjúkdómar. Svo hafa menn talað um að sum krabbamein séu lífsstílstengd og alzheimerssjúkdómur. Ég held að listinn yfir sjúkdóma sem þetta gæti haft áhrif á sé gríðarlega langur.“Auknir fjármunir duga skammt Nýlega voru sagðar fréttir af því að Íslendingar væru feitasta þjóð í Evrópu. Guðmundur segir mikilvægt að grípa strax í taumana. „Fjármunirnir geta verið fljótir að fara í þetta. Lífsstílssjúkdómar geta auðveldlega gleypt mikinn hluta af þessu fjármagni ef við förum ekki að spá í hvað við getum gert til að fyrirbyggja þetta. Í Bandaríkjunum er talað um að ef offiturfaraldurinn þar heldur áfram muni þetta gleypa alla fjármuni þeirra heilbrigðiskerfis á næstu áratugum. Nú er staðan sú að þriðji hver Bandaríkjamaður er orðinn of feitur og helmingur með sykursýki eða forstigsbreytingar að sykursýki.“Visir/ErnirBetur má ef duga skal Guðmundur segir þó meiri áhuga á mataræði og áhrifum þess á heilsuna innan læknisfræðinnar. „Það er aukinn áhugi meðal lækna. Sem dæmi um það þá stofnaði ég ásamt kollega mínum Facebook-síðu lækna fyrir ári þar sem við byrjuðum að ræða þessi mál. Svo hefur þessi grúppa vaxið og núna eru um 260 læknar í grúppunni að ræða þessi lífsstílstengdu mál.“ Guðmundur myndi vilja sjá aukið samstarf milli fagstétta. „Við getum bætt okkur mikið í þessu og farið að vinna meira með hinum fagstéttunum.Sérstaklega með næringarfræðingum. Ég myndi vilja sjá aukið samstarf milli okkar, lækna, og þeirra, líka með sjúkraþjálfurum, einkaþjálfurum og öðrum. Við verðum að vinna að því að hjálpa fólki að verða sjálfbærara í að hugsa um eigin heilsu. Hjálpa því að hjálpa sér sjálft.“ Erum við aftarlega á merinni í alþjóðlegum samanburði hvað varðar mataræði? „Þetta er vandamál um allan heim, sem við sjáum bæði í þróuðum ríkjum og þróunarríkjum. Þessi vandamál eru út um allt.“ Hvað má ég borða? Þegar talað er um mataræði þá þykir mörgum flókið að átta sig á hvað sé hollt og hvað henti hverjum og einum. „Ákveðnar matvörur eru skaðlegar. Við vitum að transfitur eru skaðlegar fyrir alla. Þær eru mest í unnum matvælum, þessu sem kemur ekki frá náttúrunni. Svo geturðu sagt eins og með sykur og fínunnin kolvetni, að það eru mjög fáir sem þola mikla neyslu á því til lengdar. Vísindin segja okkur að þetta séu hlutir sem við þurfum að passa okkur betur á,“ útskýrir hann. „Það hefur verið vandamál að fólk kann ekki að lesa næringarinnihaldslýsingar á matvælum og treystir bara á að allt sem er markaðssett sem heilsu-, íþrótta- eða náttúru-eitthvað sé bara gott fyrir þig. Það er ekkert endilega þannig.“ Hann telur að betur mætti gera í merkingum á matvörum. „Það myndi hjálpa almenningi mikið. Það er til merking sem heitir Græna skráargatið sem hjálpar okkur aðeins. En við þurfum skýrari merkingar. Almenna reglan er sú að því meira sem við vinnum matinn þeim mun meiri líkur eru á því að sú vara sé óholl.“ Það vefst fyrir mörgum hvernig eigi að taka upp nýjan lífsstíl. „Það er langbest að horfa á allan lífsstílinn. Það er ekki nóg að taka fyrir eitt atriði. Ef þú sefur kannski tvo tíma á nóttu en djöflast samt í ræktinni, borðar hollt og vinnur vinnu þar sem þú ert undir miklu álagi, þá hefur það takmörkuð áhrif. Það þarf að horfa á hvernig maður lifir lífinu í heild til að það hafi jákvæð áhrif.“Meiri keyrsla á Íslandi Er streita mikið vandamál í dag? „Já, ég hugsa það. Ég bjó í Svíþjóð í nokkur ár og maður fann áþreifanlegan mun þegar maður flutti heim. Það er allt öðruvísi tempó hérna á Íslandi. Meiri keyrsla, hraði og neysluhyggja. Svíarnir verðleggja tíma sem þeir eyða í frístundir og að dóla sér meira en við. Okkur liggur meira á að eignast hluti og vera fín og flott.“ Guðmundur hefur starfað í Vestmannaeyjum sem heimilislæknir milli þess sem hann sinnir starfi sínu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Í Vestmannaeyjum hefur hann hjálpað nokkrum sjúklingum sínum að breyta um lífsstíl. Hann segir það hafa bætt líf þessa fólks. „Maður sá það greinilega, það voru t.d. sjúklingar sem voru komnir með það sem við köllum efnaskiptavillu. Sjúklingar með of háa blóðfitu, blóðþrýsting og aukið insúlínviðnám. Slíkar mælingar sýna fyrsta stig þess að menn séu að þróa með sér sykursýki týpu 2. Með því að breyta mataræði og leiðrétta lífsstílinn þá sá maður dramatískan mun. Þetta hefur maður séð endurtekið hjá fólki. Það er til hellingur af rannsóknum í kringum þetta sem sýna fram á sama hlut.“Gekk það þá til baka? „Við sáum að blóðprufur bötnuðu og blóðþrýstingur lækkaði. Við höfum séð dæmi um að fólk geti minnkað lyfin sín og jafnvel hætt á þeim. Því leið betur og kílóin duttu af sjálfkrafa. Það er alveg klárt að svona lífsstílbreytingar hafa ótrúlega mikil áhrif.“Sláandi munur Að sögn Guðmundar gæti það sparað samfélaginu miklar fjárhæðir ef ráðist yrði að rót vandans. „Ég rakst nýlega á leiðaragrein í bandaríska heimilislæknablaðinu þar sem voru teknar saman stórar rannsóknir þar sem verið var að skoða áhrif lífsstíls á tíðni krónískra sjúkdóma. Það var eiginlega sláandi hvað munurinn var mikill á þessum hóp þar sem er tekið fyrir annars vegar fólk sem stundar heilbrigðan lífsstíl, reykir ekki, drekkur ekki, hreyfir sig reglulega, borðar tiltölulega hollt og heldur sér við kjörþyngd. Þessi hópur var með allt að 80-90% lægri tíðni á krónískum sjúkdómum samanborið við þá sem voru með ekkert af þessu. Þetta er það sem við köllum faraldsfræðilegar rannsóknir. Þarna erum við að skoða hópana þannig það er ekki hægt að fullyrða um orsakasamhengið en samhengið er samt svo sláandi. Munurinn er svo gríðarlegur. Það er nánast hægt að fullyrða að það yrði pottþétt töluverð breyting ef sá hópur sem stundar versta lífsstílinn myndi færa sig yfir í hinn hópinn.“Meiri fiskur fyrir börnMataræði barna, erum við að gera nógu vel þar? „Það má alltaf gott bæta. Ég held að við þurfum að leggja aukna áherslu á að börn borði ávexti og grænmeti. Það er aldrei nógu mikið af því. Fiskneysla er hlutur sem maður hefur séð fara minnkandi hjá yngsta aldurshópnum. Unga kynslóðin borðar mun minna af fiski en eldri kynslóðirnar. Það er klárlega hlutur sem við mættum halda betur að unga fólkinu,“ segir hann. Guðmundur segir sykurneyslu barna og unglinga vera of mikla. „Hún er alltof mikil, sérstaklega hjá strákum, þar er hún langt yfir því sem WHO mælir með. Stór rannsókn sem kom fyrir nokkrum árum sýndi að fyrir hverjar 150 hitaeiningar sem voru í formi sykurs umfram venjulega neyslu, þá jókst tíðnin á sykursýki í þeim hópi um 1% en ef þessar kaloríur komu úr einhverju öðru var það 0,1 prósent. Svo birtist rannsókn núna í október sem sýndi að ef offeit börn, sem voru komin með þessa efnaskiptavillu sem er undanfari sykursýkinnar, minnkuðuð neyslu sína á sykri niður í 10% af því sem áður var þá snarminnkaði efnaskiptavillan.“ Til þess að koma skilaboðunum áleiðis stendur Guðmundur ásamt fleirum að ráðstefnu um áhrif mataræðis á langvinna sjúkdóma í Hörpu í maí. „Fyrir rúmu ári fékk ég hugmynd um að halda ráðstefnu um þessi mál. Ég talaði um þetta við mág minn og við fórum að velta þessu fyrir okkur. Við höfðum samband við marga þekkta erlenda fræðimenn á þessu sviði og könnuðum áhuga þeirra á að koma til Íslands. Þeir höfðu allir mikinn áhuga á að koma og heimsækja Ísland. Svo fór boltinn að rúlla, við töluðum við fleiri aðila, og styrktaraðila. Núna í maí næstkomandi verður ráðstefna í Hörpu, um áhrif mataræðis, sykurs, fitu og nútímamataræðis, á króníska lífsstílssjúkdóma.“Styður Kára og endurreisnina Mikið hefur verið rætt um stöðu heilbrigðiskerfisins undanfarið enda telja margir það komið að þolmörkum. Kári Stefánsson hefur staðið fyrir undirskriftasöfnuninni Endurreisn.is. Guðmundur segist styðja hugmyndir Kára. „Ég styð að við eigum að vera metnaðarfull þegar kemur að heilbrigðiskerfinu okkar. Við höfum haft gott heilbrigðiskerfi og stært okkur af því en glansinn hefur svolítið farið af því núna síðustu árin. Svo er aftur spurningin ef þessi krónísku lífsstílsvandamál fara að aukast í takt við það sem er að gerast í heiminum, hversu langt mun það fleyta okkur og hversu miklu ætlum við að veita í heilbrigðismálin? Ef við ætlum að leysa þessi lífsstílsvandamál með þeim tækjum og tólum sem við höfum notað hingað til þá efast ég um að þetta fjármagn muni duga okkur langt. Við þurfum að fara hugsa hvernig við getum nýtt fjármagnið betur sem við erum að veita í þennan málaflokk,“ segir hann og segist sannfærður um að með því að setja pening í forvarnir sé verið að spara heilbrigðiskerfinu miklar upphæðir. Föstudagsviðtalið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Það er kannski ekki endilega fitan sjálf sem er vandamál, það eru sjúkdómarnir sem fylgja. Það sem ég hef mestar áhyggjur af er sykursýkin og hjarta- og æðasjúkdómarnir sem geta lagst þungt á okkur næstu árin og áratugina. Sérstaklega þegar við horfum til þess að þjóðin er að eldast og þessi tíðni sjúkdóma eykst eftir því sem við verðum eldri. Þetta getur komið tvöfalt í bakið á okkur,“ segir Guðmundur Jóhannsson, bráða- og lyflæknir á Landspítalanum. Hann segir að mataræði þjóðarinnar verði að taka breytingum, við séum að feta hættulega braut og sífellt fleiri greinist með króníska lífsstílssjúkdóma fyrir vikið. Gera þurfi átak í málaflokknum hið fyrsta. „Við leggjum að mínu mati allt of lítinn pening í forvarnir. Mér finnst að það eigi að hugsa þetta frá grunni og hefja fræðslu strax í grunnskóla.“MYND/ERNIRFitan út- sykurinn inn Guðmundur segir forsögu málsins að um 1980 hafi orðið breyting á mataræði heimsbyggðarinnar. „Áratugunum áður höfðu menn verið að vakna upp við aukna tíðni hjartasjúkdóma og menn veltu fyrir sér orsökum þess. Því var velt upp að neysla á mikilli fitu, sérstaklega mettaðri fitu, gæti verið hluti af orsökinni. Um 1980 urðu töluverðar breytingar þar sem fólki var almennt ráðlagt að byrja að taka fitu úr mataræðinu, sérstaklega mettuðu fituna. Þá þurfti eitthvað að koma í staðinn og fólk fór að auka neyslu kolvetna,“ segir Guðmundur. Hann segir matvælaframleiðendur hafa brugðist við með því að taka fituna úr matnum og framleiða fitusnauðan mat. „Vandamálið var að maturinn bragðaðist ekki eins vel þegar búið var að taka fituna út. Þá þurfti eitthvað að koma í staðinn, sem mátti ekki vera fita. Þá fóru menn að bæta við sykri í vörurnar. Þannig skiptum við út fitunni fyrir sykur. Hann fór að vera meira og meira í allri matvöru. Unnar matvörur fóru líka að koma inn á markaðinn meira en við höfðum séð áður,“ heldur hann áfram.Nýtt mataræði, nýir sjúkdómar Fbl_Megin: Í kjölfarið fór að bera á lífsstílstengdum sjúkdómum í auknum mæli. „Frá 1980 og til dagsins í dag höfum við verið að sjá bylgju af krónískum sjúkdómum eins og offitu og sykursýki. Þeir koma eins og flóðbylgja yfir okkur núna. Þetta er orðið stórt vandamál og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er farin að hafa miklar áhyggjur að því að þessir krónísku lífsstílssjúkdómar séu að verða ein mesta heilbrigðisógn sem steðjar að okkur.“Gæti orðið okkur ofviða Guðmundur vill vitundarvakningu um þessi mál og að læknar einblíni í meira mæli á mataræði. Hann segir að grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða til að sporna við lífsstílssjúkdómum – annars verði þróunin heilbrigðiskerfinu hreinlega ofviða. Er það þín upplifun að það sé of lítið rætt um áhrif mataræðis á heilsu innan læknisfræðinnar? „Ef maður skoðar læknadeildir um allan heim þá er næringarfræði ekkert sérstaklega kennd. Það eru kannski einhverjir fyrirlestrar og kúrsar. Þegar ég var í deildinni þá var áhersla á þetta í deildinni lítil,“ segir hann? „Ég held þetta sé hlutur sem við höfum ekki veitt nægilega mikla athygli. Síðustu ár hefur það orðið mér meira og meira ljóst að það eru heilmiklir möguleikar fólgnir í því að fara að hjálpa fólki með króníska lífsstílssjúkdóma.“ Hvaða sjúkdóma erum við að tala um að hægt væri að koma í veg fyrir? „Augljósast er offita og sykursýki. Eins hjartasjúkdómar. Svo hafa menn talað um að sum krabbamein séu lífsstílstengd og alzheimerssjúkdómur. Ég held að listinn yfir sjúkdóma sem þetta gæti haft áhrif á sé gríðarlega langur.“Auknir fjármunir duga skammt Nýlega voru sagðar fréttir af því að Íslendingar væru feitasta þjóð í Evrópu. Guðmundur segir mikilvægt að grípa strax í taumana. „Fjármunirnir geta verið fljótir að fara í þetta. Lífsstílssjúkdómar geta auðveldlega gleypt mikinn hluta af þessu fjármagni ef við förum ekki að spá í hvað við getum gert til að fyrirbyggja þetta. Í Bandaríkjunum er talað um að ef offiturfaraldurinn þar heldur áfram muni þetta gleypa alla fjármuni þeirra heilbrigðiskerfis á næstu áratugum. Nú er staðan sú að þriðji hver Bandaríkjamaður er orðinn of feitur og helmingur með sykursýki eða forstigsbreytingar að sykursýki.“Visir/ErnirBetur má ef duga skal Guðmundur segir þó meiri áhuga á mataræði og áhrifum þess á heilsuna innan læknisfræðinnar. „Það er aukinn áhugi meðal lækna. Sem dæmi um það þá stofnaði ég ásamt kollega mínum Facebook-síðu lækna fyrir ári þar sem við byrjuðum að ræða þessi mál. Svo hefur þessi grúppa vaxið og núna eru um 260 læknar í grúppunni að ræða þessi lífsstílstengdu mál.“ Guðmundur myndi vilja sjá aukið samstarf milli fagstétta. „Við getum bætt okkur mikið í þessu og farið að vinna meira með hinum fagstéttunum.Sérstaklega með næringarfræðingum. Ég myndi vilja sjá aukið samstarf milli okkar, lækna, og þeirra, líka með sjúkraþjálfurum, einkaþjálfurum og öðrum. Við verðum að vinna að því að hjálpa fólki að verða sjálfbærara í að hugsa um eigin heilsu. Hjálpa því að hjálpa sér sjálft.“ Erum við aftarlega á merinni í alþjóðlegum samanburði hvað varðar mataræði? „Þetta er vandamál um allan heim, sem við sjáum bæði í þróuðum ríkjum og þróunarríkjum. Þessi vandamál eru út um allt.“ Hvað má ég borða? Þegar talað er um mataræði þá þykir mörgum flókið að átta sig á hvað sé hollt og hvað henti hverjum og einum. „Ákveðnar matvörur eru skaðlegar. Við vitum að transfitur eru skaðlegar fyrir alla. Þær eru mest í unnum matvælum, þessu sem kemur ekki frá náttúrunni. Svo geturðu sagt eins og með sykur og fínunnin kolvetni, að það eru mjög fáir sem þola mikla neyslu á því til lengdar. Vísindin segja okkur að þetta séu hlutir sem við þurfum að passa okkur betur á,“ útskýrir hann. „Það hefur verið vandamál að fólk kann ekki að lesa næringarinnihaldslýsingar á matvælum og treystir bara á að allt sem er markaðssett sem heilsu-, íþrótta- eða náttúru-eitthvað sé bara gott fyrir þig. Það er ekkert endilega þannig.“ Hann telur að betur mætti gera í merkingum á matvörum. „Það myndi hjálpa almenningi mikið. Það er til merking sem heitir Græna skráargatið sem hjálpar okkur aðeins. En við þurfum skýrari merkingar. Almenna reglan er sú að því meira sem við vinnum matinn þeim mun meiri líkur eru á því að sú vara sé óholl.“ Það vefst fyrir mörgum hvernig eigi að taka upp nýjan lífsstíl. „Það er langbest að horfa á allan lífsstílinn. Það er ekki nóg að taka fyrir eitt atriði. Ef þú sefur kannski tvo tíma á nóttu en djöflast samt í ræktinni, borðar hollt og vinnur vinnu þar sem þú ert undir miklu álagi, þá hefur það takmörkuð áhrif. Það þarf að horfa á hvernig maður lifir lífinu í heild til að það hafi jákvæð áhrif.“Meiri keyrsla á Íslandi Er streita mikið vandamál í dag? „Já, ég hugsa það. Ég bjó í Svíþjóð í nokkur ár og maður fann áþreifanlegan mun þegar maður flutti heim. Það er allt öðruvísi tempó hérna á Íslandi. Meiri keyrsla, hraði og neysluhyggja. Svíarnir verðleggja tíma sem þeir eyða í frístundir og að dóla sér meira en við. Okkur liggur meira á að eignast hluti og vera fín og flott.“ Guðmundur hefur starfað í Vestmannaeyjum sem heimilislæknir milli þess sem hann sinnir starfi sínu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Í Vestmannaeyjum hefur hann hjálpað nokkrum sjúklingum sínum að breyta um lífsstíl. Hann segir það hafa bætt líf þessa fólks. „Maður sá það greinilega, það voru t.d. sjúklingar sem voru komnir með það sem við köllum efnaskiptavillu. Sjúklingar með of háa blóðfitu, blóðþrýsting og aukið insúlínviðnám. Slíkar mælingar sýna fyrsta stig þess að menn séu að þróa með sér sykursýki týpu 2. Með því að breyta mataræði og leiðrétta lífsstílinn þá sá maður dramatískan mun. Þetta hefur maður séð endurtekið hjá fólki. Það er til hellingur af rannsóknum í kringum þetta sem sýna fram á sama hlut.“Gekk það þá til baka? „Við sáum að blóðprufur bötnuðu og blóðþrýstingur lækkaði. Við höfum séð dæmi um að fólk geti minnkað lyfin sín og jafnvel hætt á þeim. Því leið betur og kílóin duttu af sjálfkrafa. Það er alveg klárt að svona lífsstílbreytingar hafa ótrúlega mikil áhrif.“Sláandi munur Að sögn Guðmundar gæti það sparað samfélaginu miklar fjárhæðir ef ráðist yrði að rót vandans. „Ég rakst nýlega á leiðaragrein í bandaríska heimilislæknablaðinu þar sem voru teknar saman stórar rannsóknir þar sem verið var að skoða áhrif lífsstíls á tíðni krónískra sjúkdóma. Það var eiginlega sláandi hvað munurinn var mikill á þessum hóp þar sem er tekið fyrir annars vegar fólk sem stundar heilbrigðan lífsstíl, reykir ekki, drekkur ekki, hreyfir sig reglulega, borðar tiltölulega hollt og heldur sér við kjörþyngd. Þessi hópur var með allt að 80-90% lægri tíðni á krónískum sjúkdómum samanborið við þá sem voru með ekkert af þessu. Þetta er það sem við köllum faraldsfræðilegar rannsóknir. Þarna erum við að skoða hópana þannig það er ekki hægt að fullyrða um orsakasamhengið en samhengið er samt svo sláandi. Munurinn er svo gríðarlegur. Það er nánast hægt að fullyrða að það yrði pottþétt töluverð breyting ef sá hópur sem stundar versta lífsstílinn myndi færa sig yfir í hinn hópinn.“Meiri fiskur fyrir börnMataræði barna, erum við að gera nógu vel þar? „Það má alltaf gott bæta. Ég held að við þurfum að leggja aukna áherslu á að börn borði ávexti og grænmeti. Það er aldrei nógu mikið af því. Fiskneysla er hlutur sem maður hefur séð fara minnkandi hjá yngsta aldurshópnum. Unga kynslóðin borðar mun minna af fiski en eldri kynslóðirnar. Það er klárlega hlutur sem við mættum halda betur að unga fólkinu,“ segir hann. Guðmundur segir sykurneyslu barna og unglinga vera of mikla. „Hún er alltof mikil, sérstaklega hjá strákum, þar er hún langt yfir því sem WHO mælir með. Stór rannsókn sem kom fyrir nokkrum árum sýndi að fyrir hverjar 150 hitaeiningar sem voru í formi sykurs umfram venjulega neyslu, þá jókst tíðnin á sykursýki í þeim hópi um 1% en ef þessar kaloríur komu úr einhverju öðru var það 0,1 prósent. Svo birtist rannsókn núna í október sem sýndi að ef offeit börn, sem voru komin með þessa efnaskiptavillu sem er undanfari sykursýkinnar, minnkuðuð neyslu sína á sykri niður í 10% af því sem áður var þá snarminnkaði efnaskiptavillan.“ Til þess að koma skilaboðunum áleiðis stendur Guðmundur ásamt fleirum að ráðstefnu um áhrif mataræðis á langvinna sjúkdóma í Hörpu í maí. „Fyrir rúmu ári fékk ég hugmynd um að halda ráðstefnu um þessi mál. Ég talaði um þetta við mág minn og við fórum að velta þessu fyrir okkur. Við höfðum samband við marga þekkta erlenda fræðimenn á þessu sviði og könnuðum áhuga þeirra á að koma til Íslands. Þeir höfðu allir mikinn áhuga á að koma og heimsækja Ísland. Svo fór boltinn að rúlla, við töluðum við fleiri aðila, og styrktaraðila. Núna í maí næstkomandi verður ráðstefna í Hörpu, um áhrif mataræðis, sykurs, fitu og nútímamataræðis, á króníska lífsstílssjúkdóma.“Styður Kára og endurreisnina Mikið hefur verið rætt um stöðu heilbrigðiskerfisins undanfarið enda telja margir það komið að þolmörkum. Kári Stefánsson hefur staðið fyrir undirskriftasöfnuninni Endurreisn.is. Guðmundur segist styðja hugmyndir Kára. „Ég styð að við eigum að vera metnaðarfull þegar kemur að heilbrigðiskerfinu okkar. Við höfum haft gott heilbrigðiskerfi og stært okkur af því en glansinn hefur svolítið farið af því núna síðustu árin. Svo er aftur spurningin ef þessi krónísku lífsstílsvandamál fara að aukast í takt við það sem er að gerast í heiminum, hversu langt mun það fleyta okkur og hversu miklu ætlum við að veita í heilbrigðismálin? Ef við ætlum að leysa þessi lífsstílsvandamál með þeim tækjum og tólum sem við höfum notað hingað til þá efast ég um að þetta fjármagn muni duga okkur langt. Við þurfum að fara hugsa hvernig við getum nýtt fjármagnið betur sem við erum að veita í þennan málaflokk,“ segir hann og segist sannfærður um að með því að setja pening í forvarnir sé verið að spara heilbrigðiskerfinu miklar upphæðir.
Föstudagsviðtalið Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira