Mansal í Vík: Sætir nálgunarbanni gegn eiginkonu sinni Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2016 14:13 Húsið þar sem konurnar munu hafa starfað og búið. Vísir/Þórhildur Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða nálgunarbann gagnvart eiginkonu sinni. Að mati lögreglustjórans á Suðurlandi er fyrir hendi rökstuddur grunur um að maðurinn hafi ítrekað beitt konu sína ofbeldi. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en það var í nóvember síðastliðnum. Þá hafði lögregla verið kölluð til vegna ofbeldis sem konan sagði hann hafa beitt sig. Konan óskaði þó stuttu síðar sjálf eftir því að nálgunarbannið yrði fellt úr gildi, þar sem hún vildi reyna að láta hjónabandið ganga.Að því er segir í úrskurði Hæstaréttar frá því fyrir helgi var maðurinn þó ákærður fyrir hina meintu árás og hófst aðalmeðferð í því máli í byrjun febrúar. Eftir aðalmeðferðina hafði konan samband við réttargæslumann sinn og óskaði eftir aðstoð af ótta við manninn, sem hún sagði hafa reiðst eftir aðalmeðferðina.Sjá einnig: Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Manninum var því vísað af heimili þeirra og hann látinn sæta nálgunarbanni með ákvörðun lögreglustjóra þann 10. febrúar, rétt rúmri viku áður en lögreglan á Suðurlandi réðst í umfangsmiklar aðgerðir vegna hins meinta mansals og vinnuþrælkunar og handtók manninn. Í úrskurði Hæstaréttar var meðal annars litið til þess að konan saki mann sinn, sem látinn hefur verið laus úr gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins en sætir enn farbanni, meðal annars um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð hennar við skýrslugjöf fyrir dómi við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins. Brotin sem manninum eru gerð að sök í mansalsmálinu varða allt að tólf ára fangelsi. Lögregla segir rannsókn sína hafa leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar vörur frá saumastofu sinni í Vík, Vonta International, á heimili sitt og látið konurnar þar vinna að þeim í leyni. Þær hafi aldrei fengið launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna. Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða nálgunarbann gagnvart eiginkonu sinni. Að mati lögreglustjórans á Suðurlandi er fyrir hendi rökstuddur grunur um að maðurinn hafi ítrekað beitt konu sína ofbeldi. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni en það var í nóvember síðastliðnum. Þá hafði lögregla verið kölluð til vegna ofbeldis sem konan sagði hann hafa beitt sig. Konan óskaði þó stuttu síðar sjálf eftir því að nálgunarbannið yrði fellt úr gildi, þar sem hún vildi reyna að láta hjónabandið ganga.Að því er segir í úrskurði Hæstaréttar frá því fyrir helgi var maðurinn þó ákærður fyrir hina meintu árás og hófst aðalmeðferð í því máli í byrjun febrúar. Eftir aðalmeðferðina hafði konan samband við réttargæslumann sinn og óskaði eftir aðstoð af ótta við manninn, sem hún sagði hafa reiðst eftir aðalmeðferðina.Sjá einnig: Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Manninum var því vísað af heimili þeirra og hann látinn sæta nálgunarbanni með ákvörðun lögreglustjóra þann 10. febrúar, rétt rúmri viku áður en lögreglan á Suðurlandi réðst í umfangsmiklar aðgerðir vegna hins meinta mansals og vinnuþrælkunar og handtók manninn. Í úrskurði Hæstaréttar var meðal annars litið til þess að konan saki mann sinn, sem látinn hefur verið laus úr gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins en sætir enn farbanni, meðal annars um að hafa reynt að hafa áhrif á framburð hennar við skýrslugjöf fyrir dómi við aðalmeðferð líkamsárásarmálsins. Brotin sem manninum eru gerð að sök í mansalsmálinu varða allt að tólf ára fangelsi. Lögregla segir rannsókn sína hafa leitt það í ljós að maðurinn hafi nær daglega flutt inn ófullunnar vörur frá saumastofu sinni í Vík, Vonta International, á heimili sitt og látið konurnar þar vinna að þeim í leyni. Þær hafi aldrei fengið launagreiðslur í hefðbundnum skilningi fyrir vinnuna.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01
Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30
Mansalið í Vík talið þaulskipulagt Sá grunaði talinn hafa látið tvær systur vinna heimilisstörf auk vinnu fyrir Vonta International. Hann hefur verið látinn laus úr haldi. 9. mars 2016 17:07
Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00
Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15