Hrannar Pétursson kynnir forsetaframboð Bjarki Ármannsson skrifar 20. mars 2016 09:30 Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Vísir Hrannar Pétursson mun í dag kynna framboð sitt til forseta Íslands. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á heimili hans að Garðastræti klukkan ellefu. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október. Fjölmiðlar greindu frá því í desember að Hrannar íhugaði framboð, en hann var fyrst hvattur til þess að gefa kost á sér í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík, hvaðan Hrannar er ættaður. Í samtali við Vísi sagðist Hrannar þá hafa lengi haft áhuga á embættinu, sem hann teldi gríðarlega mikilvægt. „Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu,“ sagði Hrannar. „Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra og vera sanngjarn, en í senn staðfastur, í því sem hann gerir.“ Í tilkynningu til fjölmiðla vegna fundarins er Hrannar ekki nefndur á nafn en honum lýst sem framsýnum og jafnréttissinnuðum frambjóðanda. Ljóst er að nokkur fjöldi fólks verður í framboði til forseta í sumar, þó línur muni skýrast þegar framboðsfrestur rennur út þann 20. maí. Fyrr í vikunni boðaði Halla Tómasdóttir fjárfestir framboð og Davíð Þór Jónsson héraðsprestur sagðist íhuga það af alvöru. Þá hafa þau Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Ástþór Magnússon meðal annarra gefið kost á sér.Uppfært 12.25: Hér fyrir neðan má sjá myndband frá fundinum í morgun.Ég bauð í pönnsur í morgun og um leið tilkynnti ég framboð mitt til forseta Íslands.Posted by Hrannar Pétursson on 20. mars 2016 Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Hrannar Pétursson mun í dag kynna framboð sitt til forseta Íslands. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á heimili hans að Garðastræti klukkan ellefu. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október. Fjölmiðlar greindu frá því í desember að Hrannar íhugaði framboð, en hann var fyrst hvattur til þess að gefa kost á sér í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík, hvaðan Hrannar er ættaður. Í samtali við Vísi sagðist Hrannar þá hafa lengi haft áhuga á embættinu, sem hann teldi gríðarlega mikilvægt. „Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu,“ sagði Hrannar. „Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra og vera sanngjarn, en í senn staðfastur, í því sem hann gerir.“ Í tilkynningu til fjölmiðla vegna fundarins er Hrannar ekki nefndur á nafn en honum lýst sem framsýnum og jafnréttissinnuðum frambjóðanda. Ljóst er að nokkur fjöldi fólks verður í framboði til forseta í sumar, þó línur muni skýrast þegar framboðsfrestur rennur út þann 20. maí. Fyrr í vikunni boðaði Halla Tómasdóttir fjárfestir framboð og Davíð Þór Jónsson héraðsprestur sagðist íhuga það af alvöru. Þá hafa þau Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Ástþór Magnússon meðal annarra gefið kost á sér.Uppfært 12.25: Hér fyrir neðan má sjá myndband frá fundinum í morgun.Ég bauð í pönnsur í morgun og um leið tilkynnti ég framboð mitt til forseta Íslands.Posted by Hrannar Pétursson on 20. mars 2016
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira