FME: Salan á Borgun ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti ingvar haraldsson skrifar 31. mars 2016 13:11 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Fjármálaeftirlitið (FME) telur verklag Landsbankans við sölu á 31,2 prósenta eignarhlut hans í Borgun hafi ekki að öllu leyti samræmst eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum á fjármálamarkaði samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Þá telur FME að verklagi Landsbankans við söluna hafi verið áfátt og það heilt á litið ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FME.FME telur að gera verði sérstaklega ríka kröfu til fagmennsku og vandvirkni í vinnubrögðum þegar verið er að selja eignir í eigu viðskiptabanka að stærstum hluta í eigu ríkisins, ekki í opnu söluferli og með einn tilboðsgjafa. „Í því felst m.a. að leggja sérstakt mat á orðsporsáhættu sem getur fylgt því að hafa söluferlið ekki opið og kanna hvort sérfræðiaðstoð þriðja aðila og/eða sjálfstæð áreiðanleikakönnun sé til þess fallin að veita bankanum aukinn aðgang að gögnum og upplýsingum um félagið í söluferlinu,“ segir FME.FME telur Landsbankann hafa brugðist viðÞá hefur Landsbankinn tilkynnt um að hann hafi komið á fót aðgerðaáætlun til að efla stjórnarhætti bankans varðandi sölu eigna til að koma í veg fyrir sambærileg álitamál komi upp og við söluna á eignarhlutnum í Borgun. Þar kemur meðal annars fram að meginreglan sé að söluferli sé opið. Frávik frá þeirri meginreglu verður að vera rökstutt, skráð og háð samþykki bankaráðs.FME segir að þar sem bankinn hefur að eigin frumkvæði tilkynnt stofnuninni að hann hafi í hyggju að grípa til aðgerða, í því skyni að taka þá þætti í starfsemi sinni er málið varðar til endurskoðunar, telur stofnunin ekki tilefni til frekari aðgerða að svo stöddu en óskar þó eftir að vera upplýst um framgang endurskoðunar á verklagi. Borgunarmálið Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) telur verklag Landsbankans við sölu á 31,2 prósenta eignarhlut hans í Borgun hafi ekki að öllu leyti samræmst eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum á fjármálamarkaði samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Þá telur FME að verklagi Landsbankans við söluna hafi verið áfátt og það heilt á litið ekki hafa verið til þess fallið að skila bestri niðurstöðu fyrir bankann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FME.FME telur að gera verði sérstaklega ríka kröfu til fagmennsku og vandvirkni í vinnubrögðum þegar verið er að selja eignir í eigu viðskiptabanka að stærstum hluta í eigu ríkisins, ekki í opnu söluferli og með einn tilboðsgjafa. „Í því felst m.a. að leggja sérstakt mat á orðsporsáhættu sem getur fylgt því að hafa söluferlið ekki opið og kanna hvort sérfræðiaðstoð þriðja aðila og/eða sjálfstæð áreiðanleikakönnun sé til þess fallin að veita bankanum aukinn aðgang að gögnum og upplýsingum um félagið í söluferlinu,“ segir FME.FME telur Landsbankann hafa brugðist viðÞá hefur Landsbankinn tilkynnt um að hann hafi komið á fót aðgerðaáætlun til að efla stjórnarhætti bankans varðandi sölu eigna til að koma í veg fyrir sambærileg álitamál komi upp og við söluna á eignarhlutnum í Borgun. Þar kemur meðal annars fram að meginreglan sé að söluferli sé opið. Frávik frá þeirri meginreglu verður að vera rökstutt, skráð og háð samþykki bankaráðs.FME segir að þar sem bankinn hefur að eigin frumkvæði tilkynnt stofnuninni að hann hafi í hyggju að grípa til aðgerða, í því skyni að taka þá þætti í starfsemi sinni er málið varðar til endurskoðunar, telur stofnunin ekki tilefni til frekari aðgerða að svo stöddu en óskar þó eftir að vera upplýst um framgang endurskoðunar á verklagi.
Borgunarmálið Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira