Mazda CX-4 í Peking Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 11:00 Mazda CX-4 verður byggður á tilraunabílnum Mazda Koeru og vonandi sem minnst breytt. Það fjölgar í jepplingaflórunni hjá Mazda og nýjasta bílnum í þeirri fjölskyldu verður skotið á milli CX-3 og CX-5 og fær því nafnið CX-4. Þessi nýi jepplingur verður sýndur á bílasýningunni í Peking sem hefst þann 25. apríl. Þessi bíll er byggður á tilraunabílnum Koeru sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt síðasta haust. Hann er með coupe-lagi sem algengt er orðið með jepplinga nú til dags og því æði sportlegur. CX-4 er 4,6 metra langur, 1,9 m breiður og 1,5 metra hár og það eru 2,7 metrar á milli öxla. Hann er talsvert frábrugðinn öðrum jepplingum Mazda í útliti en ef hann heldur að mestu línunum frá Koeru tilraunabílnum er hér á ferðinni afar fallegur bíll. Að sjálfsögðu fær þessi jepplingur Skyactive vél, sem eru nú í flestum bílum Mazda. CX-4 fær að mestu sama undirvagn og CX-5 jepplingurinn en á að verða enn betri akstursbíll og þarf þó nokkuð til að slá við CX-5 í jepplingaflokknum. Því er von að margir sé spenntur að prófa þennan bíl frá Mazda, en fyrirtækið hefur á undanförnum árum sent frá sér frábæra akstursbíla og fallega að auki, eins og á myndinni sést. Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent
Það fjölgar í jepplingaflórunni hjá Mazda og nýjasta bílnum í þeirri fjölskyldu verður skotið á milli CX-3 og CX-5 og fær því nafnið CX-4. Þessi nýi jepplingur verður sýndur á bílasýningunni í Peking sem hefst þann 25. apríl. Þessi bíll er byggður á tilraunabílnum Koeru sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt síðasta haust. Hann er með coupe-lagi sem algengt er orðið með jepplinga nú til dags og því æði sportlegur. CX-4 er 4,6 metra langur, 1,9 m breiður og 1,5 metra hár og það eru 2,7 metrar á milli öxla. Hann er talsvert frábrugðinn öðrum jepplingum Mazda í útliti en ef hann heldur að mestu línunum frá Koeru tilraunabílnum er hér á ferðinni afar fallegur bíll. Að sjálfsögðu fær þessi jepplingur Skyactive vél, sem eru nú í flestum bílum Mazda. CX-4 fær að mestu sama undirvagn og CX-5 jepplingurinn en á að verða enn betri akstursbíll og þarf þó nokkuð til að slá við CX-5 í jepplingaflokknum. Því er von að margir sé spenntur að prófa þennan bíl frá Mazda, en fyrirtækið hefur á undanförnum árum sent frá sér frábæra akstursbíla og fallega að auki, eins og á myndinni sést.
Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent