Starfsstjórn Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Í ljósi þeirra mikilvægu verkefna sem eru ókláruð í ríkisstjórnarsamstarfinu og háværrar kröfu frá stjórnarandstöðu og hluta þjóðarinnar um kosningar væri eðlilegast að mynda starfsstjórn í nokkra mánuði og boða til kosninga í haust. Atburðir síðustu tveggja sólarhringa munu vafalaust fá sinn sess í stjórnmálasögunni og 5. apríl 2106 mun seint líða mönnum úr minni. Svo virðist sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi stóran þátt í því að gera eigin afsögn óumflýjanlega með samskiptaleysi við aðra ráðherra og samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn. Mönnum varð ljóst þegar þáttur Kastljóss var sýndur á sunnudagskvöld að forsætisráðherra hafði þá haft rúmar þrjár vikur til að upplýsa um viðtal sem gæti orðið banabiti ríkisstjórnar hans. Á þessum þremur vikum hefði Sigmundur getað upplýst aðra ráðherra um málið. Hann hefði getað mætt í önnur viðtöl til að skýra mál sitt og draga úr því tjóni sem var í vændum. En hann kaus að þegja og bíða. Hann kaus að bíða eftir eigin pólitískum dauðdaga fremur en að sporna gegn honum með samráði við samstarfsfólk sitt. Það er kaldhæðnislegt að síðar sama dag og viðtalið örlagaríka var tekið, föstudaginn 11. mars, voru forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra að skemmta sér í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu með mörgum af æðstu embættismönnum ríkisins og ráðgjöfum stjórnvalda, þeim Anne Krueger og Lee Buchheit, til að fagna góðum árangri í vinnu við afnám fjármagnshafta. Sigmundur kaus að segja ekkert þá frekar en síðar þótt hann vissi að fyrr um daginn hefði hann verið í viðtali sem yrði stórkostlega óþægilegt fyrir hann sjálfan og ríkisstjórnina. Það er hins vegar virðingarvert af forsætisráðherra að stíga til hliðar og segja af sér embætti á þessum tímapunkti en hann er fimmti ráðherrann sem það gerir í lýðveldissögunni. Ísland er í mjög viðkvæmri stöðu og tiltrú útlendinga á íslensku efnahagslífi er á ákveðnum tímamótum. Núverandi ríkisstjórn hefur náð gríðarlegum árangri í vinnu við afnám fjármagnshafta með lausn á málefnum slitabúa föllnu bankanna. Fram undan er stórt verkefni tengt útboði svokallaðra aflandskróna sem er mikilvægur liður í afnámi hafta. Það eru miklir hagsmunir undir fyrir allt þjóðarbúið, að það takist vel. Besti valkosturinn í stöðunni núna, eftir að forseti hefur fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra, er að skipa starfsstjórn í nokkra mánuði, til dæmis fram á haust, til að ljúka þeim mikilvægu verkefnum sem eru á borðinu. Það væri mjög óábyrgt af stjórnarandstöðunni að styðja ekki starfsstjórn á meðan leyst er úr þessum verkefnum. Sú viðkvæma pólitíska staða sem er uppi er þegar farin að hafa áhrif enda rauk ávöxtunarkrafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf upp í gær og í fyrradag. Að þessu sögðu er ekki víst að Sigurður Ingi Jóhannsson hafi þá pólitísku innistæðu sem er nauðsynleg til að gegna embætti forsætisráðherra í starfsstjórn fram á haust. Það er æskilegt að breið samstaða sé um forsætisráðherraefni í slíkri stjórn og að einstaklingur sem gegnir embættinu njóti trausts þvert á flokka. Í því sambandi gæti sitjandi forseti Alþingis verið góður kostur, skorist hann ekki undan ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Í ljósi þeirra mikilvægu verkefna sem eru ókláruð í ríkisstjórnarsamstarfinu og háværrar kröfu frá stjórnarandstöðu og hluta þjóðarinnar um kosningar væri eðlilegast að mynda starfsstjórn í nokkra mánuði og boða til kosninga í haust. Atburðir síðustu tveggja sólarhringa munu vafalaust fá sinn sess í stjórnmálasögunni og 5. apríl 2106 mun seint líða mönnum úr minni. Svo virðist sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi stóran þátt í því að gera eigin afsögn óumflýjanlega með samskiptaleysi við aðra ráðherra og samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn. Mönnum varð ljóst þegar þáttur Kastljóss var sýndur á sunnudagskvöld að forsætisráðherra hafði þá haft rúmar þrjár vikur til að upplýsa um viðtal sem gæti orðið banabiti ríkisstjórnar hans. Á þessum þremur vikum hefði Sigmundur getað upplýst aðra ráðherra um málið. Hann hefði getað mætt í önnur viðtöl til að skýra mál sitt og draga úr því tjóni sem var í vændum. En hann kaus að þegja og bíða. Hann kaus að bíða eftir eigin pólitískum dauðdaga fremur en að sporna gegn honum með samráði við samstarfsfólk sitt. Það er kaldhæðnislegt að síðar sama dag og viðtalið örlagaríka var tekið, föstudaginn 11. mars, voru forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra að skemmta sér í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu með mörgum af æðstu embættismönnum ríkisins og ráðgjöfum stjórnvalda, þeim Anne Krueger og Lee Buchheit, til að fagna góðum árangri í vinnu við afnám fjármagnshafta. Sigmundur kaus að segja ekkert þá frekar en síðar þótt hann vissi að fyrr um daginn hefði hann verið í viðtali sem yrði stórkostlega óþægilegt fyrir hann sjálfan og ríkisstjórnina. Það er hins vegar virðingarvert af forsætisráðherra að stíga til hliðar og segja af sér embætti á þessum tímapunkti en hann er fimmti ráðherrann sem það gerir í lýðveldissögunni. Ísland er í mjög viðkvæmri stöðu og tiltrú útlendinga á íslensku efnahagslífi er á ákveðnum tímamótum. Núverandi ríkisstjórn hefur náð gríðarlegum árangri í vinnu við afnám fjármagnshafta með lausn á málefnum slitabúa föllnu bankanna. Fram undan er stórt verkefni tengt útboði svokallaðra aflandskróna sem er mikilvægur liður í afnámi hafta. Það eru miklir hagsmunir undir fyrir allt þjóðarbúið, að það takist vel. Besti valkosturinn í stöðunni núna, eftir að forseti hefur fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra, er að skipa starfsstjórn í nokkra mánuði, til dæmis fram á haust, til að ljúka þeim mikilvægu verkefnum sem eru á borðinu. Það væri mjög óábyrgt af stjórnarandstöðunni að styðja ekki starfsstjórn á meðan leyst er úr þessum verkefnum. Sú viðkvæma pólitíska staða sem er uppi er þegar farin að hafa áhrif enda rauk ávöxtunarkrafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf upp í gær og í fyrradag. Að þessu sögðu er ekki víst að Sigurður Ingi Jóhannsson hafi þá pólitísku innistæðu sem er nauðsynleg til að gegna embætti forsætisráðherra í starfsstjórn fram á haust. Það er æskilegt að breið samstaða sé um forsætisráðherraefni í slíkri stjórn og að einstaklingur sem gegnir embættinu njóti trausts þvert á flokka. Í því sambandi gæti sitjandi forseti Alþingis verið góður kostur, skorist hann ekki undan ábyrgð.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun